Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 8

Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 8
Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun segir skýrslu um brunann á Bræðraborgarstíg faglega unna. Vörn eiganda snýr að teikningum sem hefði aldrei átt að samþykkja, þá er því hafnað að engin slökkvi- tæki hafi verið í húsinu. arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Húsnæðis- og mann- virkjastofnun (HMS) hafnar því að skýrsla stofnunarinnar um brun- ann á Bræðraborgarstíg sumarið 2020 innihaldi huglægar ályktanir sem séu litaðar af afleiðingum brun- ans. Þrír létust í brunanum. Fyrrver- andi íbúar og fjölskyldur þeirra sem létust hafa stefnt eiganda hússins og fara fram á alls 162 milljónir króna í bætur. Málið er á dagskrá dómstóla næsta haust. Vísað er sérstaklega í skýrslu HMS í stefnunni. Fram kemur í svari HMS við fyrir- spurn Fréttablaðsins að markmið skýrslunnar hafi ekki verið að meta sök eða bótaábyrgð einstakra aðila. „Rannsókn HMS á brunanum byggir á sérfræðimati og fyrirliggj- andi gögnum en í f lestum tilfellum, líkt og í jafn umfangsmiklu máli sem þessu, þarf að draga fram sem sannasta mynd af atburðarásinni sem gert er með vettvangsrann- sókn, líkönum, myndum og mynd- böndum auk frásagna sjónarvotta,“ segir í svarinu. „Um er að ræða sér- fræðimat fagaðila sem búa yfir mik- illi reynslu á þessu sviði.“ Guðmundur Gunnarsson bygg- ingarverkfræðingur vann minnis- blað þar sem gerðar eru athuga- semdir við skýrsluna. Þá sérstaklega að HMS taki mið af teikningum byggingarfulltrúa sem gerðar voru um síðustu aldamót vegna eigna- skiptasamnings og vörðuðu aðeins þáverandi eiganda 1. hæðar hússins en ekki 2. og 3. hæð. Húsinu var þó aldrei breytt og óljóst hvers vegna þær hafi verið samþykktar sem svo- kallaðar reyndarteikningar. Í svari HMS segir að unnið hafi verið með þessi gögn samhliða rannsókn á brunarústunum. Það sé afar slæmt þegar hús séu ekki sam- kvæmt teikningum, þá sé óheppi- legt að ekki hafi verið gerð lokaút- tekt á efri hæðum hússins. Er vísað í lög frá árinu 2000 um að tryggja brunavarnir í samræmi við notkun, auk þess að sækja þurfi um tilskilin leyfi vegna breytinga. Notkun hússins hafi verið önnur en teikningar gerðu ráð fyrir og forsendur því allt aðrar gagnvart brunaöryggi, þar sem breytt notkun hafi kallað á auknar brunavarnir og eldvarnaeftirlit. Er það málsvörn eigandans að þar sem húsinu hafi aldrei verið breytt í samræmi við teikningarnar frá árinu 2000 sé ekki hægt að gera kröfur til hússins í samræmi við þágildandi byggingar- og brunavarnareglur. Skúli Sveinsson, lögmaður eigand- ans, hafnar fullyrðingum í stefnunni á borð við að engin slökkvitæki hafi verið í húsinu. Til séu myndir og myndbönd úr húsinu áður en það brann sem sýni fleiri en eitt slökkvi- tæki, það hafi verið sent til HMS. Varðandi reykskynjarana hafi verið búið að taka úr þeim rafhlöð- urnar, um sé að ræða þekkt vanda- mál í sambýlishúsum þar sem verið er að elda og loftræsting ef til vill ekki góð. n Eigandi gagnrýnir notkun teikninga frá aldamótum Þrír létust í brunanum sumarið 2020. Karlmaður sem olli honum var úrskurðaður ósakhæfur í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mynd innan úr húsinu áður en það brann. Eldvarnarteppi er sýnilegt. Allt á einum stað fyrir baðherbergið Bað- og blöndunartæki Flísar og múrefni Málning og kítti Salerni, baðkör, sturtur og handlaugar Innréttingar Handklæðaofnar og frábær þjónusta ingunnlara@frettabladid.is ÚKRAÍNA Japanska ríkisstjórnin for- dæmir allar hótanir Rússa um að beita gereyðingarvopnum. Málið er forsætisráðherranum sérstaklega hugleikið í ljósi sögunnar, ekki ein- ungis sem Japana heldur einnig sem þingmanni Hiroshima. Þetta sagði Hikariko Ono, upplýsingafulltrúi Fumio Kishida forsætisráðherra, á fjarfundi með fjölmiðlum í gær. Ono segir Kishida eina forsætis- ráðherra Asíu sem gripið hafi til umsfangsmikilla aðgerða til að senda Rússum skilaboð. Japan mun verja 200 milljónum dala í mannúð- araðstoð til Úkraínu og nágranna- landa vegna innrásarinnar. Ono segir í samtali við Fréttablað- ið að Japanir séu mjög friðarsinnuð þjóð, en að miklar umræður eigi sér stað þarlendis um 9. grein stjórnar- skrár Japans, sem var samþykkt eftir seinni heimsstyrjöldina. Í ákvæðinu afsala Japanir sér þeim fullveldis- rétti að nýta hernað í þeim tilgangi að leysa milliríkjadeilur. „Önnur hliðin segir að nú sé tími til að endurskoða ákvæðið en hin hliðin vill að það gildi áfram og að við verðum áfram friðarsinnuð þjóð. Að vísu hefur staðan breyst mikið frá síðari heimsstyrjöldinni. Öryggi Japans hefur verið ógnað í auknum mæli. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og innrás Rússlands eru algjörlega óásættanlegar að mati Japans,“ segir Ono. n Japanir fordæma kjarnorkuhótanir Fumio Kishida, forsætisráð- herra Japans adalheidur@frettabladid.is GEIRFINNSMÁL Væri Sævar Marinó Ciesielski á lífi ætti hann rétt á 385 milljónum í miskabætur, að mati héraðsdómara sem dæmdi tveimur af fimm börnum hans sinn hlut þeirrar fjárhæðar með dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur í gær. Um er að ræða 77 milljónir króna sem þau Lilja Rún Jensen og Victor Ciesielski Jensen fá hvort um sig í bætur vegna sakfellingar og frelsis- sviptingar föður þeirra í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálum. Með dóm- inum er ljóst að önnur börn Sævars eiga rétt á sömu bótum og systkin þeirra og eru þá bótafjárhæðir vegna Guðmundar- og Geirfinns- mála komnar vel yfir milljarð, eða nánar tiltekið í 1.181.000 krónur. Dómurinn í gær vekur upp spurn- ingar um mál Tryggva Rúnars Leifs- sonar, en ríkið var sýknað af kröfum dánarbús hans í Landsrétti, á þeim grundvelli að bótaréttur Tryggva Rúnars erfðist ekki. Bíður það mál nú meðferðar í Hæstarétti. Tryggi Rúnar og Sævar Marinó voru báðir látnir áður en þeir voru sýknaðir með dómi Hæstaréttar árið 2018. Í dóminum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er hins vegar vísað til laga sem sett voru á Alþingi í kjölfar sýknu- dómsins en í athugasemdum með þeim var lögð áhersla á jafnræði milli hinna sýknuðu, jafnt þeirra sem látnir eru og þeirra sem enn eru lifandi. n Sævar fengi hæstu bætur sögunnar Ákvarðaðar bætur hingað til Albert Klahn Skaftason 15 milljónir Guðjón Skarphéðinsson 260 milljónir Kristján Viðar Júlíusson 350 milljónir Tryggvi Rúnar Leifsson 171 milljón* Sævar Marinó Ciesielski 385 milljónir Erla Bolladóttir bíður endurupptöku *Til meðferðar í Hæstarétti Sævar Ciesielski ávarpaði dóm árið 1980. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 8 Fréttir 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.