Fréttablaðið - 26.03.2022, Síða 6
Meirihlutaflokkunum
hefur algjörlega mis-
tekist að skapa sátt um
framtíðar samgöngur
og skipulag í borginni.
Hildur
Björnsdóttir,
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
Það er ekki nýtt að
Sjálfstæðisflokkurinn
sé klofinn í þessu en
það gildir reyndar um
margt annað.
Dagur B.
Eggertsson,
borgarstjóri
Umræðan um Borgar-
línu og þéttingu byggð-
ar hefur verið föst í
skotgröfum og upp-
hrópunum og því vill
Framsókn breyta.
Einar
Þorsteinsson,
oddviti lista
Framsóknar-
flokksins
LENGRA FRÍ Á TENERIFE EÐA KANARÍ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
KANARÍ 29. MARS - 11. APRÍL - 13 DAGAR
MIRADOR MASPALOMAS 3*
VERÐ FRÁ 165.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 205.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
TENERIFE 28. MARS - 10. APRÍL - 14 DAGAR
HOVIMA JARDIN CALETA 3*
VERÐ FRÁ 128.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 181.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
ALLT
INNIFALIÐ
MEÐ
MORGUNV.
n Hlynnt/ur 52%
n Hvorki né 19%
n Andvíg/ur 29%
Hversu hlynnt/ur eða
andvíg/ur ert þú Borgarlínu?
101
102, 103
104
105
107
108
109
110
111
112
113, 116,
161, 162
Viðhorf til Borgarlínu eftir póstnúmerum
39% 17% 44%
36% 26% 38%
29% 30% 40%
39% 25% 36%
48% 18% 34%
53% 19% 28%
65% 12% 23%
63% 16% 21%
60% 17% 22%
59% 18% 23%
66% 15% 19%
n Hlynnt/ur n Hvorki né n Andvíg/ur
Viðhorf til Borgarlínu og þéttingar byggðar eftir stuðningi við flokka
nn Hlynnt/ur nn Hvorki né nn Andvíg/ur B = Borgarlína Þ = Þétting byggðar
19%
36%
45%
24%
25%
51%
32%
20%
48%
23%
20%
7%
26%
14%
19%
18%
24%
13%
57%
6%
7%
87%
13%
81%
67%
16%
17%
58%
16%
84%
13%
2%
78%
8%
17%
16%
67%
22%
60%
54%
28%
19%
46%
36%
74%
20%
6%
55%
21%
83%
9%
9%
71%
13%
B B B B B B B B BÞ Þ Þ Þ Þ Þ Þ Þ Þ
Meirihluti kjósenda flokk-
anna sem mynda meirihluta í
Reykjavík er hlynntur Borgar-
línu og þéttingu byggðar.
Kjósendur annarra flokka eru
á öndverðri skoðun. Kjós-
endur Framsóknarflokksins
virðast stilla sér upp með
kjósendum flokka sem standa
utan núverandi meirihluta.
adalheidur@frettabladid.is
Rúmlega helmingur Reykvíkinga er
hlynntur Borgarlínu en innan við
þriðjungur andvígur henni, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun sem
Prósent framkvæmdi fyrir Frétta-
blaðið.
Líkt og með frekari þéttingu
byggðar í Reykjavík, sem Frétta-
blaðið fjallaði um fyrir viku, sýnir
könnunin meðal annars að kjósend-
ur þeirra flokka sem mynda núver-
andi meirihluta í Reykjavík eru lík-
legri til að vera hlynntir Borgarlínu
en kjósendur annarra flokka. Þá eru
flokkarnir sem standa utan meiri-
hluta, að Framsókn meðtalinni, lík-
legri til að vera heldur andvígir bæði
Borgarlínu og þéttingu byggðar.
„Góður stuðningur við Borgarlínu
og græna borgarþróun í f lestum
flokkum kemur ekki á óvart,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Hann segir Borgarlínu góða fyrir
umferðina og nauðsynlega til að
minnka umferðartafir. Markmið
í loftslagsmálum náist ekki nema
með bættum almenningssam-
göngum.
„Það er ekki nýtt að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé klofinn í þessu en það
gildir reyndar um margt annað,“
bætir Dagur við.
Hildur Björnsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisf lokksins, skýtur hins
vegar föstum skotum til baka og
skýrir hvers vegna könnunin kemur
henni ekki á óvart: „Hún talar inn
í það menningarstríð sem borgar-
stjóri hefur skapað í borginni þar
sem fólki er skipað í fylkingar eftir
því hvernig það velur að lifa sínu
lífi. Meirihlutaf lokkunum hefur
Kjósendur skipa sér í fylkingar í stórum málum
algjörlega mistekist að skapa sátt
um framtíðar samgöngur og skipu-
lag í borginni sem hefur leitt til van-
trausts og óánægju,“ segir Hildur.
Einar Þorsteinsson, oddviti
lista Framsóknarf lokksins, tekur
að nokkru leyti undir með Hildi.
„Umræðan um Borgarlínu og þétt-
ingu byggðar hefur verið föst í skot-
gröfum og upphrópunum og því
vill Framsókn breyta. Framsóknar-
flokkurinn styður Samgöngusátt-
málann sem formaður f lokksins
hafði forgöngu um. Þar er mark-
miðið að einfalda alla umferð fyrir
akandi, almenningssamgöngur,
hjólandi og gangandi,“ segir Einar.
Útfærslan sé hins vegar meiri verk-
fræði en pólitík.
„Hvað þéttingu byggðar snertir
þá hefur þróun fasteignamarkaðar
undanfarið sýnt að skynsamlegast
er að byggja með þarfir allra borg-
arbúa í huga. Bæði þétta byggð og
brjóta nýtt land,“ segir Einar.
En verða þessi mál borgarbúum
ofarlega í huga í aðdraganda kosn-
inga?
„Þróun borgarinnar er að sjálf-
sögðu eitt aðalmál kosninganna í
vor. Ekki aðeins Borgarlína heldur
Miklabraut sem er að fara í stokk.
Mér brá að sjá Sjálfstæðisflokkinn
nú leggjast gegn því í samþykktri
stefnu sinni,“ segir Dagur.
„Kjósendur ræða held ég ekki
Borgarlínu við morgunverðarborð-
ið,“ segir Einar sem telur að kosið
verði um grunnþjónustuna; hvort
börnin komist inn á leikskóla, hvort
fatlað fólk fái úrræði, hvort eldri
borgurum líði vel, hvort stígar séu
ruddir og ruslið hirt.
Hildur tekur undir með Einari
og bætir við: „Kosningarnar munu
snúast um það hvaða stjórnmála-
af l er trúverðugast til að tryggja
framúrskarandi þjónustu, öf luga
innviði og nauðsynlegar breytingar
í borginni. Það er engum vafa undir-
orpið í mínum huga að þetta afl er
Sjálfstæðisflokkurinn.“
Um f lokkslínurnar í könnun-
inni og myndun meirihluta eftir
kosningar segir Dagur mikilvægt
að næsti meirihluti styðji þessi
verkefni og Samgöngusáttmálann.
„Framkvæmd hans er eitt af stóru
málunum fram undan,“ segir Dagur.
Aðspurður túlkar Einar könnun-
ina ekki þannig að myndun meiri-
hluta sé skrifuð í skýin. „Mér finnst
þetta aftur á móti senda skýr skila-
boð um að borgarbúar vilji að það sé
áframhaldandi sátt um samgöngu-
mál borgarinnar á grundvelli Sam-
göngusáttmálans og uppbygging
haldi áfram. Ég held að allir séu
sammála um að efla þurfi almenn-
ingssamgöngur.“
Aðspurð segir Hildur að Sjálf-
stæðisflokkurinn gangi óbundinn
til kosninga. „Myndun meirihluta
mun snúast um mun fleira en skipu-
lag og samgöngur, til að mynda fjár-
mál borgarinnar, leikskólavandann,
húsnæðisvandann og innviði.“
Mestur stuðningur við Borgar-
línu er meðal íbúa í miðborginni
og Vesturbænum í Reykjavík.
Minnstur stuðningur er hins vegar
meðal íbúa í Árbæ, Breiðholti og í
Grafarvogi. Viðhorf til Borgarlínu
eftir hverfum eru svipuð viðhorfum
til frekari þéttingar byggðar sem
Fréttablaðið fjallaði um í síðustu
viku.
Könnunin var gerð af Prósenti
dagana 4. til 18. mars síðastliðinn.
Úrtakið var 2.400 og svarhlutfallið
52 prósent. n
6 Fréttir 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ