Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 35
Við hjá dk vinnum stöðugt að því að bæta okkur og með viljayfirlýsingunni um að innleiða Heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna í stefnu okkar og daglegan rekstur, sýnum við samfélagslega ábyrgð í verki. dk hugbúnaður þróar og selur langútbreiddasta við- skiptakerfið á Íslandi. dk hentar fyrir allar greinar atvinnulífsins og býður upp á alls kyns sérlausnir fyrir félög, fyrirtæki og sveitar- félög. Boðið er upp á allar algengustu kerfiseiningar eins og fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna-, innkaupa-, sölu-, birgða-, verk- og launabókhald. Að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur viðskipta- þróunarstjóra býður dk upp á mikið úrval sérlausna fyrir hinar ýmsu tegundir fyrirtækja, meðal annars almenn þjónustufyrirtæki, verslanir, veitingahús, hótel og gististaði, stéttarfélög, sveitarfélög, endurskoðunar- og bókhalds- fyrirtæki, útgerðir, fiskvinnslur og framleiðslufyrirtæki, svo eitt- hvað sé nefnt. Auk þess hafa verið smíðaðar tengingar við önnur kerfi, bókunarvélar, vefsíður og vefþjónustur. „dk hugbúnaður er einnig leiðandi í hýsingarþjónustu fyrir stór sem smá fyrirtæki á Íslandi. dk hugbúnaður er meðal stærstu hýsingaraðila hérlendis og hýsir meðal annars um 30.000 einstök fyrirtæki,“ segir Margrét. „Í dag eru fyrirtækin sem nota dk hugbúnað orðin á sjöunda þúsund. Þau eru úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Viðskiptavinir dk eru stór sem smá fyrirtæki, lausnaframboð dk er gríðarlega stórt og hentar því fyrir ólíkar gerðir reksturs.” Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í innleiðingu „Við hjá dk erum meðvituð um samfélagsábyrgð okkar, gagn- vart fólki, umhverfinu og þeirri atvinnugrein sem við tilheyrum. Við viljum umgangast umhverfið af ábyrgð og virðingu. Megin- áhersla okkar er á stafræn við- skipti og tækni þar sem við getum haft jákvæð áhrif og stuðlað að bestu lausn fyrir viðskiptavini okkar. Starfsmenn dk hugbúnaðar veita aðstoð við úttekt á þörfum fyrirtækja og ráðleggja miðað við aðstæður hverju sinni. dk hugbúnaður hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um inn- leiðingu Heimsmarkmiða Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markaðsstofa Kópavogs hefur haft frumkvæði að því að hvetja rekstraraðila í Kópavogi til að sýna ábyrgð í verki með því að ná mælingu á núverandi stöðu í ýmsum þáttum starfsemi sinnar og setja sér jafnframt markmið um framfarir til næstu ára. dk er í hópi fjölmargra rekstraraðila í Kópavogi sem hafa staðfest viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða. Með þátttöku okkar höfum við samþykkt að veita Markaðsstofu Kópavogs upp- lýsingar um markmið okkar sem og árlegar árangursmælingar og samþykkjum að upplýsingarnar verði skráðar í sameiginlegan gagnabanka á vegum Markaðs- stofu Kópavogs. „Við hjá dk vinnum stöðugt að því að bæta okkur og með viljayfir- lýsingunni um að innleiða Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna í stefnu okkar og daglegan rekstur, sýnum við samfélagslega ábyrgð í verki sem leiðir til jákvæðra áhrifa á umhverfið og samfélagið. Það sem liggur okkur næst þar eru til dæmis markmið um nýsköpun og uppbyggingu, góð atvinna og hagvöxtur, heilsa og vellíðan, menntun fyrir alla og jafnrétti kynjanna,“ segir Margrét. Síðustu árin höfum við fengið vottun fyrir góðan rekstur í gegnum „Framúrskarandi fyrir- tæki“ og „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“. Aukin áhersla á rafræn viðskipti „Rafrænir reikningar eru mikil- vægur hluti viðskipta í dag, með þeim hætti skila upplýsingar sér hratt á milli kerfa og villuhætta minnkar. Fjárstreymi verður skil- virkara. Meðhöndlun rafrænna reikninga tekur að meðaltali þrjá daga á meðan meðhöndlun papp- írsreikninga tekur að meðaltali 15 daga og er því um 80% hagræðingu að ræða. Það gefur auga leið hversu mikill ávinningur þetta er fyrir umhverfið og kolefnissporið. Það eru gríðarlega spennandi hlutir að gerast hjá okkur og dk Viðskiptahugbúnaður er í stöðugri þróun. Við höfum verið að leggja mikla áherslu á meiri sjálfvirkni í kerfinu og rafræn samskipti inn og út úr kerfinu. Þar koma smáfor- ritin og veflausnir sterkar inn og það má segja að þær lausnir séu framlenging á bókhaldskerfið. Þessar lausnir eru mikil hagræðing í rekstri og starfsemi fyrirtækja. Mikil áhersla hefur einnig verið lögð á þróun í dk öppunum. Nýtt dk One app kemur út á næstu dögum með töluverðum nýjung- um. Nú er hægt að taka mynd af reikningum og senda beint inn í dk. Þar sem ný vinnsla tekur við og les inn reikninga í lánar- drottnakerfið úr PDF-skjölum og myndum. Hægt er að sjá reikning- inn og laga /breyta bókun áður en reikningur er stofnaður í dk. Einn- ig er hægt að vista skjöl í fyrirfram skilgreindri möppu og lesa inn. Bætt hefur verið við samþykkt- arkerfi í dk One appið sem fram að þessu hefur einungis verið á netinu hjá okkur. Dæmi um viðbót í nýjustu útgáfunni okkar í dk hugbúnaði er jafnlaunagreining, innlestur grunngagna frá notendum vegna jafnlaunagreiningar. Þessi gögn eru síðan unnin saman við launagögn og reiknaðir út ýmsir þættir sem tengjast jafnlauna- greiningu, til dæmis stig fyrir persónubundna þætti og ein- stök störf. Einnig er reiknaður út launamunur kynja út frá þeim forsendum sem eru gefnar. Þessar upplýsingar er síðan hluti af þeim gögnum sem þarf að skila til að öðlast jafnlaunavottun sem veitt er af þar til bærum aðilum. Nýlega hefur Innbyggða hjálpin í kerfinu verið endurskrifuð og fleiri hjálpargluggum (Wizard) hefur verið bætt við kerfið. Mögu- leiki er nú að lesa rafræn fylgiskjöl í töflu í stað þess að vera með þau á gagnadrifi. Mikil vinna hefur farið í hjálpar- og kennslumyndbönd sem eru sýnileg á heimasíðu dk hugbúnaðar og YouTube rás en það hefur hingað til ekki verið tiltækt,“ segir Margrét að lokum. ■ Samfélagsleg ábyrgð í verki Margrét Sveinbjörnsdóttir viðskiptaþróunarstjóri segir mikla áherslu hafa verið lagða á þróun í dk öppunum. Nýtt dk One app kemur út á næstu dögum með töluverðum nýjungum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kynningarblað 21FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.