Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.01.2022, Blaðsíða 12
Hundruð fyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa útvistað launavinnslu til okkar. Bókaðu fund á www.bokad.is. Láttu okkur hjá KPMG Bókað sjá um launavinnslu fyrirtækisins Þú notar t ímann í reksturinn Við reiknum launin Við sjáum um skilagreinar 100 Veturinn stefnir í að verða sá erfiðasti í Bretlandi í langan tíma. Gríðarlegar verðhækk- anir, ekki síst á gasi og raf- magni, spila stóra rullu sem og vandræði tengd útgöng- unni úr Evrópusambandinu og faraldrinum. kristinnhaukur@frettabladid.is BRETLAND Á föstudag fyrir rúmri viku ræddi sjónvarpsstöðin ITV við Richard Walker, forstjóra Iceland- verslanakeðjunnar í Bretlandi, um verðhækkanir og stöðuna í efnahags- málum. Svör hans voru sláandi. „Við erum ekki að missa viðskiptavini til annarra verslana. Við erum að missa þá til matarbankanna og hungurs,“ sagði Walker. Þetta er lýsandi fyrir efnahags- ástandið í Bretlandi um þessar mundir. Í síðasta mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 5,6 prósent sem er mesta hækkun síðan í mars árið 1991. Verðbólgan er 5,4 prósent sem er meira en var eftir efnahags- krísuna 2008. Allar vörur eru að hækka, ekki síst hiti og rafmagn, sem hefur svo áhrif á allar aðrar hækkanir. 85 pró- sent breskra heimila eru kynt með gasi, mun fleiri en annars staðar, og heildsöluverð þess hefur nærri þre- faldast á einu ári. Tuttugu gasfyrir- tæki í Bretlandi hafa orðið gjaldþrota vegna þessa. Þessar hækkanir eru þó ekki að fullu komnar fram því að í Bretlandi er verðlagsráð með gas og lögbundið hámarksverð. Í febrúar er búist við því að þetta hámark verði hækkað til muna og almenningur sjái 50 pró- senta hækkun á reikningnum hjá sér í apríl. Ofan á þetta er stórt vandamál í Bretlandi hversu illa einangruð húsin eru. Stór hluti varmans glatast því út í loftið. Átaksverkefni stjórnvalda og styrkir til einangrunar, svo sem til að tvöfalda gler, hafa verið slegnir af. Búist er við því að kyndingar- kostnaður verði að meðaltali 2.000 pund á heimili á næsta ári, eða um 350 þúsund krónur. Dæmi eru um að fólk kyndi aðeins upp eitt her- bergi og fjölskyldan safnist þar saman. Sumir þurfa hreinlega að velja á milli þess að kaupa mat eða kynda upp húsin sín. Talað er um „heat or eat“ í því samhengi. Matarbankarnir svokölluðu finna vel fyrir verðhækkununum og auk- inni fátækt. Úthlutanir þeirra hafa víða aukist um 25 til 30 prósent á árinu. Um 1.300 slíkir bankar eru reknir af góðgerðarsamtökunum Trussel Trust, en um 900 af öðrum samtökum, kirkjum eða verslunum. Missa viðskiptavini í matarbanka og hungur Kona mótmælir eldsneytisfátækt fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn við Downingstræti 10. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þurfti að breyta heimilisbókhaldinu „Ég hef aldrei séð hlutina breytast svona rosalega hratt,“ segir rithöfundurinn Sif Sigmarsdóttir sem búið hefur í Bretlandi í 20 ár. Sem hagsýn húsmóðir fylgist Sif vel með heimilis­ bókhaldinu og ráðstafar vissri upphæð í matvæli í hverjum mánuði. Reglulega hefur Sif þurft að bæta aðeins við en í vetur þurfti hún að skrúfa verulega upp í áætluninni. „Ég þurfti að hækka um 15 prósent af því að áætlunin var hætt að standast,“ segir hún. „Ég er heppin að geta það því það eru aðrir sem ganga út úr verslunum með minni mat en áður.“ Sif nefnir dæmi um hækk­ anir síðustu þriggja mánaða. Í lok október kostaði ung­ barna mjólk 2,75 pund en í dag 3,50. Hækkun um 27 pró­ sent. Einn lítri af venjulegri mjólk kostaði þá 1,22 pund en nú 1,35 sem er hækkun upp á 11 prósent. Allar vörur eru að hækka. Aðspurð um fátæktina segir Sif breskt samfélag afar stéttskipt og hvern búa í sinni búbblu. „Eftir að börnin mín byrjuðu í grunnskóla fór ég að sjá aðrar hliðar samfélagsins. Svo sem krakka sem eru ekki í skólabúningum af því að foreldrarnir hafa ekki efni á þeim,“ segir hún. Sif segir hækkanirnar í Bretlandi tilkomnar vegna nokkurra samverkandi þátta. Faraldurinn spili inn í, sem og hækkanir á orkuverði. Útgangan úr Evrópusam­ bandinu leggist ofan á en stjórnvöld geti skýlt sér bak við faraldurinn. „Hin sanni kostnaður Brexit mun aldrei koma í ljós því það verður alltaf hægt að fela hann á bak við Covid.“ Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Minna úrval í verslunum Sigrún Davíðsdóttir blaða­ maður segir efnahagsvandann gríðarlega íþyngjandi fyrir stjórn Íhaldsflokksins og Boris Johnson. Leggist hann ofan á hneykslismál tengd sóttvarnabrotum. „Efna­ hagsvandinn er gríðarlega slæm viðbót. Ríkisstjórn sem stendur fyrir blómlegu búi fyrirgefst miklu meira en þeirri sem missir tökin á efnahagsmálunum.“ Sigrún, sem hefur búið í Bret­ landi síðan um aldamót, segir allt hækka, bæði lúxusvörur og nauð­ synjar. Stór breyta sé hækkun á kyndingar­ og orkukostnaði. Hin svokallaða eldsneytisfátækt, hugtak sem okkur Íslendingum er framandi, en er vel þekkt í Bretlandi. Af 25 milljón heimilum búi nú 4 milljónir við eldsneytis­ fátækt og gæti hækkað upp í 6 vegna ástandsins. „Orkuverð hef­ ur hækkað um allt að helmingi og hluti annarra hækkana er tengdur því,“ segir Sigrún. „Skorturinn og hækkanirnar virðast verri í Bretlandi en annars staðar. Það er engin spurning að Brexit hefur áhrif og þeirra áhrifa mun áfram gæta á komandi mánuðum. Því um áramótin var tekið upp eftir­ lit á landamærunum sem hafði verið frestað.“ Að sögn Sigrúnar hefur verið óvenju mikið af tómum búðar­ hillum í vetur. En þessi skortur hefur verið nokkuð handahófs­ kenndur. Til að mynda tók hún eftir því að fyrir skemmstu fékkst ekki álpappír eða bökunarpappír. Almennt sé minna úrval en áður var. Áþreifanlegastur hafi þó verið bensínskorturinn í byrjun vetrar. Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður Í verslunum er algengt að hægt sé að kaupa vörur til að skilja eftir í körfum handa fátækum. Matvæli eru það sem fólk á erf- iðast með að neita sér um. Hnetur, olíur og fræ hafa hækkað um rúm- lega 13 prósent, grænmeti um 6 pró- sent og kjöt, brauð og drykkir um 4 prósent í desember. Viðskiptavinir Iceland eru þeir fátækustu í Bretlandi og hafa marg- ir reitt sig á hina svokölluðu eins punds línu, það er pakkamáltíðir sem kosta eitt pund. Walker segir verslanakeðjuna hafa heitið því að halda þessari línu í einu pundi út árið 2022 til þess að hjálpa fólki að ná endum saman. Heimurinn hefur ekki farið var- hluta af fréttum af efnahagsþreng- ingum Bretlands. Um tíma var verulegur bensínskortur í landinu og um tíma vöruskortur í verslun- um. Illa gekk að fá vörubílstjóra til starfa, en þeir eru flestir frá ríkjum Austur-Evrópu og fannst þeir ekki velkomnir í Bretlandi eftir útgöng- una úr Evrópusambandinu, Brexit. Bretar hafa hækkað við þá launin til að koma vörum yfir Ermarsund- ið sem valdið hefur auknum flutn- ingskostnaði, ofan á orkuverðs- hækkunina og kostnaðarauka tengda umstangi og pappírsvinnu á landamærum eftir Brexit. Ofan á þetta leggst faraldur- inn sem þjarmar alls staðar að. Í atvinnumálum, framleiðslu, þjónustu, f lutningum og sem álag á heilbrigðis- og velferðarkerfið. Hvernig sem litið er á það er veturinn búinn að vera einn sá erfiðasti í langan tíma í Bret- landi. Bæði vegna alþjóðlegra vandamála, aðstæðna í landinu og heimatilbúinna vandamála. Fyrirsagnir blaðanna fjalla hins vegar um pólitískan lífróður for- sætisráðherrans Boris Johnson vegna partístands á tímum harðra sóttvarnaaðgerða. Hvort hann helst á f loti skal ósagt látið. En efnahagsvandinn hjálpar honum að minnsta kosti ekki. n 12 Fréttir 29. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.