Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 11
Ísland eitt og sér má sín lítils þegar kemur að því að glíma við þá fjöl- þættu vá sem fram undan er, aðförina að gildum okkar og skilyrðum okkar til lífs. Guðmundur Steingrímsson n Í dag Sú kenning stjórnmálafræðings- ins Francis Fukuyama, sem hann setti fram í bókarformi árið 1992, að mannkynssagan væri í raun búin, hefur reynst æði áhrifamikil á lúmskan hátt. Fukuyama spáði því að lýðræðisskipulag í mark- aðshagkerfi væri hið endanlega form stjórnskipunar, sem skapa myndi stöðugleika og frið og þar með, á vissan hátt, endalok sög- unnar. Lítið meira myndi gerast. Þjóðir færu ekki í stríð og almennt yrði minna um alþjóðlegt vesen sem fjalla þyrfti um í mannkyns- sögubókum framtíðarinnar. Þetta hefur reynst mjög aug- ljóslega rangt. Hins vegar held ég að það sé ekki loku fyrir það skotið að Fukuyama og aðrir kenningasmiðir á svipuðum nótum hafi með tali sínu haft þau áhrif að viss afneitun gróf um sig á meðal íbúa frjálsra lýð- ræðisþjóða. Sú afneitun hefur falist í því að almennt hefur það verið talið fjarstæða að einhver myndi nenna nokkurn tímann aftur að hverfa til heimsmyndar síðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem stórveldadraumar einræðis- herra urðu kveikja að víðfeðmum átökum milli þjóða. Ég held að margir hafi almennt talið að slíkt gæti ekki átt sér stað aftur, og þar með hefði jú Fukuyama haft smá lög að mæla. Kannski vegna þess að marga hefur mjög langað til að trúa Fukuyama er staðan sú á Vestur- löndum og víðar að fólk er upp til hópa þessa dagana fast með svokallaðan WTF – eða ha-hvað- er-að-ske? – svip á andlitinu. Var Rússland virkilega að gera innrás í Úkraínu? Er virkilega kannski að bresta á með þriðju heims- styrjöldinni? Víkur þá sögunni að ann- arri bók. Það segir sína sögu um afneitunina sem hér um ræðir, og hvernig ég finn hana í eigin sálartetri – sem íbúi í lýðræðis- legu markaðshagkerfi – að það var ekki fyrr en í þessari viku sem ég heyrði af bókinni Foundations of Geopolitics – The Geopolitical Future of Russia, eftir rússneska stjórnmálaheimspekinginn og öfgamanninn Aleksandr Dugin. Sú bók kom út í Rússlandi árið 1997. Þar er boðaður svokallaður evrasíuismi, sem gengur út á endurreisn rússneskra yfirburða í austri, uppbyggingu stórveldis frá Austur-Evrópu til Asíu, með inn- limun þjóða sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eða voru innan áhrifasvæðis þeirra. Kenningar Dugins – kaldrifjaður rússneskur þjóðernisfasismi – einkennast af kraftmiklu og einörðu hatri í garð Vesturlanda, einkum Banda- ríkjanna. Í bókinni ku víst Dugin Mannkynssagan er ekki búin þessi leggja fram nokkuð skil- merkilega áætlun um það hvernig beri að grafa undan vestrænum lýðræðisþjóðum, til dæmis með því að stuðla að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hleypa illu blóði í bandarísk stjórnmál með alls kyns bellibrögðum og auka þar sundrungu. Eins og kunnugt er hafa einmitt Rússar orðið upp- vísir að því að leika rullu í hvoru tveggja. Að sjálfsögðu telur Dugin líka rakið í bók sinni, skilst mér, að Rússar geri innrás í Úkraínu. Það sé söguleg nauðsyn og ófrávíkjan- legur liður í heildaráætluninni. Hið átakanlega er þetta: Á meðan við á Vesturlöndum sötruðum kaffi í rólegheitum og ræddum kenningar Fukuyama um endalok sögunnar og viðvar- andi stöðugleika hins fullkomna stjórnskipulags, var einhver síðskeggjaður gaur, sem lítur út eins og Raspútín, að skrifa bók um það hvernig Rússland eigi að hleypa upp heimsmálunum og setja allt á annan endann í þágu eigin útþenslu- og stórveldis- drauma, líkt og 1939 sé enn í gangi og ekkert hafi lærst af því sem þá gerðist í nafni svipaðra áætlana. Og það sem meira er, Pútín og hans nótar munu hafa gleypt í sig þessi fræði og gert þau að sínum. Allt er í Rússlandi á þessa bókina lært. Skoðanakúgunin innan- lands, heilaþvottur almennings, ásakanir í garð Vesturlanda. Allt er á áætlun. Um það er nú skrifað í erlendum blöðum að Dugin sitji Pútín á hægri hönd og leggi honum línurnar. Sem sagt: Inn- rásin í Úkraínu er hluti af stórri óhuggulegri heildarmynd, gott fólk. Svo hjálpi okkur almættið. Vonandi mistekst þessi ráðagjörð hrapallega, en lær- dómurinn blasir þó við. Mann- kynssögunni er langt í frá lokið. Hér eftir er réttast að láta ekkert koma sér á óvart. Við lifum tíma þar sem kjarnorkustríð er allt í einu orðið hugsanlegt, risaveldi gerir innrásir á grunni fasískrar hugmyndafræði um rétt eigin kynstofns til yfirburða, andlýð- ræðisleg öfl stjórna meirihluta mannkyns og veröldin í ofanálag – eins og þetta sé ekki nóg – er meira og minna að fara norður og niður vegna hlýnunar andrúms- loftsins, sem vandséð er í þessu ástandi að verði á nokkurn hátt fyrirbyggt. Í þessum heimi er ekk- ert rúm lengur fyrir afneitun. Ísland eitt og sér má sín lítils þegar kemur að því að glíma við þá fjölþættu vá sem fram undan er, aðförina að gildum okkar og skilyrðum okkar til lífs. Þess vegna á Ísland að ganga í Evrópusambandið. n Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Gylfi Zoega prófessorar við HÍ Ójöfnuður meðal íslenskra barna – staða og mögulegar leiðir. Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingarstjóri PEPP Að alast upp í fátækt. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar Tómstundir barna – Mismunun: hvert leiðir hún? Kolbeinn Stefánsson dósent við félagsráðgjafadeild HÍ Eru börn fjárfesting eða útgjöld? Pallborð Kári Stefánsson, stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna, stýrir umræðum. Viljum við að öll börn fái jöfn tækifæri? Og hvað má það kosta? • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík • Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir prófessor HÖFUM VIÐ EFNI Á BARNAFÁTÆKT? Málþing til minningar um Valgerði Ólafsdóttur sálfræðing og fyrrverandi framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna Málþingið verður haldið laugardaginn 26. mars frá kl. 13-15 í húsi Íslenskrar erfðagreiningar Sturlugötu 8, 102 Reykjavík. FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.