Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 28

Fréttablaðið - 25.03.2022, Page 28
SJÁLFBÆR REKSTUR Aldís segir passlegan fjölda miðað við stærð skólans. „Nemendur og gestakennarar koma alls staðar að til að sækja bæði námskeið og lotur, og þá er hægt að búa á heimavistinni. Sjálf bý ég á Egilsstöðum og fer daglega á milli en það er auðvitað ævintýri að búa í skóginum og upplifa sveit- ina. Andrúmsloftið er heimilislegt og góð stemning meðal nemenda og starfsfólks skólans. Hér er búið að myndarskap gamalla hefða og hússtjórnaráranna, enda hefur verið heimavist í Hallormsstaða- skóla í hartnær heila öld.“ Áherslur í náminu eru meðal annars á sjálfbærni í matvæla- framleiðslu, textíl og byggingarlist. „Námskeiðin eru fjölbreytt og við fáum að prófa margt út frá sjálf bærni: hvernig nýta á hráefni úr héraði, svo sem mat, ull og skógarafurðir, og getum valið áherslur til að þróa áfram út frá áhugasviði hvers og eins. Nem- endur velja þannig námsáherslur með tilliti til sinnar framtíðar, til að geta nýtt sjálf bærni og sköpun í sínu fagi og tilveru, og eru dæmi um að fólk hafi stofnað fyrirtæki eftir námið. Á seinni önninni vinnum við svo stórt lokaverkefni og fáum að nýta tímann út frá eigin áhuga og áfram út í lífið, sem er mjög fjölbreytilegt eftir fólki.“ Viskubrunnur í veganesti Aldís vill skoða sjálfbærni út frá heilbrigðisþjónustu og endur- hæfingu. „Ég hef mestan áhuga á hand- verki og sjálfbærni í sköpun við iðjuþjálfun. Ég vil sjá hvernig sjálfbær iðja er gerð aðgengilegri og nota sjálfbærnihugsun til að efla fólk og heilsu þess, um leið og mig langar að hafa áhrif á sjálf- bæra vinnu við endurhæfingu. Þá er gaman að geta notað náttúruna og endurnýtanlegt hráefni til að styrkja einstaklinga og hópa, vinna að sköpun verkefna sem nýtast og uppgötva nýjar lausnir út frá sjálf- bærni,“ segir Aldís, sem í Hallorms- staðaskóla lærir gamlar sjálfbærni- aðferðir í bland við nýjar. „Í veganesti fáum við 100 ára menningararf og aðferðir sem nemendur skólans lærðu þegar hann tók til starfa fyrir 90 árum. Á sama tíma finnum við nýjar leiðir til að mæta gömlu aðferðunum. Fólk var sjálfbærara í gamla daga og því hollt að rifja upp aðferðir sem gögnuðust vel í íslensku þjóð- félagi fyrri tíma og sannarlega nauðsynlegt að viðhalda þeirri þekkingu fyrir komandi kyn- slóðir. Gríðarlegri þekkingu hefur verið safnað saman í áranna rás við skólann og ástæða til að halda henni við,“ segir Aldís. Í náminu fer hún í gegnum flest sem við kemur daglegri tilveru fólks; til að mynda mat, heimili, orkunotkun, efnisval og efnivið. „Við höfum meðal annars lært snyrtivöru- og sápugerð, kynnt okkur öll þau efni sem við kaupum, hvað er æskilegt og hvað maður getur sjálfur gert; allt frá því að lifa sjálfbæru lífi yfir í sjálfbæran rekstur í atvinnulífinu. Við sem ljúkum þessu námi fáum í veganesti viskubrunn sem við getum deilt úti í atvinnulífinu; þessa sjálfbæru hugsun sem gefur alltaf forskot, því krafan um sjálf- bærni verður sífellt háværari, sama hvert maður fer og hvort sem það er í framleiðslu eða ferðaþjónustu, eða á heilbrigðissviðinu þar sem ég vinn. Þar á sjálfbærnivinkillinn líka heima og er ákaft fagnað.“ Dýrmætt að gefa sér heilt ár Aldís útskrifast úr Hallormsstaða- skóla í maí og segir veturinn hafa verið allt of fljótan að líða. „Ég er svo heppin að búa hér á svæðinu og sé fyrir mér að halda áfram tengslum við skólann og sækja styttri námskeið. Hér hafa vinabönd myndast, við höldum öll heimili saman hér í Hallorms- staðaskóla og þá verður fólk svo náið. Við erum í fullu sælkerafæði í skólanum, hjálpumst að við að halda húsinu hreinu, og verjum frístundum saman. Stemningin er því öðruvísi en í stærri háskólum. Hér erum við sem stödd í draumi og gaman að sjá húsið notað í þetta nýja hlutverk,“ segir Aldís. Hún mælir með náminu fyrir fólk á öllum aldri og sem hefur áhuga á sjálfbærni og langar að gera eitthvað skapandi. „Það er dýrmætt að gefa sjálfum sér heilt ár í svona nám því það tekur tíma að læra allar þessar aðferðir og kafa ofan í handverkið. Maður fær mikið út úr því og á þessum vetri hef ég lært ótal margt sem annars hefði tekið mig mörg ár að finna út úr sjálf.“ n Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Aldís Anna Þorsteinsdóttir frá Egilsstöðum stundar diplómanám á háskólastigi í sjálfbærni og sköpun við Hallormsstaðaskóla, sem áður var Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað. „Ég er fædd og uppalin á Egils- stöðum og ákvað að f lytja aftur heim með kærastanum eftir að hafa lokið námi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri og starfað við það fyrir norðan og í Reykja- vík í eitt ár. Í heimsfaraldrinum fann maður hversu miklu skiptir að einfalda lífið og vera nærri fjölskyldu, vinum og náttúrunni. Við gátum auk þess keypt okkur stærra hús fyrir austan og mér fannst tilvalið að grípa tækifærið og nota fyrsta árið til að fara í þetta áhugaverða nám í Hallorms- staðaskóla,“ segir Aldís, alsæl í sögufrægu og fallegu húsi sem geymt hefur skólastarf í 90 ár. „Bæjarstæðið er einstakt og andinn góður í þessum gamla skóla í skóginum. Bæði mamma og amma námu við Hússtjórnar- skólann á sínum tíma svo mér fannst bæði spennandi og góð hugmynd að nota árið til að kynn- ast skólanum af eigin raun og hella mér út í nám sem gerði mig sjálf bæra í lífi mínu og starfi.“ Heimilislegt andrúmsloft Alls hófu fimmtán nemendur ársnám í sjálfbærni og sköpun við Hallormsstaðaskóla í haust, sem Hundrað ára sjálfbærniarfur í skóginum Aldís Anna Þorsteinsdóttir lauk háskólaprófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri og vildi læra sjálfbærni í iðjuþjálfun og sköpun. MYNDIR/AÐSENDAR Sunna með samnemendum á göngu um Hallormsstaðaskóg við Lagarfljót. Hallormsstaðaskóli hýsti áður hússtjórnarskóla í 90 ár. Umhverfið er uppspretta ævintýra. Hér dregur Aldís Anna skólasystur sína í kláfi í yfir Jökulsá í Fljótsdal. Opnunarávarp Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Ávarp Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og stjórnarformaður Grænvangs Hvernig verður kolefnishlutlaust Ísland? Pallborðsumræður Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jón Ásgeirsson, HS Orka Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun Steinunn Dögg Steinsen, Norðurál Forskot Íslands í átt að jarðefnaeldsneytisleysi Pallborðsumræður Berglind Rán Ólafsdóttir, ON Bogi Nils Bogason, Icelandair Guðmundur Kristjánsson, Brim Halla Hrund Logadóttir, Orkustofnun Ávarp Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs Lokaorð fundarstjóra Sigríður Mogensen Ársfundur Grænvangs þriðjudaginn 5. apríl, kl. 14–16 Háteigur, Grand Hótel Þáttur atvinnulífsins í orkuskiptum Íslands Samstíga á árangursríkri loftslagsvegferð 14 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.