Fréttablaðið - 12.02.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 12.02.2022, Síða 28
Ástin svífur yfir og rauð hjörtu og hjartalaga kræsingar eru í boði víða. Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar þann 14. febrúar ár hvert. Blóm og konfekt eru vinsælar gjafir, en Una Dögg Guðmunds- dóttir gefur hér hugmyndir að rómantískum bakstri í tilefni dags ástarinnar á mánudag. Valentínusarhefðirnar eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Ba nda r ík ju nu m allt aftur á 14. öld. En umgjörðin í kringum þennan dag ástarinnar er ávallt að verða meiri hér á landi. Una Dögg Guðmunds- dóttir, matgæðingur og kökublogg- ari, er ein þeirra sem halda upp á daginn ásamt bónda sínum. „Mér finnst virkilega skemmti- legt að sjá hve umgjörðin kringum þennan dag er alltaf að verða meiri og meiri hér á Íslandi. Ástin svífur yfir og rauð hjörtu og hjartalaga kræsingar eru í boði víða. Fólk hér heima elskar tilefni og mér finnst ávallt gaman að tengja matargerð- ina og/eða baksturinn því sem er í gangi í þjóðfélaginu hverju sinni,“ segir Una Dögg. „Á mínu heimili er það bóndinn minn sem stýrir steikingunni á kjötinu og töfrar fram alls konar gott meðlæti en ég fæ heiðurinn af að sjá um eftirréttinn og kökurnar, svona almennt. Okkur þykir frönsk súkkulaðikaka ávallt klassísk og góð, hún er líka einföld í fram- kvæmd, toppuð svo smá þeyttum rjóma og berjum. Ég ákvað að taka smá snúning á þessari frönsku á dögunum og stakk tveimur niður- skornum Mars-bitum í miðjuna áður en kakan var sett inn í ofn, þessi útfærsla hitti beint í mark. Svo finnst mér líka gaman að gleðja stelpurnar mínar með smá Valent- ínusarköku og í ár verða það súkku- laði-bollakökur með Dumble-kara- mellukremi. Ég fann svo hjartalaga skraut og rauð form í búðinni til að skreyta kökurnar á táknrænan hátt fyrir Valentínusardaginn.“ Frönsk súkkulaðikaka toppuð með rjóma og ástaraldini 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 4 egg 1 dl hveiti 2 dl sykur 2 Mars stk. niðurskorin 1 peli rjómi 1 ástaraldin Byrjið á þeyta saman egg og sykur. Bræðið í potti smjör og súkkulaði við vægan hita. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið súkkulaðibráðinni varlega saman við deigið. Bakið í annað hvort vel smurðu formi eða litlum eldföstum formum eins og sjá má hér á myndinni, uppskrift þessi Frönsk súkkulaðikaka með rómantísku ívafi Una Dögg heldur Valentínusardaginn hátíðlegan með sínum heittelskaða og veit fátt skemmtilegra en að baka sælkerakökur með rómantísku ívafi. Hún gefur lesendum uppskrift að ljúfri franskri súkkulaðiköku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bakið í litlum eldföstum formum, eins og sjá má hér á myndinni, eða í vel smurðum formum eins og á hinni mynd- inni. MYND/AÐSEND Dumble-kara- mellukremið og bleik hjörtun setja punktinn yfir i-ið og gleðja sæl- kerana. MYND/AÐSEND dugar í um sex minni form. Skerið niður Mars-súk k ulaðibit a og stingið tveimur bitum í miðjuna á hverri lítilli köku, ef notast er við eitt stórt form má dreifa einu Mars- stykki vítt og dreift yfir kökuna. Bakið kökuna við 170°C í um 20 mínútur (best að hafa kökuna smá blauta í miðjunni). Takið kökuna út og berið fram með þeyttum rjóma og/eða ís og berjum. Ég prófaði að þeyta rjóma og skafa aldinið innan úr einu ástaraldini og blanda saman við rjómann. Mæli eindregið með því, útkoman er sæl- kerabragð með rómantísku ívafi. Síðan skreyti ég með hjartalöguðu skrauti og ber fram á rómantískan hátt. Bollakökur með Dumble-karamellukremi Botnar í um það bil 20 bollakökur 250 g hveiti 200 g sykur 6 msk. kakó 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 3 egg 2 tsk. vanilludropar 130 ml olía 230 ml kalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Sigtið saman þurrefnin og setjið til hliðar. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér. Bætið þurrefnunum rólega saman við og hrærið vel saman. Skiptið niður í um 20 bollaköku- form og bakið við 180°C í 18-20 mínútur. Mér finnst kökurnar verða fal- legri ef ég set pappaformin í álform, þannig verða kökurnar stífar upp og leka síður niður. Dumble-karamellukrem 250 g smjörlíki (mjúkt) 250 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar 1 msk. kakó 1 poki Dumble-karamellur 1 dl rjómi Sigtið saman f lórsykur og kakó. Þeytið saman smjörlíki og flórsykur- inn með kakóinu. Bætið smá vanillu- dropum saman við og þeytið áfram. Bræðið karamellurnar og rjómann við vægan hita og hrærið vel í, kælið aðeins og blandið svo saman við smjörblönduna og þeytið vel saman. Sprautið kreminu á kökurnar, passið að leyfa kökunum að kólna aðeins áður en kremið er sett á. Skreytið að vild og látið hug- myndaflugið ráða för. n Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.iss 28 Helgin 12. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.