Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 54

Fréttablaðið - 29.01.2022, Síða 54
Skóla- og frístundasvið Leikskólastjóri – Borg Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra Borgar lausa til umsóknar. Borg er sex deilda leikskóli í Breiðholti í Reykjavík með starfsleyfi fyrir 110 börn. Starfsstöðvar leikskólans eru tvær, Fálka- borgarhús og Arnarborgarhús. Leikskólinn er staðsettur í Bakkahverfi og stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúru- svæði. Í leikskólanum er lögð áhersla á faglegt og glaðlegt leikskólastarf þar sem félagsfærni, sjálfsefling, málörvun og fjöl- menning er í hávegum höfð. Einkunnarorð okkar í leikskólanum Borg eru „Virðing, ábyrgð og umhyggja“. Við í leikskólanum Borg höfum fengið styrkúthlutun vegna spennandi þróunarverkefnis sem ber heitið Það þarf þorp. Verkefnið felst í því að allt skóla- og frístundastarf í Bakkahverfi vinnur að sameiginlegu markmiði um að efla félagsfærni og kenna sjálfseflingu hjá börn- unum í hverfinu. Verkefnið er unnið með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 að leiðarljósi. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Borg. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leik- skólanum. Starfshlutfall 100% ótímabundin ráðning frá 1. maí 2022. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Nánari upplýsingar: Sótt er um starfið á starfasíðu Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/storf Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2022. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Frekari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Helga Pálmadóttir í síma 411-1392 og tölvupósti elisabet.h.palmadottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og um- bótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Hæfniskröfur • Leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla- stigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Íslenskukunnátta á stigi B1 skv. skilgreiningu evrópska tungumárammans skilyrði. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Fríðindi í starfi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar eru m.a. bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu, heilsuræktarstyrkur, samgöngustyrkur/strætókort og frítt í sund með ÍTR kortinu. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skólaritari og launafulltrúi Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa ritara í 65% starf frá 1. mars 2022. Helstu verkefni og ábyrgð - Almenn skrifstofustörf. - Umsjón með reikningshaldi. - Skólaritari er jafnframt launa- og persónuverndarfulltrúi. Hæfnikröfur - Auk stúdentsprófs er bókhaldsnám eða bókhaldsþekking æskileg. - Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta. - Reynsla af launaforritinu H-laun er kostur. - Lipurð í mannlegum samskiptum, samviskusemi og frumkvæði. Með umsókn fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu og meðmæli tveggja aðila. Skólaritari starfar í húsnæði tónlistarskólans Eyravegi 9, Selfossi. Fastur starfstími skólaritara er kl. 12:00 – 16:00 auk fjögurra morgna í mánuði kl. 8:00 - 12:00 (eða eftir samkomulagi). Kjör eru samkvæmt kjarasamningi FOSS. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2022. Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-9687 / helga@tonar.is eða aðstoðarskólastjóra í síma 864-1235 / joi@tonar.is, sem einnig taka á móti umsóknum. Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 14 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 575 og starfa 39 kennarar við skólann. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.tonar.is Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.