Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 31
Verkefni Landsnets er að jafna stöðu íbúa landsins, er varðar öryggi og aðgengi að rafmagni, hvar sem þeir búa. Þar skipti máli að innviðir séu fyrir hendi. Einnig skiptir máli að virkur markaður sé með orku í Kauphöll. Viðskiptaumhverfi á íslensk- um orkumarkaði hefur breyst mikið á stuttum tíma og við höfum rétt fengið að sjá toppinn á ísjakanum í þeim efnum. Á komandi misserum og árum mun orkumarkaðurinn taka stakkaskiptum og á sumum sviðum er Ísland í farar- broddi í heiminum. Landsnet hefur sérleyfi til að reka flutningakerfi raforku á Íslandi. Fyrirtækið stendur nú í stafni straumhvarfa sem eru að verða á orkumarkaði bæði hér á landi og um allan heim. „Þær grundvallarbreytingar sem eru hafnar byggja á íslensku raforkulögunum sem gera ráð fyrir markaðsviðskiptum með orku. Flestar vestrænar þjóðir eru að fara þessa leið. Við erum hins vegar dálítið eftir á í þróuninni á orku­ markaðinum að þessu leyti,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Fleiri framleiðendur og meiri fjölbreytni „Ef við horfum á orkuframleiðsl­ una í dag, sjáum við að framleið­ endur eru fáir og ekki mikil fjöl­ breytni í framleiðslunni. Það hafa orðið breytingar og þróun í sam­ bandi við smávirkjanir, bænda­ virkjanir sem eru í einkaeigu. Þegar við horfum hins vegar til lengri tíma sjáum við fram á meiri þróun og miklu meiri fjölbreytni. Vegna loftslagsmálanna koma inn stór og smá vindorkuver. Hugsan­ lega er sólarorkan líka kostur þó að ekki hafi verið kannað hversu raunhæfur kostur hún er á Íslandi.“ Guðmundur segir orkufram­ leiðendum vera að fjölga. Smærri virkjanir séu í bígerð um allt land og rammaáætlun haldi utan um stóru verkefnin. Til að litlir orkuframleiðendur hafi að gang að markaði þarf að sögn Guðmundar að vera til staðar einhvers konar kauphöll. Í dag selja litlu framleiðendurnir til hinna stóru en nú séu að birtast á sviðinu orkumiðlarar, fyrirtæki sem kaupa og selja orku en eru ekki með neinar virkjanir sjálf. Dæmi um orkumiðlara eru N1, Straumlind og Orka heimilanna. Þessi fyrirtæki selja neytendum orku en þeirra eina leið til að útvega sér hana er að semja beint við orku­ fyrirtækin í stað þess að geta farið inn á markað til að kaupa. Kauphöll með orku Guðmundur segir Landsnet hafa unnið að undirbúningi orkumark­ aðar um árabil. Nú sé vinnan orðin markvissari en áður vegna þess að málið sé orðið brýnt. „Við hjá Landsneti finnum fyrir vaxandi stuðning við hugmyndir um Kauphöllina sem mun stuðla að meira gagnsæi á orkumarkaðinum, bættri nýtingu raforkukerfisins og greiða fyrir aðgangi nýrra lausna. Vinnan fram undan snýr að því að útbúa ramma sem skapar sam­ keppnismarkað en er um leið vörn gegn miklum sveiflum. Reglur sem þessar eru mjög algengar í kauphöllum með t.d. hlutabréf en þurfa aðlögunar við til að mæta aðstæðum á orkumörkuðum,“ segir Guðmundur. Hann segir spennandi tíma vera fram undan. „Breytingarnar sem eru að verða leiða til þess að Landsnet þarf að aðlaga starf­ semina að nýjum viðmiðum sem samkeppnisviðskipti setja fyrir­ tækjum á orkumarkaði.“ Hröð þróun í sjálfvirknivæðingu Tilkoma orkumarkaða hefur leitt til grundvallarbreytinga á stöðu notenda orku. Aukið gagnsæi gerir notendur meðvitaðri um orkuverð og þeir bregðast við í auknum mæli bjóðist hagstæðari kjör. Notendur vilja í auknum mæli ákveða sjálfir hvernig þeir haga orkukaupum. Að sögn Guðmundar hefur þessi breytta hegðum skapað tækifæri fyrir hátæknifyrirtæki sem fram­ leiða tæki sem hjálpa notendum með sjálfvirkum hætti að stýra innkaupum og hagræða í orku­ kaupum. „Upplýsingar eru grundvöllur þess að bæði framleiðendur og notendur geti brugðist við breyt­ ingum á verði og öðrum þáttum. Sjálfvirknin mun breyta miklu. Sá sem á rafbíl og hleður hann er kannski ekki mikið að velta fyrir sér hvernig hann nær hámarks­ hagkvæmni við að hlaða. En ef hleðslustöðin er orðin snjöll og getur valið hvenær best er að hlaða bílinn er dæmið orðið annað. Fólk mun láta þessi snjöllu hátæknitæki um málið,“ segir Guðmundur. Orkufyrirtækin þekkja vel þau tækifæri sem felast þessari þróun. Með upplýsingum og hátækni skapast miklir möguleikar fyrir þau að hagræða í sínum rekstri. Þetta leiðir til hagkvæmni í rekstri þeirra og lægra orkuverðs. Hjá Landsneti er þessi vegferð þegar hafin að sögn Guðmundar. Sjálf­ virkni og snjalltækni muni stuðla að því að stilla saman framleiðslu og eftirspurn. Eftir því sem ný tækni eins og t.d. rafhlöður verði raunhæfari kostur verði líka auð­ veldara nýta það í kerfinu. Tilkoma Kauphallar, sjálfvirkni­ væðing og breytt hegðun notenda þarf að mæta með hraðbraut upp­ lýsinga. „Við erum að færast yfir í kerfi þar sem ákvarðanir eru tekn­ ar um alla orkukeðjuna. Dreifður aðgangur að upplýsingum er þar af leiðandi nauðsynlegur. Rafbílaeig­ andi sem ákveður að hlaða bílinn um nótt þarf upplýsingar um orku­ verðið frá framleiðanda, afslátt á dreifingarkostnaði, straumrof vegna viðhalds í kerfinu o.s.frv. Með öðrum orðum upplýsingar úr allri orkukeðjunni.“ Mikilvægi flutningskerfis eykst með fjölbreyttari orkuvinnslu og breyttri hegðun notenda. Ný orku­ vinnslutækni eins og vindorka og breytt virkni notenda leiðir til meiri sveiflna í orkuflutningi og dreifingu en áður. Ýmsir mögu­ leikar eru til að draga út þessum sveiflum með nýjum lausnum og hvötum til notenda. Engu að síður mun flutningurinn aukast í þessum kerfum. „Flutningskerfið er ekki í stakk búið til að mæta þörfum í dag og hvað þá því sem verður í fram­ tíðinni. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að styrkja flutningskerf­ ið. Okkur hefur gengið ágætlega að komast af stað í því verkefni.“ Næsta kynslóð flutningskerfis „Til viðbótar við breytingar sem eru handa við hornið og hafa verið nefndar hér á undan, þá þarf grunnurinn, þ.e. raflínurnar og tengivirkin, að ráða við hlut­ verk sitt, sem er að flytja raforku frá virkjunum til byggða. Upp­ bygging kerfisins hefur ekki fylgt þróuninni í samfélaginu, hvort sem horft er til aukinnar raforku­ notkunar eða aukinna krafna um öryggi. Núverandi byggðalína hefur reynst samfélaginu vel en er kominn til ára sinna og nú þarf sterkari og flutningsmeiri innviði, næstu stærð fyrir ofan, sem verður þá megin þjóðbraut orkunnar.“ Guðmundur segir vegferðina hafna, eitt mikilvægasta verkefnið, ný kynslóð byggðalínu, er að rísa „Í fyrra tókum við í notkun Kröflu­ línu 3 sem fer frá Fljótsdal austur á fjörðum og inn í Kröfluvirkjun og í sumar tökum við línu frá Kröflu til Akureyrar. Mikilvægt er að geta haldið áfram með þessa þjóðhagslegu mikilvægu uppbyggingu og klára leiðina suður í Hvalfjörð og áfram út á Suðurnesin. Bygging slíkra innviða er flókið verkefni, en það kann að hljóma ótrúlega en helsta áskorunin í dag eru fjölmörg opin­ ber ferli sem taka langan tíma og geta stangast á, og fyrir vikið gefa ekki endanlega niðurstöðu svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Við hjá Landsneti höfum bent á þetta og fundið fyrir miklum skilning og höfum fulla trú á að stjórnvöld vilji taka á þessu til að bæta skilvirkni hins opinbera.“ Að auki hefur Landsnet á síðustu árum lagt aukna áherslu á smærri framkvæmdir víða um land sem hafa skilað verulegum úrbótum á mörgum svæðum. Smám saman er staðan að batna. Verkefni Landsnets er að sögn Guðmundar, að jafna stöðu íbúa landsins er varðar öryggi og aðgengi að rafmagni, hvar sem þeir búa. Þar skipti máli að innviðir séu fyrir hendi. Einnig skipti máli að virkur markaður sé með orku í kauphöll og forsenda þess sé upp­ lýsingastreymi í rauntíma til að bæði notendur og framleiðendur geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á rauntímaupplýsingum. Guðmundur segir hraðbraut upplýsinganna fljótlega munu skipta jafn miklu máli og raforku­ flutningskerfið sjálft. „Í þessu nýja dreifistýrða kerfi verða upplýs­ ingar notaðar til að taka ákvarð­ anir. Hún verður notuð til að setja sjálfvirkni á og það er hún sem verður notuð til að stjórna öllum kerfunum.“ Landsnet leiðandi í snjalltækni Guðmundur segir að við verðum að átta okkur á því að framtíðin sé þegar komin. „Við sem fyrirtæki erum komin af stað á ákveðnum sviðum. Við erum farin að nota snjallar lausnir til að draga úr þeim takmörkunum sem eru á flutn­ ingskerfinu og auka þannig orku­ flæðið og möguleika viðskiptavina á að tengjast kerfinu.“ Landsnet er leiðandi í heiminum í notkun snjalltækni í orkuflutn­ ingum. „Við erum til dæmis búin að skipta um tækni í nokkrum spennistöðva okkar. Þær eru orðnar stafrænar. Hér erum við í fremstu röð. Landsnet framtíðarinnar þarf ekki bara á verkfræðingum að halda. Landsnet framtíðarinnar þarf á skapandi fólki að halda með fjöl­ breyttari þekkingu en áður, vegna þess að fyrirtækið er að breytast frá því að vera innviðafyrirtæki í að vera samtvinnað innviða­ og hátæknifyrirtæki sem sinnir jafnframt viðskiptahluta orku­ markaðarins,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Lands­ nets. n Loftslagsmálin eru drifkraftur umbreytingar Guðmundur Ingi Ásmunds- son, forstjóri Landsnets, segir hraðbraut upplýsinga vera forsendu hagræðingar á orkumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Til vinstri má sjá afhendingar- getu Landsnets eins og hún var á síðasta ári, en hægra megin er staðan árið 2030 samkvæmt áætlunum. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 29. janúar 2022 ORK A ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.