Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 18
Það hefur verið stór- kostlegt að fylgjast með ykkur strákar. Takk fyrir gleðina, baráttuna og inn- blásturinn og til ham- ingju með árangurinn á EM! Katrín Jakobsdóttir Markametið á EM er í eigu Sander Sagosen sem skoraði 65 mörk á Evrópumótinu 2020. Sjötta sætið reyndist niður- staðan hjá Strákunum okkar á Evrópumótinu í handbolta, eftir sárgrætilegt tap gegn Noregi í gær. Umspil fyrir HM bíður en efniviðurinn til að komast í fremstu röð að nýju er til staðar. kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Þrátt fyrir naumt tap gegn Norðmönnum, 33-34, í leik upp á fimmta sætið á Evrópumótinu í handbolta geta Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu gengið stoltir frá borði eftir frammistöðu sína undanfarnar vikur. Ári eftir að óvissa var um framtíðarhorfur liðs- ins eftir vonbrigðin á HM í Egypta- landi voru sterkustu handboltaþjóð- ir heims í stökustu vandræðum með lið Íslands, þrátt fyrir að Íslendingar væru að missa leikmenn úr liðinu á milli leikja vegna smita. Sjötta sætið er besti árangur liðsins á stórmóti frá Evrópumót- inu 2014 og fjórði besti árangur á Evrópumóti frá upphafi. Það er því hægt að taka margt jákvætt úr þessu móti inn í umspilið fyrir HM, þar sem Strákarnir okkar virðast vera að banka á dyrnar hjá bestu hand- boltaþjóðum heims á ný. Í aðdraganda leiksins í gær þurfti Guðmundur Guðmundsson aftur að leggja leikinn upp með breyttum áherslum í fjarveru Arons Pálmars- sonar. Framan af leik virtust Norð- menn vera með leikinn í sínum höndum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik. Í seinni hálfleik steig íslenska vörnin upp og hélt Norðmönnum í ellefu mörkum og mátti minnstu muna að stolinn boltinn á lokasekúndum leiksins hefði ráðið úrslitum, en þess í stað þurfti að grípa til framlengingar. Janus Daði fór fyrir liði Íslands í framlengingunni en flautumark Noregs réð úrslitum og stráði salti í sár Íslendinga eftir hetjulega frammistöðu. „Það er sjálfsagt að ætla að gera sitt besta, en þeir fóru í alla þessa leiki til að vinna þá. Þeir vissu að þeir gátu ekki stjórnað þessum aðstæðum og þjálfarateymið og leikmennirnir stjórnuðu þeim hlutum sem þeir gátu, og gerðu það frábærlega,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss, aðspurður út í þær áskoranir sem íslenska liðið mætti í milliriðlinum og frammistöðu liðsins. „Þeir stigu upp og það kom maður í manns stað í hvert sinn. Leikmenn sem maður bjóst ekkert við að spil- uðu mikið komu allir með eitthvað á borðið. Þessi Frakkaleikur er eitt- hvað það ótrúlegasta sem ég hef séð. Magnað að fara í svona leik og hver einasti maður á nánast fullkominn leik,“ segir Halldór og tekur undir að Ómar Ingi sé kominn í fremstu röð á heimsvísu. „Ómar Ingi er besti leikmaður mótsins og jafnvel besti handbolta- maður heims í dag. Hann verður 25 ára á þessu ári og hefur nægan tíma til að taka framförum. Ég er viss um að árangurinn hefði ekki verið sá sami ef hann hefði fengið Covid og fyrir mér eru hann og Ýmir þeir sem við hefðum ekki mátt missa út á þessu móti. Ég er bjartsýnn fyrir næstu ár fyrir hönd landsliðsins, við fundum jafnvægi sem við höfum leitað að síðustu ár. Sóknarleikur- inn var skynsamur og við töpuðum ekki mörgum boltum, varnarlínan og markvarslan góð þegar líða tók á mótið,“ segir Halldór, sem segir að það sé mikilvægt að láta kné fylgja kviði. „Þetta var stórt stökk á milli ára og núna er það okkar að festa okkur í sessi meðal 6-7 efstu og minnka sviptingarnar. Við erum núna komin á þann stað að öll lið taki leiki gegn okkur alvarlega að nýju og við þurf- um að standa undir því.“ ■ Full ástæða til bjartsýni fyrir næstu stórmót Ýmir og Elvar voru fljótir að hughreysta Elvar Örn eftir að skot Elvars fór hárfínt fram- hjá, um leið og lokaflautið gall í venjulegum leiktíma gegn Norðmönnum í gær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY 18 Íþróttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 29. janúar 2022 LAUGARDAGUR Styrkir til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks Öryrkjabandalag Íslands veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu bandalagsins. ÖBÍ auglýsir hér með eftir styrkumsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Sótt er um styrk rafrænt á vef Öryrkjabandalagsins, obi.is. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ. Netfang: mottaka@obi.is. Sími: 530 6700. kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leik- maður Evrópumótsins fyrir loka- leikina sem fara fram um helgina með 59 mörk. Ómar var markahæst- ur í liði Íslands í gær með tíu mörk sem var þriðji leikur hans á mótinu með tíu mörk eða meira í einum leik. Hann bætti um leið markamet Íslands á lokakeppni EM og var sex mörkum frá markameti mótsins. Ómar sem var kosinn íþrótta- maður ársins fyrir stuttu hafði hægt um sig í markaskorun í fyrstu tveimur leikjum Íslands gegn Portú- gal og Hollandi. Eftir fyrstu tvo leik- ina var hann með sjö mörk og lauk riðlakeppninni með átta mörkum gegn Ungverjalandi. Þegar lykil- menn í sóknarleik Íslands tóku að heltast úr lestinni tók Ómar málin í eigin hendur og var hann marka- hæstur í fimm af sex síðustu leikjum Íslands í mótinu. Þá lýkur hann leik með 28 stoð- sendingar samkvæmt tölfræði- veitu HBStaz og kom því að 87 af 230 mörkum Íslands á mótinu eða 37 prósentum af mörkum Íslands á EM. Ólafur Indriði Stefánsson er eini Íslendingurinn sem hefur hreppt markakonungstitilinn á Evrópu- mótinu í handbolta, fyrir tuttugu árum þegar hann skoraði 58 mörk á EM í Svíþjóð. Með tíu mörkum í gær er Ómar búinn að bæta markamet Íslendings á einu Evrópumóti og gæti orðið annar Íslendingurinn til að vinna markakonungstitilinn, rúmu hálfu ári eftir að hann var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í handbolta. ■ Ómar bætti met Ólafs Ómar Ingi skoraði 2.000. mark Íslands á EM í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.