Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 59
Sérstök óbyggðanefnd sem sett hefur verið til að annast
máls meðferð á grundvelli 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. laga nr.
58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóð lendna og afrétta (þjóðlendulaga), hefur til skoðunar
að taka 17 landsvæði til meðferðar. Ákvæðið heimilar
óbyggðanefnd að „taka til meðferðar svæði sem áður
hafa sætt meðferð hennar ef hún hefur í úrskurði gert
athugasemd við kröfugerð ráðherra“. Óbyggðanefnd tók
svæðin til meðferðar í júní 2020 og í janúar 2021 bárust
kröfur íslenska ríkisins vegna þeirra. Í október 2021 ákvað
nefndin að reglulegir nefndar menn skyldu víkja sæti við
málsmeðferðina vegna vanhæfis. Því var í desember 2021
sett sérstök óbyggðanefnd til að annast málsmeðferðina.
Sérstök óbyggðanefnd hefur ákveðið að hverfa frá þeirri
máls meðferð sem óbyggðanefnd hafði áður stofnað til
og hyggst skoða að nýju hvort taka beri land svæðin til
meðferðar en ljóst þykir að einungis komi til álita umrædd
17 svæði. Til að stuðla að því að öllum sem kunna að hafa
athugasemdir við mögulega töku til meðferðar gefist kostur
á að koma sjónarmiðum á framfæri áður en framhaldið er
ákveðið er nú auglýst að þetta sé til skoðunar.
Hér með er þeim sem kunna að hafa athugasemdir
við að svæðin sem tilgreind eru hér á eftir verði
tekin til meðferðar hjá sérstakri óbyggðanefnd gef
inn kostur á að koma sjónarmiðum þar að lútandi
skriflega á framfæri í síðasta lagi 18. febrúar 2022
við skrifstofu óbyggðanefndar, Skuggasundi 3, 101
Reykjavík, postur@obyggdanefnd.is.
Á þessu stigi er einungis kallað eftir sjónarmiðum um laga
legan grundvöll málsmeðferðarinnar en ekki kröfu lýsingum
eða öðru sem varðar möguleg eignar rétt indi. Við ákvörðun
um framhaldið leggur nefndin einnig mat á þýðingu sjónar
miða sem þegar hafa komið fram af hálfu mögulegra rétt
hafa og varða grundvöll málsmeðferðarinnar.
Á vefsíðunni www.obyggdanefnd.is/serstok eru nánari
upp lýsingar og viðkomandi hlutar af úrskurðum óbyggða
nefndar en svæðin eru: 1. Svæði við vesturmörk Skriðu
klausturs; 2. svæði við vesturmörk Valþjófsstaðar; 3. nyrsti
hluti Grímólfsártungu; 4. Kverkártunga; 5. svæði við
norður mörk þjóðlendunnar afréttar Torfufells, Hólsgerðis
og Úlfár; 6. svæði við norðurmörk þjóðlendunnar Vask
ár dals; 7. svæði við norðurmörk þjóðlendunnar Al
menn ings; 8. svæði við norðurmörk þjóðlendunnar
Bakka sels; 9. svæði við norðurmörk þjóðlendunnar Ey
vindar staðaheiðar; 10. svæði við norðurmörk þjóð lend
unn ar Hraunanna; 11. svæði við vesturmörk þjóðlend unn ar
Skrapatunguafréttar; 12. svæði við norðurmörk þjóð
lendunnar Skrapatunguafréttar; 13. svæði við norðurmörk
þjóðlendunnar Auðkúluheiðar; 14. svæði milli Kornsár
og Kleppukvíslar; 15. svæði við austurmörk Hítardals; 16.
svæði við norðausturmörk Svarfhóls; 17. svæði austan og
sunnan Drangajökuls.
Tilkynning
frá sérstakri óbyggðanefnd
kopavogur.is
Leikskólastjóri
óskast í Álfaheiði
Í leikskólanum Álfaheiði eru 79 börn á aldrinum eins til fimm ára og við skólann starfar reynslumikill og
skemmtilegur hópur fagfólks. Faglegt starf í leikskólanum er mjög öflugt og leikskólinn er m.a. í farar-
broddi í innleiðingu á réttindaskóla UNICEF.
Einkunnarorð leikskólans eru: deilum gildum okkar til að skapa betri heim.
Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað í Kópavogi í nálægð við skemmtilegt útivistarsvæði, en útivera
og umhverfismennt er mikilvægur þáttur í starfinu.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for-
ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og menntasvið.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og
menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2022. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
kopavogur.is
Spennandi tækifæri fyrir
metnaðarfullan leiðtoga
Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólastjóra
Efstihjalli er 5 deilda leikskóli í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð.
Leikskólinn er fjölmenningarskóli með tæplega 40% barna með annað móðurmál en íslensku. Unnið er að
allsherjar viðhaldi og endurbótum á húsnæði leikskólans sem verður lokið í maí. Útileiksvæði skólans er
nýuppgert.
Kópavogsbær er barnvænt samfélag sem er í stöðugri þróun og staða leikskólastjóra við Efstahjalla er
tækifæri fyrir áhugasaman leikskólastjóra með framsæknar hugmyndir og faglegt frumkvæði til að þróa
áfram metnaðarfullt starf með börnum og öflugum starfsmannahóp.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega forystu
og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og menntasvið.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis-
og menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2022. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí 2022 eða eftir
nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar https://kopavogur.alfred.is/
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð.
Erum við
að leita að þér?
ATVINNUBLAÐIÐ 25LAUGARDAGUR 29. janúar 2022