Fréttablaðið - 25.03.2022, Side 45

Fréttablaðið - 25.03.2022, Side 45
Ofanleiti 2 / sími 422 8000 / verkis.is ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra. Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga. Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár. VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG Verkfræðistofan Verkís legg- ur mikla áherslu á sjálfbærni í öllu sínu starfi. Sérstök áhersla er lögð á vistvænar samgöngur og nýlega fékk fyrirtækið platínum-vottun Hjólafærni. Vistvænar samgöngur hafa alltaf verið hluti af sjálfbærnistefnu Verkís, að sögn Elínar Vignis- dóttur, landfræðings og ráðgjafa í sjálfbærni. „Þegar við fluttum höfuð- stöðvarnar okkar í Ofanleiti 2 árið 2013 var strax ákveðið að gera mikið fyrir hjólreiðafólk. Það er stefna fyrirtækisins að auðvelda starfsfólki að komast til vinnu á vistvænan hátt,“ segir hún. „Við höfum góða aðstöðu fyrir fólk sem kemur hjólandi í vinnuna. Hér er góð hjólageymsla sem við köllum Hjólahöllina, þar er líka hægt að skipta um föt og þurrka af sér. Við keyptum nýlega tvö rafhjól sem starfsfólk getur prófað í viku og viku í einu til að komast til og frá vinnu. Það er ekki komin reynsla á það en það er okkar von að það verði til þess að fleira starfs- fólk velji rafhjól sem ferðamáta.“ Verkís fékk í janúar platínum- vottun Hjólafærni. Það er vottun sem fyrirtæki geta fengið ef vinnu- staðurinn er svo útbúinn að allir sjá að þangað er best að koma á hjóli, gangandi eða í strætó, hvort sem það eru gestir eða starfsfólk. „Við söfnum stigum fyrir aðstöðuna og fyrir viðleitni til að hvetja stafsfólk og gesti til að nota vistvænar samgöngur,“ segir Elín. „Það var líka einn af þáttunum sem voru hafðir í huga þegar verið var að velja nýtt húsnæði fyrir höfuðstöðvarnar að vera stað- sett miðsvæðis. Þannig þarf ekki að fara langt til að sækja ýmsa þjónustu.“ Auk rafhjólanna á Verkís raf- bíla sem starfsfólk getur fengið til afnota, þurfi það að skreppa frá vegna verkefna eða sinna einka- erindum á vinnutíma. „Þessum bílum er alltaf að fjölga. Við erum núna með þrjá 100% raf- magnsbíla og nokkra Hybrid bíla. Það er stefna hjá okkur að fjölga rafbílunum,“ upplýsir Elín. Sjálfbærni í verkefnum Elín segir að hjá Verkís ríki skilningur um mikilvægi þess að aðstoða viðskiptavinina við að verða sjálfbærari og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. „Þau mannvirki sem verið er að byggja í dag verða í notkun næstu 100 árin og það skiptir máli að hugsa um þau áhrif sem þau hafa. Við erum alltaf að innleiða meiri sjálfbærni í okkar verkefnum. Við höfum verið að draga úr umhverf- isáhrifum en á sama tíma höfum við reynt að hámarka jákvæð áhrif,“ segir hún. „Við höfum verið að þróa mats tæki sem auðveldar verk- efnastjórum að meta sjálfbærni í sínum verkefnum, sem þeir geta nýtt sér strax frá upphafi. Tækið auðveldar starfsfólki að koma hug- myndafræðinni um sjálfbærni inn í verkefnin.“ Við þróun þessa matstækis voru heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun nýtt, þar sem talið er að þau kort- leggi alla þætti sjálfbærni mjög vel. „Sjálfbærni er svo víðfeðm og nær til margra þátta. Flestir þekkja heimsmarkmiðin því þau eru svo vel kynnt og með því að nota þau er auðvelt fyrir fólk að skilja hvað er átt við þegar við ræðum um sjálfbærni. Með því að nota matstækið geta verkefnisstjórar skoðað hvaða heimsmarkmið geta átt við í þeirra verkefni. Og hvar tækifæri eru til að gera betur,“ útskýrir Elín. „Þetta nýja tól gefur okkur líka tækifæri til að nálgast verkkaupa. Við getum rætt við verkkaupann um hvaða markmið sem snúa að sjálf bærni skipta hann mestu máli og hvernig hægt er að ná þeim á sjálf bæran hátt í verkefn- inu. Það er hluti af okkar sjálf- bærniráðgjöf.“ Reikna kolefnisspor af ráðgjafarvinnu Elín segir að Verkís sé einnig farið að bjóða verkkaupum að þau reikni kolefnissporið af sinni ráðgjafarvinnu. Það er metið út frá stærð og umfangi verkefna og verkkaupar geta fengið niðurstöð- una afhenta til að átta sig betur á sinni stöðu. „Við erum ekki bara að gefa upp einhverja tölu heldur skoða hvernig megi draga úr henni. Verkefnastjórinn getur til dæmis skoðað hvort hægt sé að fækka ferðum ef mikið er um ferðir í verkinu, eða hvort hægt sé að ferðast á annan hátt sem hefur minni umhverfisáhrif,“ segir hún. „Við veitum alls kyns ráð- gjöf varðandi sjálf bærni og hvernig verkkaupar geta minnkað umhverfisáhrif í verkefnum. Til þess höfum við til dæmis notað lífferilsgreiningar og samtöl við hönnuði.“ Elín segist finna það að fólk er mun meðvitaðra í dag um umhverfismál en þegar hún hóf störf fyrir Verkís fyrir 14 árum. „Fólk er meðvitaðra um að draga úr kolefnisspori. Það eru f leiri og f leiri sem sjá nauðsyn þess að draga úr áhrifum sínum á umhverfið.“ ■ Hvetja til vistvæns ferðamáta Elín Vignisdóttir, landfræðingur og ráðgjafi í sjálfbærni hjá Verkís. FRÉTTBLAÐIÐ/ EYÞÓR kynningarblað 31FÖSTUDAGUR 25. mars 2022 SJÁLFBÆR REKSTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.