Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 61
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 25. janúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að breyttu deiliskipulagi. Hörðuvellir – Tröllakór. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. Tillaga að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulags- svæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla m.s.br. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 13. janúar 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hörðuvellir. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag þriðja áfanga Arnarnesvegar. Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðabyggð við Desjakór. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla m.s.br. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 17. janúar 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vatnsendahvarf – athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjálst. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónustu- rými inni í þeim tölum. Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 dags. 17. janúar 2022 Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vatnsendahvarf – athafnasvæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs – afhafnasvæði m.s.br. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 dags. 17. janúar 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillögurnar er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 16. mars 2022. Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi. kopavogur.is Auglýsing um breytt deiliskipulag í Kópavogi. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Mountain lagoon í Hveradölum, baðhús og baðlón Hveradalir ehf. hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar umhverfismatsskýrslu um baðhús og baðlón í Hveradölum í Sveitarfélaginu Ölfusi. Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar hjá Skipulagsstofnun frá 31. janúar til 14. mars. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14. mars til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. ÚTBOÐ Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búnings- klefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH. Verktími er frá 1. mars 2022 til 28. apríl 2023. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.200 m3 Steypumót 1.400 m² Steypustyrktarstál 10.000 kg Steinsteypa 190 m3 Kerfisloft 260 m² Málun 600 m² Flísalögn samtals 600 m² Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 1. febrúar n.k. Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið avh@avh.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 22. febrúar og verða tilboðin opnuð kl. 13:30 sama dag í ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun tilboða á fjarfundi óski þeir þess. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. ATVINNUBLAÐIÐ 27LAUGARDAGUR 29. janúar 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.