Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 26
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Við hjónin kynntumst Osteo­ Strong erlendis fljótlega eftir að við fluttum aftur til Íslands fyrir rúmum fimm árum. Þá höfðum við búið í spænskri sveit í nokkur ár. Það var dásamlegt að búa í sveitinni og lífsgæðin töluverð. Leiguverð lágt, leikskólinn frír, gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að sjálfsögðu nóg af sól,“ segir Örn Helgason, annar eigandi og stjórnarformaður OsteoStrong. „Á Spáni rak ég stærsta sláturhús og kjötvinnslu landsins í nauta­ kjöti. Við veltum 23 milljörðum á ári. Ég var með 230 manns í vinnu og við seldum kjöt til 17 landa. Á þeim tíma sem ég var þarna þrefölduðum við afkastagetuna, bættum framleiðni og nýtni á hráefni svo um munaði þannig að við náðum samkeppnisforskoti á markaði og höfðum því ekki undan að framleiða til ánægðra viðskiptavina,“ segir hann en segja má að árangur í starfi fylgi þeim hjónum. Er svona mikið að gera? „Þegar ég var að lenda á Íslandi skildi ég ekkert í því hvað það var rosalega mikið að gera hjá öllum. Það tók samt mjög stuttan tíma að læra það og áður en ég vissi af vorum við hjónin farin að stofna fyrirtæki, æfa skíði með börn­ unum og synda reglulega í sjónum. Þegar við stofnuðum Osteo­ Strong vorum við fimmta landið í heiminum sem bauð upp á þessa þjónustu. Nú hefur heldur betur bæst í þann hóp, OsteoStrong er meðal annars alls staðar í Skand­ inavíu og í dag hafa um 6.400 manns prófað æfingar hjá Osteo­ Strong á Íslandi. Vikulega koma svo um 500 meðlimir í ástundun í Hátún 12.“ Brennið bátana „Það er sagt vera gamalt her­ kænskubragð að „brenna bátana“ og þessi lína hefur líka verið notuð til þess að hvetja stjórnendur og frumkvöðla til þess að leggja allt sem þeir eiga í ævintýrin sem þeir ráðast í. Þannig leggi þeir meira á sig því það er ómögulegt að hörfa. Það má segja að þetta eigi vel við nálgun okkar varðandi OsteoStrong. Verkefnið er rosalega spennandi, ekki síst af því að við náum að vinna og verja okkar tíma saman með sameiginleg markmið fyrir vinnuna, börnin og okkur sjálf. Svana er líka svo skemmtileg, við vinnum vel saman og vegum hvort annað upp. Við erum búin að vera spennt fyrir OsteoStrong frá því við kynntumst því fyrst og sífellt meira eftir því sem líður á og árangursögum meðlima okkar fjölgar.“ Alltaf hugsað eins og eigandi „Það eru að sjálfsögðu mikil við­ brigði að fara úr stórum stjórnun­ arstöðum með mikil mannaforráð og annarra manna verðmæti að baki, en ég hef alltaf unnið öll verk samviskusamlega eins og ég væri eigandinn og hvergi veigrað mér við að taka til hendinni. Þar sem mikið af starfinu hjá OsteoStrong er enn í þróun og okkur langar að geta þjónustað sem flest svæði sem fyrst þá fjárfestum við allt aftur inn í fyrirtækið og gerum flest sjálf sem þarf, fyrir utan daglega þjónustu, en það gerir starfið líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt.“ Frá slökkvitækjum í framkvæmdastjóra „Mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að þurfa að byrja á byrjuninni. Mörg­ um finnst skemmtileg sagan af því þegar að ég var að selja auglýsingar á strætisvagna til fyrirtækja. Ég fór til Securitas og seldi nokkrar birt­ ingar til þeirra. Þeir buðu mér að gera átak í sölu slökkvitækja sem á þeim tíma var svona vandræða­ vara. Eitt leiddi af öðru og innan skamms var ég kynningarstjóri hjá þeim, fastráðinn sölumaður og fljótlega framkvæmdastjóri sölu­ og markaðssviðs.“ Góður hópur „Það eru frábærir hlutir að gerast hjá OsteoStrong og okkur hefur tekist að fá til liðs við okkur góðan hóp af starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn sem gerir þetta líka enn gleðilegra. Það var ekkert einfalt að fá gott fólk í byrjun enda hug­ myndin óþekkt en núna hrúgast inn umsóknir frá frábærum, yndislegum og kraftmiklum ein­ staklingum. Það er mjög verðmætt. Saman vinnum við að góðri upp­ lifun fyrir meðlimi okkar sem eru allt frá íþróttafólki að eldra fólki sem hefur ekki getað hreyft sig í lengri tíma.“ OsteoStrong stækkar „Um miðjan febrúar opnum við aðra stöð OsteoStrong í Ögur­ hvarfi 2. Hún gerir fleirum kleift að sækja til okkar sína þjálfun. Stöðin verður hin glæsilegasta sem hjálpar til við enn betri upplifun. Það hefur komið okkur skemmti­ lega á óvart hvað það er strax orðin mikil ásókn í þá stöð og við erum þakklát fyrir það. Það er alltaf áskorun að stækka fyrirtæki en þessi breyting ætti að bæta þjónustu fyrir alla.“ Vill að OsteoStrong sé griðastaður „Upphaflega stofnuðum við OsteoStrong til þess að búa til griðastað með uppbyggingu fyrir annað fólk, ekki sérstaklega fyrir okkur sjálf. Fyrir OsteoStrong var ég þó búinn að vera með lélegt hné í tólf ár og þurfti að hlífa því til þess að misbjóða því ekki, til dæmis með því að sleppa bringusundi (sem ég var mjög góður í) og hlaupum. Einnig var ég með bak sem ég þurfti endalaust að taka tillit til eins og að vanda í hvaða stellingu ég svaf. Nú er bakið sterkt og ég get gert allt sem mig langar til að gera, þetta gerðist strax eftir aðeins fimm mánuði í ástundun hjá Osteo­ Strong. Ég fann mjög mikinn mun á líkamsstöðunni, opnun brjóst­ kassans og hreyfanleika axla. Blóð­ sykurinn var líka hár og læknirinn farinn að nefna lyf. Honum náði ég niður fyrir mörk á níu mánuðum og er mjög góður í dag. Það er sagt að maður nái ekki að finna fyrir sannri hamingju nema að maður nái með orðum sínum og gjörðum að gefa af sér til annarra. Það eru forréttindi að vinna við það að hjálpa fólki að byggja sig upp og líða betur. Við fáum gleði­ legar árangurssögur á hverjum degi og það gerir langa vinnudaga svo miklu auðveldari.“ Meðlimir geta átt von á að: n Auka styrk n Minnka verki í baki og liða­ mótum n Lækka langtímablóðsykur n Auka beinþéttni n Bæta líkamsstöðu n Auka jafnvægi n Minnka líkur á álagsmeiðslum Frír prufutími „Við bjóðum upp á fría prufutíma á fimmtudögum. Það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar, en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálpað þeim,“ segir Örn. n OsteoStrong er í Hátúni 12, sunnan megin. Stöðin í Ögurhvarfi 2 opnar í febrúar. Prufutíma má bóka á osteo­ strong. is og í síma 419 9200. OsteoStrong er að bæta við sig stöðvum til að geta þjónað fleirum. Þau eru í Hátúni 12 og opna brátt í Ögurhvarfi. Nýja stöðin í Ögurhvarfi verður í glæsilegu húsnæði. Helgi Már Þórðarson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, varð hissa þegar hann fann hversu OsteoStrong breytti líðan hans til betri vegar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Æfingarnar taka stuttan tíma, aðeins 20 mínútur, en eru afar áhrifaríkar. Örn og Svana reka OsteoStrong og eru sífellt að stækka við sig. OsteoStrong er alls staðar í Skandin­ avíu og í dag hafa um 6.400 manns prófað æfingar hjá OsteoStrong á Íslandi. Vikulega koma svo um 500 meðlimir í ástundun í Hátún 12. Örn Helgason 2 kynningarblað A L LT 29. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.