Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 43
VILTU UPPLIFA
STEMNINGUNA
Í FRÍHÖFNINNI?
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ NJÓTA SUMARSINS MEÐ OKKUR
Við leitum að góðum liðsfélaga með jákvæðnina í fyrirrúmi. Við veitum framúr-
skarandi þjónustu og erum sveigjanleg þegar á reynir. Til að vera hluti af okkar
teymi í sumar þarftu að hafa gott vald á íslensku og ensku ásamt því að geta unnið
undir álagi.
Ef þú heldur að þú smellpassir inn í hópinn okkar og ert 20 ára eða eldri, ekki hika
við að sækja um! Starfstímabil er frá maí til ágúst. Unnið er í vaktavinnu.
Verslun: Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini ásamt áfyllingum í verslunum.
Lager: Almenn lagerstörf.
Við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi, góða þjálfun og góðan
starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og
allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum
meðan það er í starfi hjá Fríhöfninni. Við bjóðum upp á
fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.
Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2022.
Nánari upplýsingar á: dutyfree.is
V
O
R
A
R
Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að leiða ráðgjöf á sviði sjálfbærni í okkar öfluga hópi.
Umsækjandi þarf að hafa brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem tengist sjálf
bærri þróun í hönnun og mannvirkjagerð. Verkefnin okkar eru víða um heim, því er mikilvægt að
umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
Leiðtogi sjálfbærni tekur þátt í ráðgjöf á sviði sjálfbærni. Hann ber jafnframt ábyrgð á þróun
málaflokksins í daglegri starfsemi Verkís og stýrir þverfaglegu teymi hönnuða á sviði skipulags,
orku, innviða og mannvirkja gerðar. Leiðtogi sjálfbærni vinnur með öðrum stjórnendum að miðlun
þekkingar til starfsfólks og tekur þátt í verkefnaöflun og tilboðsgerð.
VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
Verkís veitir trausta ráðgjöf sem styður við upp
byggingu sjálfbærra samfélaga. Við höfum mikla
þekkingu á sviði vistvænnar hönnunar og erum
leiðandi á heimsvísu þegar kemur að grænni
orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Við byggjum
upp sjálfbær samfélög víða um heim með því að
hafa sjálfbærni alltaf í huga við ákvarðanatöku –
allt frá fyrstu hugmynd til förgunar.
Fagleiðtogi sjálfbærni
Nánari upplýsingar veitir
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2022. Sótt er um á umsokn.verkis.is
Hæfniskröfur
• Próf í sjálfbærni, verkfræði, umhverfisfræði eða annað
háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Víðtæk þekking á vistvænni hönnun
• Þekking á kröfum, stöðlum og reglum er varða sjálfbærni
• Kunnátta í lífsferilsgreiningum og greiningu lífsferilskostnaðar
• Reynsla af stjórnun verkefna er nauðsynleg
• Mikil hæfni í að miðla þekkingu og reynslu
• Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
• Góð samskiptahæfni
Sæktu um með
QR kóðanum