Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 60
Innkaupaskrifstofa Sími 411 1111 ÚTBOÐ Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Málun í hverfum 6 og 7 í fasteignum Reykjavíkurborgar, útboð 15405 • Málun í hverfum 8, 9 og 10 í fasteignum Reykjavíkurborgar, útboð 15406 • Múrverk 2022 í hverfum 6, 7, 8, 9 og 10 fasteignum Reykjavíkurborgar, útboð nr. 15408. • Dúklagnir 2022 í hverfum 6, 7, 8, 9 og 10 í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar, útboð 15407. Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Skaftafelli og Jökulsárlóni Um er að ræða tímabilið frá 1. apríl til 31. október 2022. Tilboðsfrestur er til klukkan 16:00 11. febrúar 2022. Einstaklingar jafnt sem lögaðilar eru hvattir til að bjóða í verkið. HEIMSMINJAR • W O R L D H ER ITAGE • PATRIMO IN E M O N D IA L • Vatnajökulsþjóðgarður Lifandi samspil elds og íss Samþykktur á heimsminjaskrá 2019 Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna Ítarlegri gögn er varða verkefnið (tilboðs lýsingu) og frekari upplýsingar veitir Hrafnhildur Ævarsdóttir (842-4372) fyrir Skaftafell og Steinunn Hödd Harðardóttir (842-4373) fyrir Jökulsárlón. Hafa má samband í síma og/eða senda tölvupóst á netföngin hrafnhildur.aevarsdottir@vjp.is eða steinunn.h.hardardottir@vjp.is. RARIK ohf. • www.rarik.is/utbod-i-gangi RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 22005 Forval fyrir strenglagnir 2022 Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vef RARIK www.rarik.is/utbod-i-gangi frá og með mánudeginum 31. janúar 2022. Skila þarf tilboðum til Verkís á netfangið jo@verkis.is fyrir kl. 14:00, Fimmtudaginn 10. febrúar 2022. ÚTBOÐ RARIK ohf. • www.rarik.is/utbod-i-gangi RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 21021 Aðveitustöð Kópaskeri Nýbygging aðveitustöðvarhúss Um er að ræða byggingu úr steinsteypu og stáli, ein hæð og lagnakjallari. Húsið er að stærri hluta einangrað og klætt að utan með álklæðningu. Helstu magntölur: Steinsteypa: 270 m³ Mót: 1.600 m² Steypustyrktarstál: 20.100 kg Byggingastál: 5.910 kg Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. nóvember 2022. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vef RARIK www.rarik.is/utbod-i-gangi frá og með þriðjudeginum 1. febrúar 2022. Skila þarf tilboðum á útboðsvef fyrirtækisins (utbod.rarik.is) fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 16. febrúar 2022. ÚTBOÐ FISKRÆKTARSJÓÐUR Salmonid Enhancement Fund Styrkir 2022 Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2022, er til og með 1.mars 2022. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungs- veiði, skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilis- fang: Fiskistofa v/Fiskræktarsjóðs Borgum v/Norðurslóð 600 Akureyri Styrkir VIRK 2022 VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfs- endurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbygg- ingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is. Að þessu sinni verður sérstaklega horft til verkefna og/eða úrræða sem stuðla að sjálfsþekkingu einstaklinga sem eykur líkur á farsælli endurkomu til vinnu. Aðeins eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á www.virk.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2022. Styrkir úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2022 Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endur- menntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2022-2023. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félags- menn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjóra- félagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að endurmenntunarverkefnum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2022-2023. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrkveiting niður. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.sam- band.is. Umsóknir á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið á móti viðbótargögnum og því verða allar upp- lýsingar að koma fram í umsókninni. Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntun umsækjandi hyggst bjóða, m.a. innihald, skipulag og markmið verkefnis/námskeiðs, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda, fyrirlesara, ábyrgðarmann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsóknum. Einnig skal tilgreina áætlaðan kostnað. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að endurmenntunarverk- efnin mæti þörfum grunnskólans, séu byggð á skólastefnu, aðalnámskrá, fagmennsku og gæðum. Styrkir eru eingöngu greiddir vegna launakostnaðar leiðbeinenda. Annar kostn- aður er ekki greiddur. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmenntunarverkefni. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2022. Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum um miðjan maí 2022. Reglur um Endurmenntunarsjóð grunnskóla er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér þær. Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunnskóla veitir Anna Ingadóttir í síma 515 4900 eða í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is. Er verið að leita að þér? Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna. Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.