Fréttablaðið - 29.01.2022, Page 63

Fréttablaðið - 29.01.2022, Page 63
Þetta er sorgleg staða að við Íslend- ingar, sem erum einna fremst í grænni orku, þurfum að grípa til þessara ráðstafana. Sunna Björg HS Orka er nú í miðri upp- byggingu á stækkun Reykja- nessvirkjunar. Fyrirhugað er að stækkunin muni fela í sér aukningu á framleiðslu raforku sem nemur allt að 30 megavöttum. Rannsóknir og þróun verkefnisins hófust 2009 og hafa verið sam- fellt í gangi þar til framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2021. Vonast er til að þessi aukna framleiðsla komi inn á netið í kringum næstu áramót. „Umhverfisáhrif af fram- kvæmdunum eru nánast engin, en hugmyndafræðin er sú að fullnýta þá orku og þá vökva sem eru tekin úr jörðinni. Í stað þess að bora nýjar holur erum við að þróa nýja leið til að áframnýta auðlindirnar sem við erum að vinna með,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, for- stöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Enn orka í vökvanum „Jarðsjórinn sem við borum eftir fyrir Reykjanesvirkjun er 270°C heitur og gufan er notuð til þess að framleiða 100 MW af rafmagni með tveimur háþrýstitúrbínum,“ segir Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs HS Orku. „Eftir þetta er enn heilmikil orka eftir í vökvanum sem er nú um 200°C. Með tækniþróun er nú hægt að nýta þann vökva enn frekar,“ segir hún. „En fyrst þurfti til verkfræðilegar úrlausnir til þess að fjarlægja útfellingar, eins og til dæmis kísil, úr vatninu áður en orkan er nýtt,“ segir Jóhann. Ný innlend lausn „Við notum lágþrýstitúrbínu til að fullnýta orkuna úr vökvanum sem fellur til úr háþrýstitúrbínunum tveimur. Þróunarverkefnið var unnið af sérfræðingum og verk- fræðingum HS Orku ásamt ýmsum sérfræðingum í jarðhitakerfum, og er að okkar vitneskju eina verk- efnið í heiminum sem notar þessa tæknilausn,“ segir Sunna. „Í flestum virkjanafram- kvæmdum á Íslandi hefur verið fyrir fram skilgreindur kaupandi að meginþorra raforkunnar áður en lagt er af stað en þannig var það ekki í þessu tilviki. Við vissum að þörf yrði á þessari raforku og við vildum eiga orku fyrir framtíðar- tækifæri í Auðlindagarðinum. Þegar verkefnið hófst var eftir- spurnin eftir rafmagni ekki sú sama og er í dag og í raun eitthvað sem við skilgreindum sem tíma- bundna niðursveiflu í eftirspurn. Orkufyrirtækin önnuðu eftir- spurn fyrirtækja og heimila eftir rafmagni og það var umframorka í kerfinu, nokkuð sem er fjarri stöðunni í dag eins og við sjáum í fréttum. Í mörg ár hafa orkufyrir- tækin dansað á línunni og fram- boð og eftirspurn verið í óþægi- legu jafnvægi, sem orsakar að lítið svigrúm er til að taka við nýjum tækifærum sem er nóg af í dag,“ bætir Jóhann við. Framboð og eftirspurn Að sögn Jóhanns er eftirspurnin orðin meiri á Íslandi í dag en framboð orkuveranna. „Umtals- verðar skerðingar eru í gangi hjá loðnubræðslunum og búið er að tilkynna um skerðingar hjá fjar- varmaveitum í sveitarfélögum á köldum svæðum. Sömuleiðis er álverð og annað hrávöruverð í sögulegu hámarki sem ýtir undir eftirspurn þessara aðila sem eru stærstu orkunotendur landsins. Hvað gerist þegar ekki er nægt raf- magn á kerfinu? Jú. Þá er lausnin að brenna olíu. Árið 2022 er fyrir- séð að gríðarlegu magni af olíu verði brennt í beinu orsakasam- hengi við raforkuskort í landinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa mörg hver lagt mikla fjármuni í að byggja upp bræðslustarfsemi á raf- magnskötlum í stað olíubrennslu. Nú mun þessi langstærsta loðnu- vertíð í manna minnum þurfa að fara nánast alfarið fram á olíu,“ segir Jóhann. „Þetta er sorgleg staða að við Íslendingar, sem erum einna fremst í grænni orku, þurfum að grípa til þessara ráð- stafana,“ segir Sunna. „Það er flókið og tímafrekt að koma nýju orkuveri af stað. Við erum með slík verkefni í bígerð hjá okkur en leggjum núna megináherslu á að auka nýtnina í starfandi orkuverum. Það segir sig sjálft að í þessum bransa þarf að vera borð fyrir báru svo hægt sé að sinna eftirspurninni til framtíðar og takmarka skerðingar í kerfinu,“ segir Sunna. „Allri þeirri orku sem við látum til viðskiptavina okkar á almennum markaði fylgja upprunabréf sem tryggja að hún er vottuð græn og endurnýjanleg enda hefur krafa markaðarins færst hratt í þá átt,“ bætir Jóhann við. Skammgóður vermir „Í Svartsengi stendur til að skipta út eldri búnaði fyrir nýjan og auka afkastagetu og nýtni. Þannig náum við að auka framleiðslugetu orkuversins úr 75MW í 85MW. Við hefðum getað stækkað enn frekar en þá hefði verkefnið þurft að fara í gegnum rammaáætlunarferlið sem hefði seinkað verkinu umtalsvert og aukið á óvissu. Við stefnum á því að hefja verkefnið í haust eða í sumar,“ segir Jóhann. HS Orka rekur, ásamt Svartsengi og Reykjanesvirkjun, vatnsaflsver- ið í Biskupstungum sem framleiðir um 9,9MW. „Einnig höfum við gert langtímasamning við fjórtán smá- virkjanir víða um land og fáum þar samtals 25MW inn á kerfið til viðbótar,“ segir Jóhann. „Við finnum fyrir auknum áhuga innlendra og erlendra aðila í vetnisframleiðslu. Ísland hefur tækifæri til þess að vera algerlega sjálfbært um raforku. En ef við ætlum að klára orkuskiptin er fyrirséð að meira þarf til. Þessi 30 MW sem við erum að stækka við okkur núna munu duga skammt því raforkuaukning í landinu á almennum markaði án nokkurrar stóriðju eykst um 10-15 MW á hverju ári. Þetta er samfélagið að vaxa. Meginfókusinn núna er á HS Orka eykur framleiðslugetu um 30 MW Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Tækni- sviðs HS Orku, segir það mikil- vægt að vera með vaðið fyrir neðan sig í orku- bransanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK HS Orka byrjaði sem hitaveitu- lausn fyrir Suðurnesin. Í dag hefur starf- semin þróast og stækkað. verkefnin í Reykjanesvirkjun og í Svartsengi. En í þessum bransa er mikilvægt að horfa fram í tímann. Næstu kostir sem við sjáum fram á að nýta eru til dæmis í Krýsuvík,“ segir Sunna. Auðlindagarðurinn HS Orka er stærsti orkufram- leiðandinn í einkaeigu á Íslandi og var upphaflega stofnað sem Hitaveita Suðurnesja árið 1974 af nærliggjandi sveitarfélögum. Markmiðið var að hitaveituvæða Suðurnesin. „Eitt af grunnverk- efnum HS Orku er ennþá það, að veita heitu vatni um þetta svæði,“ segir Sunna. „Raforkan var fyrsta aukaafurðin úr þessu verkefni og síðan hefur framleiðslan aukist, virkjanir stækkað og starfsemin í kring,“ segir Jóhann. HS Orka er í gjöfulu samstarfi við ýmis fyrirtæki sem hafa byggst upp í kringum Reykjanesvirkjun og Svartsengi með tilkomu Auð- lindagarðsins. „Við erum með við- skiptavini með raforku út um allt land. Okkar vinnsla gefur þó ýmis- legt annað af sér sem áður hefði verið talið úrgangur. Auðlinda- garðurinn byggir á hugmynda- fræði um fullnýtingu afurða, samfélagi án sóunar. Ekkert sem fellur til við framleiðslu er álitið úrgangur, heldur sem auðlind. Skýrt dæmi um þetta er Bláa lónið sem nýtir jarðsjóinn sem fellur til við Svartsengi. Þá notar fyrirtækið kísil í snyrtivörulínur sínar og kol- tvísýring og gufu í þróunarsetrinu sínu. Ef ekki væri fyrir orkuverið í Svartsengi, þá væri ekkert Blátt lón,“ segir Jóhann. „Carbon Recycling er einnig í Auðlindagarðinum. Verksmiðja þeirra er einnig við orku- verið í Svartsengi. Þar er framleitt metanól úr kolsýru (CO2) og öðru sem fellur til hjá okkur. Fyrirséð er að metanól spili stórt hlutverk í orkuskiptum í heiminum þegar kemur að stórum farartækjum eins og skipum og flugvélum. Nú þegar er Maersk að láta smíða sex skip fyrir sig sem eru keyrð á metanóli,“ segir Sunna. „Stolt Seafarm í Auðlindagarð- inum notar 35°C heitan tandur- hreinan sjó sem við notum til að kæla niður vélarnar okkar. Þau blanda heita sjóinn með köldum uns hitastigið nær 21 gráðu, kjöraðstæðum fyrir eldi á Senegal flúru, sem er vinsæll Miðjarðar- hafsfiskur. Þarna geta þau fram- leitt flúruna við bestu mögulegu aðstæður á landi,“ segir Sunna. „Hér er um að ræða nýtingu á afurð sem við værum almennt að skila ónýttri aftur út í sjó. Annað nýlegt dæmi er samningur Samherja fiskeldis á stærsta laxeldi á landi í heimi á Reykjanesi. Þar verður þessi sjór nýttur til ræktunar á laxi, en með því að framleiða lax við 12-13°C hita í stað 8°C, eykst vaxtarhraði fisksins sem eykur á hagkvæmni,“ bætir Jóhann við. Auðlind fyrir fólkið „Auðlindagarðurinn er einn stærsti þátturinn í því að svæðið náði sér eftir hrunið 2008. Við létum vinna skýrslu um efnahags- legan ávinning Auðlindagarðsins árið 2014 og svo kynntum við hugmyndina ári síðar. Á þessum tíma var lítill vöxtur á svæðinu og ferðaþjónustan var ekki sprungin út. Þetta var því eini vaxtar- broddurinn á svæðinu á sínum tíma. Störfin sem hafa myndast í kringum okkar starfsemi á Reykjanesi, beint og óbeint, eru um 1.800 talsins, þegar mest var og þá eru ótalin afleidd störf eða tímabundin störf t.d. í kringum byggingu virkjana. Miðað við íbúafjölda Reykjanesskaga sem er um 27.000 íbúar, þá er þetta afar há prósenta og ljóst að okkar vera hefur gríðarleg jákvæð áhrif á sam- félagið allt,“ segir Jóhann. n Nánari upplýsingar á hsorka.is. kynningarblað 7LAUGARDAGUR 29. janúar 2022 ORK A ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.