Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 16
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Þar er komið starfssvið fram- tíðarinnar, sem skapar gífurleg verð- mæti og kallar eftir hámennt- uðu fólki sem getur vænst betri launa en í öðrum atvinnu- greinum. Sögur sem hingað til hafa ekki þótt fínar fá nú loks að heyrast. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Styrkir til verkefna í þágu barna árið 2022 Barnavinafélagið Sumargjöf auglýsir hér með til umsóknar styrki á sviði rann- sókna, lista og þróunarverkefna í þágu barna. Að þessu sinni verður sérstaklega litið til vandaðra umsókna um verkefni ætluð börnum á leikskólaaldri. Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að fylla út umsókn á sérstöku eyðublaði sem vistað er á vef félagsins og senda það síðan í viðhengi á tölvupóstfang Sumargjafar sumargjof@simnet.is að lokinni útfyllingu. Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins sumargjof.is. Stjórn Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnin og leita umsagnar fagaðila. Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022. Reykjavík, 27. janúar 2022. Barnavinafélagið Sumargjöf Ein helsta spurningin í efnahagsmálum íslenskrar þjóðar er hvort ferðaþjón­ ustan geti verið á meðal meginstoða atvinnulífsins. Vissulega hefur engin atvinnugrein vaxið jafnhratt á undanliðnum árum og ferða­ þjónustan, sem sést best á því að árið 2009 voru tekjur hennar um 20 prósent af verðmæta­ sköpun atvinnulífsins hér á landi, en voru svo orðnar 35 prósent af henni áratug síðar. Á sama tímaskeiði hefur verðmætasköpun stóriðjunnar lækkað úr 22 prósentum í 16 prósent og sjávarafurða úr 22 prósentum í 16 prósent, sem sýnir svo ekki verður um villst hvað þessar hefðbundnu atvinnugreinar skila hlutfallslega litlu í þjóðarbúið. Það er því ekki að undra að margir hafi horft til ferðaþjónustunnar sem helsta vaxtarklasans í íslensku atvinnulífi, enda eru tækifærin innan greinarinnar nánast óþrjótandi, í frekar fámennu landi sem státar af mörgum helstu náttúrugersemum álfunnar. En landsmenn hafa aftur á móti verið áminntir um hverfulleika þessarar greinar á undanförnum tveimur árum, á meðan heims­ faraldur hefur geisað um heimsins ból. Og ekki er heldur liðinn nema röskur áratugur frá því að eftirminnilegt sprengigos úr iðrum Eyjafjallajökuls stöðvaði um tíma alþjóðlega flugumferð um stóran hluta hnattarins. Ferðaþjónustan er einstaklega viðkvæm gagnvart þessum þáttum – og ef hægt er að vonast til þess að fleiri farsóttir ríði ekki yfir, af því tagi sem mannkynið hefur reynt á eigin skinni á síðustu misserum, með hörmulegum afleiðingum fyrir atvinnu og efnahag svo margra, þá er hitt algerlega á hreinu, að íslensk eldfjöll munu bæra á sér á komandi tímum. Og þar er raunar af nógu að taka í bráð og lengd. Að minnsta kosti fjögur íslensk eldfjöll gefa nú til kynna að þau muni spúa eldi og eim­ yrju á næstunni og eru þar saman komnir miklir meginbálkar í þessum efnum, Hekla, Bárðar­ bunga, Grímsvötn og Öræfajökull, en þar til við­ bótar er beðið eftir Kötlu, svo og systur hennar Kröflu – og er þá látið hjá líða að nefna smágosa­ glaðninginn á Reykjanesskaga, sem gæti staðið yfir næstu áratugi með einhverjum hléum. Það er af þessum sökum sem landsmenn verða að horfa til nýrrar meginstoðar í atvinnulífinu, sem ört vaxandi hátækni­ og hugverkaiðnaður er á Íslandi. Þar er komið starfssvið framtíðar­ innar, sem skapar gífurleg verðmæti og kallar eftir hámenntuðu fólki sem getur vænst betri launa en í öðrum atvinnugreinum. Og tækifæri Íslands á þessu sviði eru óendanleg. n Ný meginstoð „Geturðu lánað mér þúsundkall?“ Í gamla daga, á mínum menntaskólaárum, þegar krakkar mættu með laskaða brauðsneið með kæfu að heiman í nesti, Sómasam­ loka og súperdós voru stórkaup sem gerð voru til hátíðarbrigða og fólk gekk með búnað í vasanum sem kallaðist seðla­ veski, var fyrrnefnd spurning fastur liður í samskiptum menntskælinga. Fyrir daga mötuneyta, sushi­bakka, kreditkorta og yfirdráttarheimilda, þegar þúsundkallinn réði úrslitum um hvort handhafinn gæti keypt bjór á barnum um helgina, var nauð­ synlegt að búa yfir undirstöðuleikni hvers samfélags: Að hlusta eftir orðrómi sem gekk hljóðlega mann frá manni eins og hvísl með vindi, en ágerðist þegar ein saga leiddi af sér f leiri svo úr varð hávært skvaldur. Það var hæfileiki mannkynsins til að slúðra, sem bjargaði mörgum þúsundköllum í menntó frá því að enda í fórum fólks sem borgaði þá aldrei til baka. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt í vikunni. Með verðlaunagrip á Bessastöðum var tungumálinu í sínu fínasta pússi fagnað. En það var á formi sem oftast er litið niður á sem tungumálið breytti á sama tíma hluta samfélagsins. Slúður hefur á sér illt orð. Þróunarsál­ fræðingurinn Robert Dunbar segir það ósanngjarnt. Fyrir 70.000 árum hafi átt sér stað stökkbreyting í heila Homo sapiens, sem gerði tegundinni kleift að þróa með sér tungumál. Í kjölfarið hafi fólk getað skipst á upplýsingum um aðsteðjandi hættur: Hvar lá ljón í leyni, hvaða sveppategundir voru eitraðar? En að sögn Dunbar var annars konar upplýsingagjöf ekki síður mikilvæg. „Slúður er það sem gerir mannlegt sam­ félag mögulegt,“ segir hann. Hann segir slúður hafa leikið lykilhlutverk þegar fámennir hópar veiðimanna og safnara urðu að stórum samfélögum fólks sem þekktist ekki innbyrðis. Slúður gerði fólki kleift að skiptast á upplýsingum um hvert annað; hverjum var treystandi, hvern bar að varast? Og slúður veitti aðhald. Þeir sem breyttu gegn hagsmunum samfélagsins – þeir sem til dæmis borguðu ekki þúsundkallinn til baka – áttu á hættu að missa traust samferða­ manna sinna og stöðu sína innan hópsins. „Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ Höfundi Hávamála var ljóst mikil­ vægi mannorðsins. Enginn tekur að sér vinnu fyrir viðskiptavin sem þekktur er fyrir að borga ekki reikningana sína; enginn ræður iðnaðarmann sem skilar ítrekað af sér illa unnu verki. Mannorðið er mælikvarði sem fólk hefur nýtt öldum saman á öllum sviðum samskipta. Nema einu. Framkoma í garð kvenna hefur verið undanskilin megin­ reglunni. Í kringum samskipti kynjanna hefur ríkt þögn. En breyting á sér nú stað. Framtíðar ofbeldi Formaður SÁÁ sagði af sér í vikunni, þegar í ljós kom að hann hefði keypt vændi af fíknisjúklingi. Hér forðum, á tímum seðla­ veskja og heimasmurðs nestis, gátu þeir sem stunduðu slíkt lifað nokkuð öruggir í þeirri vissu að athæfið kæmi aldrei fram í dags­ ljósið. Því skömmin var álitin konunnar. Það sama gilti um heimilisofbeldi. Sam­ kvæmt hefðarinnar reglu hvíldi yfir því þögn, sem kom í veg fyrir að gagnlegar upp­ lýsingar, víti til varnaðar, gengju manna á milli. En nú er öldin önnur. Í vikunni sakaði kona frægan fjallaleiðsögumann um ofbeldi í sambandi. Ekki leið á löngu uns ljóst varð að fleiri höfðu sömu sögu að segja. Tímarnir breytast. Fíknisjúklingur sem selur líkama sinn er nú fórnarlamb. Slúður kemur ekki aðeins í veg fyrir að mennt­ skælingur verði af þúsundkalli, eða góð­ borgari sem lætur gera upp eldhúsið sitt sitji uppi með fúsk. Sögur sem hingað til hafa ekki þótt fínar fá nú loks að heyrast. Þær fengu engin virðuleg verðlaun. En þær munu vafalaust bjarga fjölmörgum grandalausum konum frá framtíðar ofbeldi. n Mannorðið er mælikvarði SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 29. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.