Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 46
Andrea Kristinsdóttir er 33 ára skipulagsfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf. Hún segir tækifærin firnamörg, til að mynda þegar kemur að því að stuðla að sjálfbærni í borgaskipulagi á Íslandi. jme@frettabladid.is Margt má gera til að stuðla að sjálfbærni borga og fyrsta skrefið felst í góðu skipulagi. Andrea lærði landfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist úr meistaranámi í skipulagsfræði í Aalborg Universi- tet 2015. „Ég hef einnig réttindi til að votta samkvæmt BREEAM communities kerfinu. BREEAM er alþjóðlegt umhverfisvottunar- kerfi fyrir skipulag og byggingar sem er ætlað að auka sjálfbærni uppbyggingar. Mitt starf snýr að gerð skipulagsáætlana, aðalskipu- lagi, deiliskipulagi og breytingum á þeim, umhverfismati áætlana og fleiru. Innan þessara verkefna koma síðan upp fjölbreytt við- fangsefni sem snúa að samgöngu- málum, mati á flóðahættu, staðar- valsgreiningu, og ýmiss konar umhverfisþáttum,“ segir Andrea. Sjálfbærni gegnumgangandi „Það er ekki svo langt síðan fólk byrjaði almennt að pæla í sjálf- bærni byggðar og hingað til hafa praktísk sjónarmið aðallega verið uppi á borðinu. Í dag er krafan um umhverfismál og sjálfbærni orðin háværari. Krafan um umfjöllun um umhverfisáhrif sem og um gagnsæi og vandað samráð er það einnig,“ segir Andrea. „Hugmynda- fræði sjálfbærni á að vera gegnum- gangandi í öllum verkefnum. Það er jákvætt að í flestum tilfellum í dag eru verkkaupar jákvæðir gagnvart lausnum sem draga úr umhverfis- áhrifum og auka sjálfbærni.“ Skipulag öflugasta verkfærið „Skipulagsgerð er eitt af öflugustu tækjum sem sveitarfélög hafa í verkfærakistunni til að hafa jákvæð áhrif á sjálfbærni byggðar og loftslagsmál almennt. Skipulagið nær þá yfir fyrirkomulag byggðar, samgöngur, gæði umhverfisins og aðgengi að þjónustu sem við nýtum daglega. Til þess að vinna í átt að sjálfbærni er annars vegar mikilvægt að gera áætlanir og setja skilmála sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Hins vegar þarf að aðlaga byggð að loftslagsbreyt- ingum. Skipulag skapar umgjörð um daglegt líf okkar, hvaða tæki- færi við höfum til að uppfylla þarfir okkar og hefur mikið að segja um áhrif okkar á umhverfið. Mitt starf hjá VSÓ felst meðal annars í ráðgjöf við ákvarðana- töku um staðsetningu starfsemi með tilliti til aðgengis eða vegna áhrifa starfsemi á nágrenni. Það er til dæmis mikilvægt að fjölsótt starfsemi sé ekki staðsett þannig að hún sé óaðgengileg, heldur frek- ar á svæðum þar sem samgöngur eru góðar og tíðar. Það dregur úr ferðaþörf og takmarkar notkun á einkabílnum, sem er jákvætt út frá umhverfissjónarmiðum. Hvað varðar aðlögun að lofts- lagsbreytingum er okkar hlut- verk til dæmis að setja stefnu og skilmála um hvernig við byggjum með tilliti til f lóðahættu, hættu á skriðuföllum og annars konar náttúruvá. Á lágsvæðum þarf til dæmis að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks og huga að því að ný mannvirki séu staðsett eða hönnuð þannig að þau skemmist ekki í f lóðum. Einnig þarf að skoða hvernig er æskilegt að nýta land til að draga úr losun eða binda kolefni. Það er mikilvægt að fá rétt- ar og áreiðanlegar upplýsingar því mat losunar fer eftir tegund lands og aðstæðum á hverjum stað.“ Sjálfbær Reykjavík Andrea segir að það sem stuðli helst að sjálfbærni borgar sé samtvinnun ferðamáta og samspil áfangastaða og samgangna. „Í Kaupmannahöfn er þetta leyst með sterkri hjóla- menningu og öflugu kerfi almenn- ingssamgangna. Mér þykir Reykja- vík vera að standa sig vel í að auka sjálfbærni. Borgin er á réttri leið en á auðvitað langt í land til þess að geta talist sjálfbær. Þá þykir mér áhersla borgarinnar á fjölbreytta samgöngumáta, hágæða almenn- ingssamgöngur og hjólreiðaáætlun, vera þættir sem eru líklegir til að auka sjálfbærni borgarinnar. Einn- ig er áhersla borgarinnar á þétta og blandaða byggð innan vaxtar- marka mikilvægur þáttur í að auka sjálfbærni. Hugmyndafræðin um fimmtán mínútna hverfi vegur þar einnig þungt, því það stuðlar að sjálf- bærni að fólk geti sinnt daglegum erindum sínum gangandi eða hjólandi í nágrenni við heimili sitt. Sjálf bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur, sem að mínu mati uppfyllir margar af þeim kríteríum sem eru á bak við sjálfbærnihugsjónina. Þetta er fimmtán mínútna hverfi, aðgengi að samgöngum er almennt gott, vegalengdir eru stuttar og auðvelt að hjóla. Það er hægt að sinna dag- legum erindum að stórum hluta án einkabílsins. Einnig þykir mér áhugaverð og spennandi nálgun í nýju aðalskipu- lagi Reykjavíkurborgar þar sem kostnaður við rekstur einkabíls er skoðaður í samhengi við húsnæðis- kostnað, en húsnæði og samgöngur eru auðvitað tvær hliðar á sama peningnum. Það hefur vantað upp á að það sé tekið inn í reikninginn hversu mikill tími og peningur fer í að keyra til dæmis úr úthverfi á þjónustusvæði. Þetta finnst mér vera flott nálgun.“ n Með skipulagi má byggja sjálfbærar borgir Andrea segir það mikilvægt að vinna í átt að sjálfbærni á öllum sviðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI BravoEarth vefkerfið býður fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum upp á nýja og ferska nálgun við innleið- ingu verkferla sem stuðla að sjálfbærum rekstri. Vefkerfið byggir á þeirri hugmynda- fræði að með mörgum litlum skrefum sé hægt að gera stór- kostlega hluti. Eftir að hafa staðið að uppbygg- ingu Mentors, sem er fyrirtæki sem margir þekkja, ákvað Vilborg Einarsdóttir fyrir rúmum þremur árum að söðla um og færa sig yfir í umhverfisgeirann. „Ég stofnaði fyrirtækið BravoEarth sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum að koma umhverfis- og sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Fram undan á markaðnum eru miklar breytingar þar sem fyrirtæki eru í auknum mæli að endurskoða sinn rekstur og stefnu út frá sjálfbærni. Það er því mjög spennandi að koma fram með nýja lausn sem auðveldar stjórnendum þetta mikilvæga verkefni. Með mér í teymi eru Mats Rosenkvist, frumkvöðull í Svíþjóð, og Kjartan Sigurðsson, sem er með doktorsgráðu á sviði samfélags- legrar ábyrgðar. Forritun og rekstur BravoEarth kerfisins er hjá fyrirtækinu Derventio solutions í Englandi. Okkar markmið er að gera sjálfbærni og loftslagsmálin aðgengileg og einfalda ferlið við þessi mikilvægu og vandasömu verkferli. Framtíðarsýn BravoEarth er að byggja upp alþjóðlegt fyrir- tæki með lausn sem er leiðandi á sínu sviði, notuð í þúsundum fyrirtækja í Evrópu, sem vinna í átt að sjálfbærni sér og jörðinni til heilla,“ segir Vilborg. Ný og fersk nálgun BravoEarth kemur, að sögn Vil- borgar, fram með nýja nálgun á markaðnum. „Vefkerfið Bravo- Earth er þegar í notkun hjá fyrstu viðskiptavinunum með góðum árangri. Fram undan eru spenn- andi nýjungar sem henta litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem stefna að sjálfbærni. Við leiðum þau áfram skref fyrir skref við mótun og innleiðingu sjálfbærni- stefnu og undirbúning við að birta UFS sjálfbærniskýrslu með sérstakri áherslu á loftlagsstefnu og greiningu á loftslagstengdri áhættu og tækifærum. Mæling á kolefnisspori fer fram hjá Klöppum grænum lausnum eða með öðrum aðferðum, eins og með hjálp Loftslagsmælis Festu, en við styðjum við aðra þætti sjálfbærninnar, það er greiningar, stefnur, markmið og aðgerðir. Við bjóðum einnig upp á ítarlegar leiðbeiningar sem eru aðgengi- legar inni í vefkerfinu. BravoEarth kerfið nýtist einnig mjög vel þegar unnið er með sjálbærniráðgjöfum eins og sérfræðingum hjá EY.“ Kostirnir felast í skrefunum Miklir kostir fylgja því fyrir stofn- anir og fyrirtæki að nýta Bravo- Earth. „Tímasparnaður, tilbúin ferli og leiðbeiningar á mannamáli eru nokkrir af helstu kostunum. Fyrirtæki vita oft oǵ tíðum ekki hvað þau eiga að gera og stjórnend- ur hafa ekki tíma til að sökkva sér í málefnið. Það er mikill kostur að hafa allt á einum stað í skipulögðu kerfi. Það er mikið af upplýsingum úti um allt á netinu en það tekur tíma að safna þeim saman, greina og finna rétta stíginn. Í BravoEarth kerfinu er búið að leggja stíginn og stjórnendur og þeir sem vinna að sjálfbærnimálum geta fylgt leið- beiningum skref fyrir skref, hvort sem unnið er með heimsmark- miðin, við innleiðingu á UFS sjálf- bærnistefnu eða við innleiðingu loftslagseftirlits. Með öðrum orðum, þá finnur notandi tilbúin matsform í Bravo- Earth kerfinu fyrir greiningar eins og mikilvægis-, ferla- og áhættu- greiningar sem leggja grunn að mótun sjálf bærnistefnu og forgangsröðun. BravoEarth leiðir notanda áfram við gerð sjálf bærnistefnu, en alls eru níu undirstefnur sem tengjast UFS staðlinum, eins og loftslags- stefna, mannréttindastefna og birgjastefna. Til að koma stefnu í framkvæmd þarf að setja mark- mið. Þú getur brotið sjálf bærni- markmið niður í aðgerðir, útdeilt ábyrgð, skráð tíma og skilgreint viðmið um árangur. Allt er sett upp á skýran hátt og einfalt er að fylgjast með framvindu og kalla fram skýrslur. Við höfum einnig verið að kynna BravoEarth sem lausn fyrir sveitarfélög til að halda utan um loftslagsstefnu og innleiðingu á heimsmarkmiðunum í samstarfi við Evu Magnúsdóttur í Podium, sem er mjög spennandi verkefni. Kerfið gerir verkefnið skilvirkara og sparar tíma varðandi utanum- hald og skýrslugerð.“ Sjálfbærni er framtíðin „Það er jákvætt að mörg fyrir- tæki kjósa nú þegar að innleiða sjálfbærni og stefna að kolefnis- hlutleysi, enda er það mikilvægt, bæði til að berjast gegn hlýnun jarðar og til að tryggja rekstrar- árangur. En fram undan eru ESB reglugerðir sem skylda fyrirtæki og stofnanir til að birta sjálfbærni- skýrslur. Staðlar sem eru í þróun byggja meðal annars á umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnar- háttum og mati á loftslags tengdri áhættu og tækifærum. Í dag þurfa aðeins stórfyrirtæki að skila þessum skýrslum en þau þrýsta nú þegar á sína birgja (lítil og meðal- stór fyrirtæki) að birta sjálfbærni- skýrslur að auki. En það eru einnig mikil tækifæri fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum að taka forystu í þessum efnum og þar kemur BravoEarth inn með skýra ferla og þekkingu. Þess má geta að BravoEarth fékk veglegan nýsköpunarstyrk hjá Íslandsbanka til að útfæra og auð- velda stjórnendum fyrirtækja og stjórnum að halda utan um og meta loftslagstengda áhættu og tækifæri með hliðsjón af TCFD staðlinum. Næsta skref hjá okkur er að gera ítarlegar leiðbeiningar og matsform sem auðveldar þessa vinnu.“ n Nánari upplýsingar: bravo.earth/is Tímasparnaður, tilbúin ferli og leiðbeiningar á mannamáli Vilborg segir að í BravoEarth sé búið að leggja stíginn fyrir stjórnendur. Þeir sem vinna að sjálfbærnimálum geta fylgt leiðbeiningum skref fyrir skref við innleiðingu á UFS sjálfbærnistefnu, Heimsmarkmiðunum eða loftslagseftirlits. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 32 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.