Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 17
Nýtt skrifstofu- og versl- unarhúsnæði BYKO í Breidd- inni rís á næstu mánuðum. Byggingin verður fimm hæðir, byggð úr límtré og CLT timbureiningum og mun rísa undir merkjum BREEAM, sem er eitt elsta vistvottunarkerfi í heimi. Með sjálfbærni að leiðarljósi mun nýtt skrifstofu- og verslunarhús- næði BYKO í Breiddinni rísa á næstu mánuðum. Byggingin verð- ur fimm hæðir, byggð úr límtré og CLT timbureiningum og mun rísa undir merkjum BREEAM sem er eitt elsta vistvottunarkerfi í heimi, að sögn Berglindar Óskar Ólafs- dóttur, sérfræðings í sjálfbærni hjá BYKO. „Að byggja vistvænt sam- ræmist vel stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að sjálfbærnivegferð BYKO. Áhersla á sjálfbærni í mann- virkjagerð fer vaxandi og með því að fara í gegnum vottunarferli er verið að stuðla að heilbrigðari byggingu þar sem notuð eru bygg- ingarefni með lágt kolefnisspor sem valda sem minnstum skaða á bæði fólk og umhverfi.“ Berglind segir byggingariðnað- inn vera ábyrgan fyrir um 40% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og því sé aukin áhersla á sjálfbærni mannvirkja mjög mikilvægt skref í baráttunni við yfirvofandi loftslagsbreytingar. Losunin sé tvíþætt, annars vegar kolefnislosun sem er bundin í mannvirkinu sjálfu á byggingar- tíma og hins vegar losun vegna reksturs mannvirkisins á líftíma þess. „Með því að byggja vist- væna byggingu er BYKO að draga aukinn lærdóm sem skilar sér áfram til viðskiptavina sem geta sótt sér ráðgjöf og fagþekkingu til BYKO um notkun vistvænna byggingarefna fyrir slíkar bygg- ingar. Þar með er BYKO hluti af virðiskeðjunni og ber ábyrgð á að geta boðið markaðnum upp á byggingarefni sem eru notuð til að stuðla að betri framtíð. BYKO hóf innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna árið 2019 og er þetta hluti af því kjarnamark- miði sem snýr að heilsu og vellíðan starfsmanna og að skapa sem best verkefnamiðað vinnuumhverfi sem styður vel við eina af lykil- áherslum BYKO, sem er þverfagleg samvinna.“ Sjálfbærnistefna mikilvæg Að sögn Berglindar er mikilvægt að fyrirtæki setji sér sjálfbærni- stefnu. Starfsemi BYKO tekur mið af því og fyrirtækið leggi því áherslu á umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbærni. „Til að allir séu að róa í sömu átt þá skiptir miklu máli að fræða starfsfólk um stefnu fyrirtækisins og halda reglulega fræðslu um sjálfbærni.“ Um leið sé mikilvægt að starfs- fólk fái að hafa rödd, því í krafti mismunandi einstaklinga leynast tækifærin til breytinga og úrbóta. „Þetta krefst breyttrar hugsunar, breyttrar hegðunar og tækifæris til að hafa áhrif. Byggingar lifa í um 100 ár og það er ábyrgð okkar í BYKO að fræða markaðinn líka um kosti vistvænni bygginga og notkun vistvænna byggingarefna, enda er það fjárfesting til fram- tíðar. Það skapast heilnæmara umhverfi, gæði bygginga verða meiri, rekstrarkostnaður lækkar þegar dregið er úr umhverfis- áhrifum bygginganna, þær verða afkastameiri, sjálfbærari, betri fjárfestingarkostur og þetta styrkir fjárhagslega arðsemi til lengri tíma.“ Til að stuðla að umhverfislegri sjálfbærni hefur BYKO sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri með markvissum aðgerðum, ásamt því að leggja áherslu á bindingu kolefnis með skógrækt í landi fyrirtækisins. „Frá árinu 2019 hefur kolefnissporið lækkað um tæp 25% en lokaútreikningar fyrir rekstrarárið 2021 mun birtast í sjálfbærniskýrslu BYKO sem verður gefin út í apríl nk. en þetta er í þriðja skipti sem BYKO gefur út slíka skýrslu.“ Til að stuðla að félagslegri sjálf- bærni skal tryggja vellíðan fólks og öruggt og heilbrigt umhverfi. „Áhersla er lögð á vistvæn sjónar- mið í okkar eigin byggingum sem og okkar viðskiptavina og þar með aukin lífsgæði þeirra sem þar fara um. Mannréttindi eru ein af grundvallarstoðum samfélagsins og fylgir BYKO þeim mikilvægu grunngildum er varða mannrétt- indi í allri sinni starfsemi.“ Skiptir máli að hafa áhrif Til að stuðla að efnahagslegri sjálf- bærni er horft í að nýta fjármagn með sem hagkvæmustum hætti og að verklag innan BYKO ein- kennist af góðu viðskiptasiðferði, heilbrigðum viðskiptaháttum og ábyrgð. „Stjórn BYKO hefur sett sér stefnu varðandi góða stjórnarhætti og eru næstu verkefni hjá okkur að setja okkur formlega stefnu hvað varðar siðareglur og kröfur um sjálfbærni og/eða samfélagslega ábyrgð birgja.“ Hún segir það skipta starfs- fólk BYKO miklu máli að geta haft áhrif á aðra, vera leiðandi og vera fyrirmynd. „Við tökum þátt í hinum ýmsu nýsköpunarverk- efnum, styðjum við viðskiptavini okkar á markaðnum í byggingu vistvænna mannvirkja og tökum einnig þátt á alþjóðavettvangi. Á árinu tók BYKO þátt í pall- borðsumræðum á vegum EDRA Ghin, sem eru eins konar félaga- samtök byggingavöruverslana á Evrópugrundvelli, með það mark- mið að miðla hvað fyrirtækin sem tóku þátt eru að gera til að draga úr loftslagsáhrifum. Með slíkri þátttöku skapast lærdómur milli landa sem hvert og eitt fyrirtæki getur nýtt sér til framdráttar.“ Spennandi tímar fram undan í sjálfbærni Berglind segir sjálfbærni vera lang- tímavegferð en ekki til skamms tíma. „Hins vegar erum við alltaf í kapphlaupi við að draga úr losun en ef fyrirtæki hafa stefnu og markmið um að gera betur árlega þá er það framtíðar ávinningur.“ Hún segir spennandi tíma fyrir- hugaða á árinu hjá BYKO. „Hring- rásarhugsunin er sannarlega til staðar en hægt er að gera mun betur þegar kemur að nýtingu og draga úr sóun. Við erum komin í samstarf við Plastplan sem ætlar að hjálpa okkur að endurnýta það plast sem fellur til og búa til nothæfar vörur úr þeim og svo er áætlað að koma hringrásarhugs- uninni framar með BYKO Leigu. Leiga er mjög sjálfbær kostur í eðli sínu, snýst um að auka aðgengi fólks að vörum í stað þess að allir þurfi að eiga allt. Einnig er betri notkun hvers leigutækis á líftíma þess vegna aukinnar nýtingar, en einnig vegna góðs viðhalds.“ BYKO stundaði skógrækt á eigin landi á árinum 1988-2008 og var sú hefð endurvakin árið 2021 að hluta til þegar Skógræktin tók að sér gróðursetningu fyrir BYKO til að auka bindingu framtíðarinnar. „Á árinu verður þó gömul hefð endur- vakin þar sem starfsfólk BYKO og fjölskyldur þess munu taka þátt í árlegri skógræktarferð með gleðilegum gildum, fá að snerta á náttúrunni og láta gott af sér leiða til aukinnar kolefnisbindingar. Að lokum ætlum við að fagna í sumar með okkar viðskiptavinum 60 ára afmæli BYKO. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig afmælishátíðin verður, en mark- mið okkar er að heildarupplifun viðskiptavina okkar sé jákvæð og skemmtileg, með sjálfbærni að leiðarljósi.“ n Með því að byggja vistvæna byggingu er BYKO að draga aukinn lærdóm sem skilar sér áfram til viðskiptavina. BYKO byggir BREEAM vottaðar höfuðstöðvar „Að byggja vistvænt samræmist vel stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að sjálfbærnivegferð BYKO,“ segir Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálf- bærni hjá BYKO, en fyrirtækið er að byggja nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Breiddinni á næstu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýjar höfuðstöðvar BYKO munu rísa undir merkjum BREEAM, sem er eitt elsta vistvottunarkerfi í heimi. kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.