Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 54
Skóla- og frístundasvið
Leikskólastjóri – Borg
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra Borgar lausa til umsóknar.
Borg er sex deilda leikskóli í Breiðholti í Reykjavík með starfsleyfi fyrir 110 börn. Starfsstöðvar leikskólans eru tvær, Fálka-
borgarhús og Arnarborgarhús. Leikskólinn er staðsettur í Bakkahverfi og stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúru-
svæði. Í leikskólanum er lögð áhersla á faglegt og glaðlegt leikskólastarf þar sem félagsfærni, sjálfsefling, málörvun og fjöl-
menning er í hávegum höfð. Einkunnarorð okkar í leikskólanum Borg eru „Virðing, ábyrgð og umhyggja“. Við í leikskólanum
Borg höfum fengið styrkúthlutun vegna spennandi þróunarverkefnis sem ber heitið Það þarf þorp. Verkefnið felst í því að allt
skóla- og frístundastarf í Bakkahverfi vinnur að sameiginlegu markmiði um að efla félagsfærni og kenna sjálfseflingu hjá börn-
unum í hverfinu. Verkefnið er unnið með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 að leiðarljósi.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf
í Borg. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leik-
skólanum. Starfshlutfall 100% ótímabundin ráðning frá 1. maí 2022.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem
leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.
Nánari upplýsingar:
Sótt er um starfið á starfasíðu Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2022.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Helga Pálmadóttir í síma 411-1392 og tölvupósti elisabet.h.palmadottir@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og
stefnu Reykjavíkurborgar.
• Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
• Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og
starfsmenn.
• Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og um-
bótaáætlunum.
• Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
• Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.
Hæfniskröfur
• Leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla-
stigi.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Íslenskukunnátta á stigi B1 skv. skilgreiningu evrópska
tungumárammans skilyrði.
• Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
• Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði.
Fríðindi í starfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar eru m.a. bókasafnskort og frítt á söfn með
menningarkortinu, heilsuræktarstyrkur, samgöngustyrkur/strætókort og frítt í sund með ÍTR kortinu.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skólaritari og launafulltrúi
Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa
ritara í 65% starf frá 1. mars 2022.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn skrifstofustörf.
- Umsjón með reikningshaldi.
- Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi.
Hæfnikröfur
- Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking
æskileg.
- Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur.
- Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði.
Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og
meðmæli tveggja aðila.
Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi.
Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra
morgna í mánuði kl. 8:00 - 12:00 (eða eftir samkomulagi).
Kjör eru samkvæmt kjarasamningi FOSS.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2022.
Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-9687 / helga@tonar.is
eða aðstoðarskólastjóra í síma 864-1235 / joi@tonar.is, sem einnig
taka á móti umsóknum.
Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum
landsins með starfsemi á 14 kennslustöðum í sýslunni.
Fjöldi nemenda er um 575 og starfa 39 kennarar við skólann.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.tonar.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is