Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 66
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Gagnheiði 35 | 800 Selfossi Sími 480 8500 / 860 2054 | raekto@raekto.is | raekto.is Jarðborar á ferðinni Vantar vatn eða varma? Borum eftir heitu og köldu vatni, varmadæluholur, rannsóknar- holur, metangasholur og sjóholur. Allt frá grunnum holum til djúpra og grannra til víðra. Erum með borverkefni í gangi víðsvegar um landið og mætum óskum verkkaupa um boranir hvar sem er. Endilega hað samband ef ykkur vantar holu. Áratuga reynsla við jarðboranir. Ísland er eyja sem kraumar og ólgar af orku, hvort sem það snýr að orkugjöfum til raforku og hitaveitna, eða hreinlega eldamennsku og náttúrubaða. thordisg@frettabladid.is Sigrún Erna, rúgbrauðsmeistari í Reykholti, notar orku landsins til að elda dýrindis rúgbrauð. „Ég ólst upp í Reykholti frá þriggja ára aldri til tvítugs, og flyt svo aftur heim árið 2014. Þá kvikn- aði áhugi á að baka brauð í Reyk- holtshvernum, eins og mamma gerði,“ segir Sigrún Erna sem kölluð hefur verið rúgbrauðsmeistari, því slíkt sælgæti er hverarúgbrauðið sem hún sýður í mjólkurfernum í bullandi heitum hvernum. „Ég var svo heppin að vera boðin þátttaka í ævintýrinu Sælkerarölt í Reykholti í hitteðfyrra, en að því standa nokkur frábær fyrirtæki hér í Reykholti. Sveitarfélagið hafði þá nýverið látið smíða veglegan pott hér uppi á holti, sem var til- valinn í rúgbrauðsbaksturinn,“ segir Sigrún, um tilurð þess að hún fór að baka brauð í hvernum fyrir gesti og gangandi. „Sælkeraröltið varð strax vinsælt og taldi ég mest 87 manns í einni göngunni. Upplifunin var frábær enda margt gott og gómsætt sem gestir gátu gætt sér á í þessari stuttu göngu um hverfið okkar. Þegar ég hafði tekið á móti fólkinu uppi við hver fór ég yfir í Friðheima og bauð þar upp á meira smakk. Erlendir ferðamenn sem heimsóttu Frið- heima fengu líka smakk af íslensku hverabrauði og voru viðtökurnar hreint ótrúlegar. Fólki fannst auðvitað magnað að brauðið væri bakað í fernum og heitri jarðgufu, en sumum þótti rúgbrauðið meira í ætt við köku,“ segir Sigrún. Ýmislegt matreitt í hvernum Það var góður vinur sem kom með slagorðið „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“ og það hefur hún notað í rúgbrauðsævintýri sínu við Reykholtshver. „Undirstaða rúgbrauðs er oftast sú sama: lyftiduft, salt og rúgmjöl, en sumir notast við vatn, mjólk eða súrmjólk, hvítan sykur eða púðursykur,“ segir Sigrún, sem notar súrmjólk og púðursykur í sína uppskrift. „Eini galdurinn við mitt rúg- brauð er íslensk orka og náttúra. Það er bara eitthvað mjög heillandi við það að baka brauð í hver og borða með miklu smjöri, eggi, síld eða reyktum silungi; ilmandi, heitt og nýkomið úr hvernum. Allir geta svo bakað rúgbrauð ef ég get það. Ég hef aldrei bakað brauð í ofni en þessi bakstursaðferð og útkoman er alls ekki síðri, að sögn þeirra sem hafa prófað hvort tveggja. Sjálf hef ég ekki prófað að baka neitt annað í pottinum en rúgbrauð, en hann er heilmikið notaður í alls konar bakstur og eldamennsku,“ upplýsir Sigrún. Best bakað í sólarhring Í fyrrasumar var Sigrún Erna fengin til að taka þátt í bæjar- hátíðinni Planet Laugarvatn, þar sem hún bakaði rúgbrauðið sitt í fernu og potti á jarðhitasvæði í sandinum við vatnið. „Þar fannst mér rúgbrauðið verða öðruvísi, en virkilega gott. Ég baka brauðið oftast nær í sólarhring. Það þarf að fylgjast með veðri og vindum, sem er mér ekki eðlislægt, því veður hefur aldrei skipt mig neinu máli. Ég er þeim góðu gæðum gædd að elska íslenska veðráttu, og veit að hvera- bakstur er óæskilegur ef mikil lægð er yfir landinu. Það kemur niður á bakstri brauðsins í pottinum. Vatnið sem rennur í pottinn er um 128 gráður, og ef kólnar mikið vill brauðið ekki bakast nógu vel. Ég finn líka mun á brauðinu ef ég hef það mikið lengur í hvernum en 24 klukkustundir, en ég vil hafa mitt brauð mjúkt og ljóst.“ n Orka Íslands galdurinn við rúgbrauðið góða Sigrún Erna segir veðurfarið líka hafa áhrif á baksturinn. MYNDIR/AÐSENDAR Rúgbrauðið hennar Sig- rúnar Ernu er bæði girnilegt og gómsætt, bakað í fernum í heitum hver. Sigrún segir orku landsins vera leynikrydd í brauðinu góða. Hér rýkur úr svæðinu við pottinn í Reyk- holti. 10 kynningarblað 29. janúar 2022 LAUGARDAGURORK A ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.