Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 62
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b spadinn.is PIZZUR ALLA L Í K A KALLA KONUR & Íslenskir matreiðslu- og framreiðslumenn keppa á norrænu matreiðslumóti eftir helgi. Að sögn forseta Klúbbs matreiðslumeistara er um að ræða framúrskarandi keppnisfólk í greininni. ninarichter@frettabladid.is Á sunnudaginn fara matreiðslu- mennirnir Sindri Guðbrandur Sig- urðsson, Gabríel Kristinn Bjarna- son, Sveinn Steinsson og Aþena Þöll, ásamt framreiðslumanninum Steinari Bjarnasyni, í keppnisferð til Danmerkur. „Sérstaða íslenskra matreiðslu- manna er dugnaður og útsjónar- semi. Svo eru þeir ótrúlega sterkir svona bragðlega,“ segir Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs íslenskra matreiðslumeistara. „Við erum svo heppin að við eigum gríðarlega mikið af f lottum matreiðslumönnum sem eru að leggja þvílíkan tíma í það að æfa sig undir svona mót sem þeir eru að fara á núna,“ segir Þórir. Hann leggur þó áherslu á að hér sé á ferð- inni fólk sem er ekki atvinnumenn í að keppa, heldur sé það áhugamál og þau séu að vinna inni í eldhúsum landsins alla daga, og það sé þeirra vinna, og því sé álagið mikið og eljan sömuleiðis. „Það er unaður að fylgjast með þessu unga fólki og hversu áræðin þau eru. Það er ekkert verið að velta fyrir sér hvað sé í gangi heldur eru þau að æfa eins og landsliðsmenn í íþróttum,“ segir hann. Tónninn gefinn árið 1977 Aðspurður hvernig standi á því og hvernig hefðin fyrir keppnisferðum íslenskra matreiðslumanna hefur skapast svarar Þórir: „Þetta hefur alltaf verið svona. Þegar þessir menn fóru út að keppa þarna 1977, þá gáfu þeir tóninn. Menn hafa bara haldið áfram síðan,“ segir hann. „Sem betur fer höfum við verið heppin með menntun og kennslu, og þetta kerfi sem við erum með á Íslandi, að matreiðslunemar séu á samningi á veitingastöðum og á hótelum.“ Þórir útskýrir að þannig séu mat- reiðslunemar að vinna með fremsta fagfólki í faginu á hverjum tíma. „Það er lykillinn að þessu,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að Íslendingar séu ekki fjölmenn þjóð mæti íslenskir matreiðslumenn starfssystkinum sínum á hinum Norðurlöndunum á jafnréttis- grundvelli. Kallar eftir konum í kokkinn En sé málinu vikið að jafnrétti, hvernig er kynjahlutfallið í fageld- húsum á Íslandi? „Við skulum segja það eins og það er. Stelpur, ef þið hafið áhuga á matreiðslu, komið inn. Okkur vantar fleiri konur,“ segir Þórir. „Ég veit ekki hvort það sé sögulegt, að það sé ekki hefð fyrir því að konur læri kokkinn. En allar stéttir eru betri eftir því sem kynjahlutfallið er jafnara.“ Þórir bætir við að stærsta vanda- málið í matreiðslunni í dag sé skort- ur á faglærðu starfsfólki. „Okkur vantar fagmenn í greinina. Sama hvar það er,“ segir hann. Aðspurður hvernig honum lítist á komandi ár í veitingageiranum, svarar Þórir: „Það eru nýir veitinga- staðir í pípunum sem verða opnaðir á næstu vikum og mánuðum. Það lítur vel út fyrir veitingastaði,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á árið.“ n Íslenskir kokkar keppa á norrænu matreiðslumóti Hluti keppenda sem stefna til Danmerkur eftir helgina til að keppa á matreiðslu- og framreiðslumóti. MYND/AÐSEND Þessi var á meðal rétta sem íslensku keppendurnir reiddu fram á æfingu. TÖLVULEIKIR Grand Theft Auto V: Expanded & Enhanced Edition Útgefandi: Rockstar Games Framleiðandi: Rockstar North Spilaður á: PlayStation 5. Einnig til fyrir Xbox Series X og S. Oddur Freyr Þorsteinsson Grand Theft Auto V kom fyrst út árið 2013 og hefur nú komið út fyrir þrjár kynslóðir leikjatölva. Leikur- inn var byltingarkenndur á sínum tíma og býður upp á stóran og flott- an opinn heim þar sem leikmenn geta farið einir í gegnum skemmti- lega glæpasögu, þar sem þeir stjórna þremur ólíkum persónum, eða spil- að með öðrum á netinu, sem er mjög vinsælt, en þar búa leikmenn sér til persónu sem þeir leiða á toppinn í glæpaheiminum. Nú er hægt að spila leikinn í 60 römmum á sekúndu á leikjatölvum og njóta nýrrar lýsingartækni sem gefur leiknum glæsilegra yfirbragð, ásamt því að útlit leiksins hefur almennt verið fínpússað og hann er enga stund að fara í gang. Tæknin í PlayStation 5 stýripinnanum er líka nýtt vel, sem er skemmtileg viðbót. Svo er einnig búið að gera breyt- ingar á netspilunarhlutanum sem auðveldar nýjum leikmönnum að byrja. Maður finnur samt mjög vel að þessi níu ára gamli leikur sé barn síns tíma. n NIÐURSTAÐA: Þessi útgáfa af GTA V fyrir nýja kynslóð leikjatölva er vel gerð, en bætir litlu við. Út- gáfan hentar þeim sem hafa aldrei spilað GTA V, þeim sem langar að rifja upp kynnin eftir langa pásu og þeim sem spila GTA V á netinu. Ég held þessi síðastnefndi hópur hljóti að vera sérstaklega ánægður með að geta nú notið leiksins í meiri gæðum. Ekki stórt stökk heldur lítið hopp Grand Theft Auto V var að koma út í þriðja sinn. MYND/PLAYSTATION.COM 22 Lífið 25. mars 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.