Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 25.03.2022, Qupperneq 60
Þetta var bara eins og einhver hugljómun. Þetta var besta kvöld lífs míns. Ég elska Airwaves. Agnes Björt Andradóttir Gleðifregnir bárust frá skipu- leggjendum Iceland Airwaves í vikunni. Hátíðin verður haldin í Reykjavík þann 3. til 5. nóvember og meðal stað- festra gesta er enska bandið Metronomy. ninarichter@frettabladid.is Airwaves-hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999, þar sem rjóminn af íslenskri tónlistarsenu heldur upp- skeruhátíð samhliða erlendum tónlistarmönnum úr fremstu röð. Fjöldi fólks hefur skapað þar dýr- mætar minningar. Keypti upp alla gúmmíhanskana „Ég hef bara misst einu sinni af Airwaves, þegar ég bjó erlendis, en hef annars alltaf mætt. Ég minnist ógrynnis af geggjuðum tónleikum,“ segir Matthías Már Magnússon, dag- skrárstjóri Rásar 2. „Svo var tímabil þegar ég var umborðsmaður Dr. Spock. Það var fyndið að kaupa alla gula gúmmíhanska á höfuðborgar- svæðinu og biðja um nótu. Og fólkið í 10-11 spurði þá: Já, er Spock í kvöld? Og svo þurfti ég að svara öðru tón- listarfólki þegar það spurði hvenær Spock væri að spila,“ segir hann. „Morðingjarnir voru ekkert að grínast í Airwaves-laginu sínu þar sem ein línan er: Fokk, við erum að spila á sama tíma og Dr. Spock. Sem endaði á því að Dr. Spock var oft síðast á laugardegi á Nasa. GusGus og Dr. Spock áttu þennan heiður í nokkur ár, í árdaga hátíðarinnar.“ Og lænöppið sem þessi hátíð hefur boðið upp á síðustu 20 ár er algjörlega ótrúlegt.“ Pottapartí í öllum fötunum „Í fyrsta skipti sem ég fór á Air- waves hefur örugglega verið 2010. Þá vorum við á Batteríinu. Það var bara einhver geðveiki í gangi,“ segir Agnes Björt Andradóttir, söngkona í Sykri. „Við vorum alveg að missa okkur, en svo man ég að við vorum komin í eftirpartí á Seltjarnarnesi. Þá vorum við í fötunum í heitum potti að ákveða hvað við ætluðum að sjá á morgun. Airwaves er svo mikið eitthvað svona rugl,“ segir hún og hlær. Agnes minnist skemmtistaðarins Nasa með hlýhug. „Ég tengi Nasa rosa mikið við hátíðina, og hvað var rosalega gaman að vera alltaf þar í kringum Airwaves. Þegar Sykur spil- aði fyrst á hátíðinni, á Nasa á laugar- deginum 2011, þá voru allir þarna inni. Það var svona eins og hugar- heimur allra sameinaðist og yrði að einhverju alheimsljósi,“ segir hún. „Þetta var bara eins og einhver hugljómun. Þetta var eitt besta kvöld lífs míns. Ég elska Airwaves.“ Nötrandi á sviðinu á Nasa „Ég var einu sinni í hljómsveit sem hét Hölt hóra og við komum fram á Airwaves 2005. Tónleikarnir voru í Hafnarhúsinu en þar kom einnig fram Hollywood-stjarnan Juliette Lewis ásamt hljómsveit sinni The Licks. Geggjað dæmi fyrir utan að við vorum fyrstir á svið og tón- leikarnir áttu að hefjast á slaginu átta,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason, sem er jafnframt einn stofnenda líkamsræktarstöðv- arinnar Afreks. „Við fórum því í markaðsherferð dagana fyrir tónleikana, veggfóðr- uðum miðbæinn með dreifimiðum og klæddum grandalaust fólk í boli. Þegar klukkan var tíu mínútur í átta á tónleikakvöldinu leit ég út í sal og sá mér til skelfingar að salurinn var galtómur,“ segir hann. „Einn svell- kaldur rann niður í taugaáfallinu sem fylgdi og ég ákvað að taka þetta á æðruleysinu og gefa allt í tónleika sem enginn myndi sjá.“ Atli Fannar segist hafa skotist inn á sviðið í sýndarstuði, þegar fyrsta lagið hófst. „Þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af laginu opn- uðust dyrnar og inn flæddi fólk — straumurinn var slíkur að salurinn var fljótur að fyllast,“ segir hann. „Ef ég væri gáfaður eða trúaður ætti ég örugglega líkingu úr fyrsta testamentinu til að lýsa þessu. Orð geta ekki lýst gleði minni en ég komst síðar að því að dyra- verðirnir höfðu haldið þriggja kíló- metra langri röð fyrir utan húsið þangað til klukkan sló átta,“ segir Atli Fannar. „Engum var hleypt inn mínútu fyrr. Þannig hundsuðu þeir algjörlega brothætt hjörtu hljóm- sveitarinnar en við höfum fyrirgefið það enda spiluðum við okkar bestu tónleika þetta örlagaríka kvöld.“ n Alheimsljósið á dansgólfi og gulir gúmmíhanskar Bandaríska leik- og tónlistarkonan Juliette Lewis kom fram á hátíðinni árið 2005 undir merkjum Juliette & The Licks. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Sígildir sigurvegarar Risa Eitt Sett var nýlega valið besti nýliðinn á Nammitips. Eitt Sett er að sjálfsögðu líka til sem unaðslegt páskaegg. Annar sigurvegari er okkar sígilda og ómótstæðilega Nóa Kropp sem var valið mest ávanabindandi nammið á Nammitips. Hvort eggið ætlar þú að fá þér? N Ó I SÍ R Í US ninarichter@frettabladid.is Bandaríska sveitin Umphrey's McGee stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu um helgina, á viðburði sem kallast Röckjavik. Ólafur Páll Gunnarsson, þekkt- astur sem Óli Palli á Rás 2, kveðst ekki hafa kannast við bandið þegar aðstandendur sveitarinnar höfðu samband fyrir tveimur árum síðan og spurðu hvernig honum litist á að Umphrey's McGee kæmi til Íslands. „Þau spurðu hvernig mér litist á það ef þessi hljómsveit kæmi til landsins og væri með þrjú kvöld í Eldborg. Ég spurði bara: Ha? Þá sendi hann mér link og ég fór að hlusta á bandið. Mér fannst þetta bara fínt,“ segir Óli Palli. Hann viðurkennir að hafa haft efasemdir. „Ég hugsaði, þetta verður aldrei hægt. Svo sendi hann mér póst nokkrum vikum seinna. Þá hafði selst upp á 20 mínútum. Allir miðarnir farnir,“ segir hann og hlær. „Þetta eru eiginlega allt Banda- ríkjamenn sem eru að koma,“ segir Óli Palli um gestina sem fylla sætin í Eldborg. „Þetta eru lærisveinar Grateful Dead og Phish. Þetta flokk- ast undir svokölluð jam-bands,“ útskýrir hann. „Þetta er spuna- popprokk. Þeir spila lengi, og það er ekki sama prógrammið tvö kvöld í röð.“ Óli Palli segir að líkt og í tilfelli Grateful Dead, sem áttu svokall- aða „dead-heads“ sem eltu þá um heiminn, eigi Umphrey's McGee sér harða aðdáendur sem geri slíkt hið sama. Óli Palli reiknar með að um 1.400 manns fylgi hljómsveitinni til Íslands. n Urmull Kana á Umphrey's McGee Ólafur Páll Gunnarsson út- varpsmaður LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. mars 2022 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.