Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 31
SVEINN E. MAGNÚSSON: Til eftirbrevtni Sveinn E. Magnússon, höfundur greinarinnar, og kona hans, Jónína Benediktsdóttir, sem einnig stundaði ndm í Vancouver. Síðastliðna þrjá vetur dvaldist undir- ritaður við nám í University of British Columbia í Vancouver, Kanada. Á meðan á því námi stóð komst ég ekki hjá því að kynnast nokkuð þeirri aðstöðu er fötl- uðum er búin við þann skóla, eins og eftir- farandi línur skýra nánar. Elstu byggingar við þennan skóla eru frá því í heimsstyrjöldinni fyrri og er í þeim og öðrum eldri byggingum ekki tek- ið tillit til þarfa fatlaðra. En við hönnun bygginga er risið hafa á undanförnum tíu árum, hefur undantekningalaust verið gert ráð fyrir að fatlað fólk geti um- gengist þær. Þar sem tröppur eru upp að húsum, eru steyptar brautir fyrir hjóla- stóla; dyr eru yfirleitt breiðar og þrösk- uldar lágir eða engir; ef hús eru í mörg- um hæðum með tilheyrandi stigum, þá eru lyftur í þeim, og einnig eru alltaf nokkur hluti salerna hönnuð þannig að fólk í hjóla- stólum geti notað þau. Þetta á þó aðeins við um nýrri bygg- ingar á skólasvæðinu, en breytingar á þeim eldri eru fyrirhugaðar, eins og eftir- farandi dæmi skýrir. í þessum skóla, sem hefur yfir 20.000 nemendur, er það venja að þegar árgangur útskrifast þá gefa þeir skólanum brottfarargjöf. Fyrirkomulagið á þessum gjöfum hefur verið þannig, að sérhver árgangur (fimm til sex þúsund manns) kýs sín á meðal um hugmyndir að gjöfum. Og til þess að gera langt mál stutt, þá gerðist það í vor þegar ég út- skrifaðist, að ein af gjöfum míns árgangs til skólans var peningaupphæð er veita skyldi til breytinga á eldri byggingum á skólasvæðinu, til þess að auðvelda fötluðu fólki að stunda nám þar. Auk þessa mætti ef til vill geta þess, að blindum nemendum hefur verið búin sæmileg aðstaða við University of B. C. Þeir hafa sérstakt bókasafn, þar sem er mikið magn bóka á blindraletri og það sem ekki fæst þannig, er lesið á segulbönd, þá oftast í sjálfboðavinnu af öðrum nem- endum skólans. Afrakstur þessarar viðleitni, til að gera skólann aðgengilegri fötluðum, leynir sér ekki, því að fjöldi slíkra nemenda fer stöðugt vaxandi. Það er mjög lofsverð þróun, vegna þess að það er engin ástæða til þess að þeir sem eiga við einhverja fötlun að stríða geti ekki stundað háskóla- nám. SJÁLFSHJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.