Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Blaðsíða 31
SVEINN E. MAGNÚSSON: Til eftirbrevtni Sveinn E. Magnússon, höfundur greinarinnar, og kona hans, Jónína Benediktsdóttir, sem einnig stundaði ndm í Vancouver. Síðastliðna þrjá vetur dvaldist undir- ritaður við nám í University of British Columbia í Vancouver, Kanada. Á meðan á því námi stóð komst ég ekki hjá því að kynnast nokkuð þeirri aðstöðu er fötl- uðum er búin við þann skóla, eins og eftir- farandi línur skýra nánar. Elstu byggingar við þennan skóla eru frá því í heimsstyrjöldinni fyrri og er í þeim og öðrum eldri byggingum ekki tek- ið tillit til þarfa fatlaðra. En við hönnun bygginga er risið hafa á undanförnum tíu árum, hefur undantekningalaust verið gert ráð fyrir að fatlað fólk geti um- gengist þær. Þar sem tröppur eru upp að húsum, eru steyptar brautir fyrir hjóla- stóla; dyr eru yfirleitt breiðar og þrösk- uldar lágir eða engir; ef hús eru í mörg- um hæðum með tilheyrandi stigum, þá eru lyftur í þeim, og einnig eru alltaf nokkur hluti salerna hönnuð þannig að fólk í hjóla- stólum geti notað þau. Þetta á þó aðeins við um nýrri bygg- ingar á skólasvæðinu, en breytingar á þeim eldri eru fyrirhugaðar, eins og eftir- farandi dæmi skýrir. í þessum skóla, sem hefur yfir 20.000 nemendur, er það venja að þegar árgangur útskrifast þá gefa þeir skólanum brottfarargjöf. Fyrirkomulagið á þessum gjöfum hefur verið þannig, að sérhver árgangur (fimm til sex þúsund manns) kýs sín á meðal um hugmyndir að gjöfum. Og til þess að gera langt mál stutt, þá gerðist það í vor þegar ég út- skrifaðist, að ein af gjöfum míns árgangs til skólans var peningaupphæð er veita skyldi til breytinga á eldri byggingum á skólasvæðinu, til þess að auðvelda fötluðu fólki að stunda nám þar. Auk þessa mætti ef til vill geta þess, að blindum nemendum hefur verið búin sæmileg aðstaða við University of B. C. Þeir hafa sérstakt bókasafn, þar sem er mikið magn bóka á blindraletri og það sem ekki fæst þannig, er lesið á segulbönd, þá oftast í sjálfboðavinnu af öðrum nem- endum skólans. Afrakstur þessarar viðleitni, til að gera skólann aðgengilegri fötluðum, leynir sér ekki, því að fjöldi slíkra nemenda fer stöðugt vaxandi. Það er mjög lofsverð þróun, vegna þess að það er engin ástæða til þess að þeir sem eiga við einhverja fötlun að stríða geti ekki stundað háskóla- nám. SJÁLFSHJÖRG 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.