Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 48
Húsasmiðjan hefur unnið að því að minnka umhverfis­ áhrif af rekstri sínum og vörunum sem eru seldar, á undanförnum árum. Það hefur náðst mjög mikill árangur við að minnka kolefnisfótspor, bjóða upp á umhverfsivænni valkosti í verslunum og rafvæða við­ skipti til að minnka pappírs­ notkun en það stendur til að gera mun meira. „Við vinnum eftir nokkrum föstum stefnum sem heyra undir sjálfbærni. Við vinnum eftir formlegri umhverfisstefnu, formlegri mannauðsstefnu, erum með jafnlaunavottun og leggjum áherslu á jafnrétti kynjanna, ásamt því að hafa ákveðin leiðarljós og kjarnagildi. En við erum ekki enn komin með formlega sjálfbærni- stefnu,“ segir Jón Þórir Þorvalds- son, umhverfisverkfræðingur og verkefnastjóri umhverfis- og sam- félagsmála á fagsölusviði Húsa- smiðjunnar. „Hún er samt í vinnslu og eins og sést, komin að hluta, svo við erum nú þegar að vinna eftir henni að nokkru leyti. Ég tók við þessari nýju stöðu 1. september og þurfti að setja mig inn í þetta starf og átta mig á hvar við værum stödd, hvernig fyrirtækið og boðleiðir innan þess virka, hvernig sé best að nýta stöðuna, hvar ég nýtist best í fyrirtækinu og hver séu helstu for- gangsatriðin,“ segir Jón. „Við erum svo líka að vinna að því að uppfæra þær stefnur sem við erum að vinna eftir.“ Góður árangur í umhverfismálum „Húsasmiðjan býr svo vel að við höfum sérstaklega góða aðstöðu til að taka við hráefnum erlendis frá, en skipin sem flytja þau leggja að fyrir utan vörulagerinn okkar, svo það þarf ekki að hlaða efninu á bíla og flytja það frá skipum á vörulag- er og dreifa svo þaðan, heldur fer þetta bara beint inn,“ útskýrir Jón. „Þó að þetta virki kannski ekki eins og mjög stórt atriði minnkar þetta kolefnisfótsporið gríðarlega mikið á hverju ári. Við höfum líka mælt kol- efnisspor fyrirtækisins inn á við í nokkur ár í samstarfi við Klappir og stefnum á að gefa út eigin sjálf- bærniskýrslu. Kerfi Klappa fylgist með kolefnislosun, rafmagnsnotk- un, vatnsnotkun, magni úrgangs og hlutfalli f lokkaðs úrgangs, jarðefnaeldsneytisnotkun ásamt fleiru,“ segir Jón. „Við höfum lækkað mælda heildarlosun koltví- sýringsígilda frá starfseminni um 16% frá árinu 2019 með ýmsum aðgerðum. Við notum til dæmis næstum eingöngu rafmagns- lyftara í dag og erum sífellt að auka hlutfall f lokkaðs sorps sem fer frá okkur. Við fórum líka að vinna í að skipta yfir í LED-ljós, sem kostaði sitt upphaflega en er fljótt að borga sig í rekstrarkostnaði því það eru miklu skilvirkari perur. Við fórum líka að slökkva á tækjum og kerfum á nóttunni sem var óþarfi að hafa í gangi, sem munar miklu.“ Enn þá hægt að gera meira „Við höfum staðið okkur ágætlega í því að mæla kolefnisfótsporið en til að fá betri heildarmynd af kolefnislosun þurfum við að bæta við meiru af því sem fellur undir það sem er kallað umfang þrjú, en það er sem sagt kolefnisfótspor vegna f lutninga á birgðum til og frá fyrirtækinu, ferða starfsmanna til og frá vinnu og annars sem hefur ekki beint með reksturinn að gera,“ segir Jón. „Við erum að skoða hvað sé raunhæft að byrja að mæla og taka með í reikning- inn þannig að við getum sýnt áreiðanlegar tölur. Við bættum til dæmis f lugi starfsmanna inn fyrir árið 2021, það var ekki stór hluti af heildarlosun en þetta er hluti af því að sýna ábyrgð og fylgjast betur með því sem fellur í þennan f lokk. Við stefnum á að bæta f leiri þáttum við á næstunni. Ég verð líka með föst námskeið varðandi umhverfismál fyrir starfsmenn þar sem áherslan verður á að vera hvetjandi og tala um það sem við getum gert til að bæta okkur. Svo verða líka nám- skeið um umhverfisvottanir á því sem við köllum „grænar vörur“ og um umhverfismál heilt yfir og hvað sé hægt að gera til að bæta sorpmálin, en markmiðið okkar er að að minnsta kosti 90% af úrgangi frá okkur verði f lokkaður fyrir 2025,“ segir Jón. „Ég tel það raunhæft markmið, en til að ná því þurfum við að setja ákveðna verkferla, vera hvetjandi og bjóða upp á nýja möguleika. Það skiptir miklu máli að fræða starfsmenn til að auðvelda þeim að gera þessa breytingu.“ Grænir valkostir og aukin rafræn þjónusta Húsasmiðjan vill bjóða upp á græna og umhverfisvæna valkosti í öllum vöruflokkum. „Við höfum tekið saman allar vörur okkar sem uppfylla ákveðna umhverfisstaðla eða hafa vottun frá þriðja aðila, eins og Svans- vottun, Bláa engilinn og f leira, og merkt þær sem „Grænar vörur“ á vefsíðunni okkar, í Húsasmiðju- appinu og í verslunum,“ segir Jón. „Það fylgja líka nákvæmar upplýsingar um hvernig vörurnar uppfylla þessa staðla og hvaða vottun hver vara hefur. Þetta er til að einfalda viðskiptavinum okkar valið og kynna fyrir þeim valkosti sem eru betri fyrir umhverfið. Til þess að geta veitt við- skiptavinum okkar grænni og umhverfisvænni valkosti í öllum vöruflokkum hef ég m.a. haft samband við þá framleiðendur og birgja sem við verslum við um allan heim og kynnt þeim mögu- leika á því að fá vörur sínar Svans- vottaðar, leyfilegar til notkunar í Svansvottuðum verkefnum eða við uppfyllingu annarra staðla. Á undanförnum árum hefur Húsasmiðjan líka aukið verulega við tölvuvæðingu starfseminnar, bæði þegar kemur að rekstri fyrirtækisins og í samskiptum við viðskiptavini. Við höfum þannig komið öllum reikningum á stafrænt form til að spara pappír og sett aukinn kraft í vef- verslunina okkar og Húsasmið- juappið,“ segir Jón. „Í appinu er nú hægt að gera allt sem er hægt að gera hjá sölufulltrúa og fá öll gögn send rafrænt, svo það getur sparað fólki pappír, sporin og alls kyns umstang. Við hvetjum viðskiptavini til að ná í Húsasmið- juappið og nýta það, sem og sjálfs- afgreiðsluna í verslunum okkar.“ Mörg verkefni fram undan „Á næstu árum ætlum við svo að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við allar verslanir okkar á landinu, en þær eru þegar komnar upp í Kjalarvogi og á Akureyri. Þær eru bæði fyrir við- skiptavini og til að hvetja starfs- fólk til að velja þennan umhverfis- vænni fararskjóta,“ segir Jón. „Við ætlum líka að fara að bjóða upp á fræðslu fyrir bæði starfs- menn og viðskiptavini varðandi umhverfisvottanir, en hún væri farin í gang ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn. Svo er von á formlegu sjálf- bærnistefnunni okkar og við sjáum fram á að einblína meira á umhverfismál á næstunni, enda er áhuginn á þeim alltaf að aukast, bæði innan fyrirtækisins og hjá viðskiptavinum og fyrir vikið fá þau og hringrásarhagkerfið ósjálf- rátt meiri athygli,“ segir Jón. „Við viljum líka fara að skoða hverju er auðvelt að breyta með smávegis öðruvísi hugsun og svo fara að eltast við það sem verður snúnara og tekur lengri tíma.“ n Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Húsasmiðjunnar, husa.is. Þar má einnig nálgast Húsasmiðju­ appið. Síaukin áhersla á umhverfisvernd og ábyrgan rekstur Jón Þórir Þorvaldsson er umhverfisverkfræðingur og verkefnastjóri umhverfis­ og samfélagsmála á fagsölusviði Húsasmiðjunnar. MYND/M.FLÓVENT Við höfum lækkað mælda heildar­ losun koltvísýrings­ ígilda frá starfseminni um 16% frá árinu 2019 með ýmsum aðgerðum. Jón Þórir Þorvaldsson 34 kynningarblað 25. mars 2022 FÖSTUDAGURSJÁLFBÆR REKSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.