Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 47
Fjölbreytt störf hjá leiðandi
þekkingarfyrirtæki
Nánari upplýsingar um störfin og hæfniskröfur
má finna á vef félagsins og er umsóknarfrestur
til og með 6. febrúar.
Sótt er um störfin á kpmg.is
Sérfræðingur
á fjármálasviði
Við leitum að öflugum og fram-
sæknum einstaklingi í greiningar,
þróun og sjálfvirknivæðingu á lykil-
ferlum á sviði fjármála hjá KPMG.
Viðkomandi mun fá tækifæri til þess
að vera eigandi viðskiptagreindar-
kerfis (BI), sjá um áætlunargerð
KPMG í samráði við stjórnendur,
sinna ýmsum greiningum og vinna
í spennandi stefnumótunar- og
umbóta verkefnum.
Sérfræðingur í
viðskiptagreind
Við leitum að fjölhæfum einstaklingi
til að styrkja viðskiptagreindarteymi
KPMG enn frekar. Ef þú hefur reynslu
af notkun viðskiptagreindartóla, getur
umbreytt gögnum í verðmætar upp-
lýsingar, býrð yfir tæknilegri þekk-
ingu og hæfni, og langar í fjölbreytta
og skemmtilega vinnu þá gæti þetta
verið áhugavert starf fyrir þig.
Gæðaeftirlit og
innri endurskoðun
Við leitum að reyndum einstaklingi
til þess að prófa verkferla og eftirlit
í tengslum við innleiðingu á alþjóð-
legum gæðastaðli um endurskoðun,
ISQM1. Til að byrja með verður ráðið
í starfið til eins árs og það er óháð
staðsetningu en einstaklingurinn
verður mikilvægur partur af norrænu
samstarfi KPMG.
KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á sjálfbærni og býður upp á frábær tækifæri til
starfsþróunar og fræðslu, samkeppnishæf laun, hlunnindi og sveigjanlegt vinnuumhverfi. Hjá
KPMG á Íslandi starfa rúmlega 270 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta
reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og
gerðum. Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir starfsfólki í fjölbreytt og spennandi störf.