Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 84
Sagan af
sundlaug-
unum er
um leið
sagan af
íslensku
nútíma-
samfélagi,
hvernig við
urðum
svona eins
og við
erum.
Valdimar Tr.
Hafstein
kolbrunb@frettabladid.is
Systkinin Sigurjón Sigurgeirsson
og Jenný Sigurgeirsdóttir reka gall-
eríið Portfolio á Hverfisgötu 71. Þau
fengu nýlega í hendur mjög áhuga-
vert safn af listaverkum eftir meðal
annars Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jón
Stefánsson, Finn Jónsson og Krist-
ínu Jónsdóttur.
„Þessar myndir koma úr dánarbúi
manns sem bjó í New York. Hann
keypti myndirnar hér á landi og
fór með þær út þar sem þær voru í
um tvo áratugi en eru nú komnar
aftur heim,“ segir Sigurjón. „Þetta
eru virkilega góðar myndir og það
er einstakt að hafa þarna saman alla
helstu frumkvöðla íslenskrar mynd-
listarsögu í sama rýminu.“
Sölusýning á þessum verkum
stendur til 3. febrúar í galleríinu.
Eftir það verður Helgi Þorgils Frið-
jónssonar með sýningu á verkum
frá árunum 1977-1987. Einnig eru
fyrirhugaðar sýningar á verkum
Snorra Ásmundssonar og Húberts
Nóa. n
Gamlir meistarar í Portfolio
Sölusýningin
stendur til
3. febrúar.
MYND/AÐSEND
Sýningin Sund verður opnuð
í Hönnunarsafni Íslands
þriðjudaginn 1. febrúar.
Sýningarstjórar eru Bryn-
hildur Pálsdóttir hönnuður
og Valdimar Tr. Hafstein pró-
fessor í þjóðfræði.
„Þetta er sýning um sundmenningu
frá því hún varð til á Íslandi og til
dagsins í dag með innsýn í hvernig
þessi menning hefur þróast,“ segir
Brynhildur.
„Mikilvægustu almannagæðin á
Íslandi eru fólgin í heita vatninu og
sundlaugarnar eru að okkar mati
athyglisverðustu almannarýmin.
Sagan af sundlaugunum er um leið
sagan af íslensku nútímasamfélagi,
hvernig við urðum svona eins og
við erum,“ segir Valdimar og bætir
við: „Í upphafi 20. aldar fór fólk að
flykkjast að sjávarsíðunni og hafði
í fyrsta sinn lifibrauð af því að róa
til fiskjar. Þá kunni ekki nema hálft
prósent landsmanna að synda og
fólk drukknaði unnvörpum í sjón-
máli frá landi. Ungmennafélögin
leiddu þá sannkallaða sundvakn-
ingu og sundlaugar risu um allt
land.
Það er þrennt sem drífur þetta
áfram. Í fyrsta lagi á sund að bjarga
fólki frá drukknun, þannig að sund-
tökin voru upp á líf og dauða – þess
vegna er öll áherslan á bringu-
sund og björgunarsund á Íslandi
ólíkt f lestum löndum. Í öðru lagi
voru nýjar hugmyndir um hrein-
læti að koma fram og ný viðhorf til
mannslíkamans. Íslendingar þóttu
óþrifalegir og sundið varð að fyrstu
almenningsböðunum áður en bað-
tæki urðu almenn á heimilum.
Í þriðja lagi er komin fram hug-
myndin um þróttmikinn líkama
og sundið verður hluti af íþrótta-
hreyfingunni og hugsjóninni um
heilbrigða sál í hraustum líkama.
Allt f léttast þetta saman í sund-
vakningunni.“
Sagan um heita pottinn
Brynhildur segir þátt hönnuða
og arkitekta mjög merkilegan í að
þróa sundmenninguna í samtali
við almenning. „Sagan um heita
pottinn er mjög áhugaverð hönn-
unarsaga. Gísli Halldórsson fékk
það verkefni að klára útisvæðið við
Vesturbæjarlaug. Hann var fasta-
gestur í gömlu lauginni í Laugarnesi
og þar var ein útisturtan með djúpu
kari þar sem börn og fullorðnir
söfnuðust saman við fætur þess
sem var í sturtu hverju sinni. Gísli
hafði fengið það verkefni í arki-
tektanáminu að teikna miðalda-
byggingu og hafði teiknað upp laug
Snorra Sturlusonar í Reykholti. Nú
renndi hann saman útisturtunni í
Laugarnesi við þessa teikningu af
Snorralaug og útkoman voru fyrstu
heitu pottarnir í sundi. Þeir slógu
Sundið sem samfélagshönnun
Valdimar og
Brynhildur eru
sýningarstjórar
sýningarinnar
Sund.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
auðvitað rækilega í gegn og hafa
verið partur af lífi okkar síðan.“
Áður en komið er inn í sjálfan
sýningarsalinn ganga gestir upp
stiga og stigaveggurinn sýnir jarðlög
í jarðskorpu Íslands. „Hugmyndin
er að sýna að við værum ekki með
sundlaugar ef ekki væri fyrir jarð-
hitann sem gefur okkur þetta heita
vatn. Gestir ganga upp stigann og
eru í rauninni að fylgja jarðhitanum
upp í gegnum jarðlögin á skalanum
einn á móti tvö hundruð – og enda
í borholuhúsi … og svo auðvitað í
sundi,“ segir Brynhildur.
Þrískipt og þematengd
Sýningin er þrískipt og þematengd.
„Að læra er fyrsta þemað. Þar sýnum
við sundlaugar frá fyrri hluta 20.
aldar þar sem áherslan var á að læra
að synda og þrífa sig,“ segir Valdi-
mar. „Annað þemað er að leika.
Sundlaugarnar verða staður þar sem
fólk fer til að leika, njóta sín og hitta
aðra. Vesturbæjarlaugin markar
tímamót þegar hún er opnuð 1961,
þar verður útisvæðið aðalmálið með
barnalauginni og heitum pottum.
Eftir það eru allar nýjar laugar
byggðar með stóru útisvæði með
áherslu á potta, en gamlar laugar
fengu félagsskap af nýjum pottum.
Sundlaugin verður almannarými
þar sem fólk hittist og dvelur saman.
Þriðja þemað er að njóta, tilboð
sem einkennir baðmenninguna í
vaxandi mæli á síðustu árum. Þar
lýsum við „spa-væðingu“ sund-
lauganna þar sem heitu pottarnir
verða fyrirferðarmeiri, eimböðin
bætast við sánurnar og nudd-
stútarnir dreifa sér eins og sveppa-
sýking með baknuddi, herðanuddi,
fótanuddi. Sundlaugarnar eru
þarna komnar í samtal við nýju
lúxusböðin, Bláa lónið og aðra
staði, sem sjálfir fengu innblástur
frá sundmenningunni en gera út á
nautnina frekar en sundið og höfða
aðallega til ferðamanna.“
Merkileg saga
Á sýningunni má sjá mikinn fjölda
forvitnilegra ljósmynda og nokkrar
kvikmyndir um sundlaugamenn-
ingu. „Við erum svo með sýnishorn
af sundbolum frá starfandi fata-
hönnuðum, en í Vesturbæjarlaug
voru á sínum tíma tískusýningar á
sundbolum,“ segir Brynhildur. „Við
létum líka smíða bekki sem eru eins
og heitir pottar og þar eru hljóðleið-
sagnir þar sem heyra má fólk segja
frá reynslu sinni, reglum og rútínum
í sundi og einnig „hljóðsturtur“
þar sem sundgestir ræða um nekt
og hreinlæti.“ Hún bætir við: „Það
koma mörg svið hönnunar við
sögu í sundlaugamenningu en fyrst
og fremst skoðum við sundið sem
samfélagshönnun, því laugarnar
hafa mótað samfélag og menningu
fólksins í landinu í meira en öld – og
þetta er ótrúlega merkileg saga sem
sýningin gerir skil.“
Sýningin er unnin í samstarfi
Hönnunarsafnsins við Háskóla
Íslands. Hún byggir á rannsóknar-
samstarfi Valdimars við þá Örn D.
Jónsson og Ólaf Rastrick sem og
rannsóknum þjóðfræðinganna
Katrínar D. Guðmundsdóttur, Katr-
ínar Snorradóttur, Ólafs Ingibergs-
sonar og Sigurlaugar Dagsdóttur.
Frítt er inn á sýninguna allan
febrúarmánuð. n
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
kolbrunb@frettabladid.is
Löng helgi #2 stendur yfir á Hótel
Hafnarfjalli við Borgarnes og lýkur
klukkan 17.00 á sunnudaginn 30.
janúar. Hún er annar þáttur í röð
samsýninga en fyrsti hluti hennar
átti sér stað á Oddsson hosteli við
Hringbraut síðastliðið haust.
Staðsetning Langra helga á
yfirgefnum, afviknum eða tíma-
bundið lokuðum gistiheimilum er
afgerandi undirtónn verkanna sem
mynda marglaga og hugvekjandi
tengsl sín á milli í nánu samtali við
sýningargestinn. Þátttakendur eru
Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eygló
Harðardóttir, Freyja Eilíf, Gígja
Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Logi
Bjarnason, Logi Leó Gunnarsson,
Margrét Helga Sesseljudóttir, Serge
Comte, Sólbjört Vera Ómarsdóttir,
Una Björg Magnúsdóttir, Una Mar-
grét Árnadóttir og Örn Alexander
Ámundason. n
Löng helgi við Borgarnes
Sýningunni Löng helgi lýkur klukkan
17.00 á sunnudaginn. MYND/AÐSEND
Hún er annar þáttur í
röð samsýninga.
Hann keypti mynd-
irnar hér á landi.
36 Menning 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 29. janúar 2022 LAUGARDAGUR