Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Þann 20. júní síðastliðinn voru fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands viðstödd afhendingu Embluverðlaunanna í Osló. Um er að ræða norræn matarverðlaun sem voru stofnuð af norrænu bændasamtökunum og eru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaun eru veitt fyrir ýmsa flokka en í ár voru sjö aðilar tilnefndir af Íslands hálfu í jafnmörgum flokkum. Þau sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Jökla rjómalíkjör, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar. Það var ánægjulegt að fylgjast með og fá að taka þátt í þessari hátíð. Þrátt fyrir að engin verðlaun féllu okkur í skaut að þessu sinni þá fylgir tilnefningunum umtalsverð viðurkenning á þeim frábæru og metnaðarfullum verkefnum í íslenskri matvælaframleiðslu sem sprottin eru af nýsköpun þar sem fjölbreytileikinn er mikill. Sú staðreynd að Ísland hafi hlotið tilnefningar í öllum flokkum er einnig mikil hvatning til allra þeirra sem eru í vöruþróun á Íslandi. Þetta veitir okkur einnig innsýn inn í hvað aðrir eru að gera og myndun nýrra tengsla veitir okkur öllum veganesti inn í framtíðina. Til hamingju öll sem voruð tilnefnd og höldum áfram að setja fleiri stoðir undir vöruþróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu til framtíðar. Mataræðisráð Unnið er að mataræðisstefnu fyrir öll Norðurlöndin en þetta er stefna sem unnin er af Norrænu ráðherranefndinni. Í tengslum við Embluverðlaunin var haldið málþing um þróun og stöðu þessarar stefnu fyrir öll Norðurlöndin en fyrirhugað er að leggja fram nýja stefnu í júní 2023. Eldri stefna er um 10 ára gömul og við endurskoðunina hefur verið mikið rætt um að auka vægi grænmetis og annarrar fæðu á kostnað kjötafurða. Ég tel mjög mikilvægt að við komum sjónarmiðum okkar á framfæri við þessa vinnu. Það kom fram á málþinginu að horfa til hefða og sögu í mataræði hverrar þjóðar en ekki síður að horfa til sjálfbærni og kolefnisspora af þeim matvælum sem sett verða fram í þessari ágætu stefnu. Starfsumhverfi matvælaframleiðenda er misjafnt milli landa þar sem útflutningur sumra landa af landbúnaðarvörum er 75% af framleiðslu viðkomandi lands, líkt og raunin er í tilfelli Dana. En við erum á svipuðum stað og Norðmenn sem eru einungis að horfa á innanlandsneyslu. Það er ánægjulegt að sjá að sjálfbærni er tekið með í reikninginn og gefur okkur tækifæri til að gera enn betur en þegar er gert. Spretthópurinn Nú liggur fyrir niðurstaða svokallaðs spretthóps sem skipaður var af matvælaráðherra. Þar eru ýmsar tillögur lagðar fram og það sem mest hefur verið rætt um er beinn stuðningur á grundvelli fjármuna sem koma á þessu ári. Þær er ekki síður ánægjulegar tillögurnar sem settar eru fram sem eru verkefni komandi ára. Hópurinn leggur fram tillögur í átta liðum sem fjalla meðal annars um neyðarbirgðarhald, eflingu jarðræktar sem kornafurða og græn- metis, auknar jarðræktarrannsóknir, lífræna ræktun og fæðuöryggi landsins. Mikilvægt er að unnið verði áfram með þessar tillögur og að þær raungerist fyrr en seinna, enda um að ræða mikilvægar aðgerðir sem munu nýtast okkur til framtíðar. Ég vil koma á framfæri að þessi stuðningur skiptir máli þótt mikið beri á milli þeirra gríðarlegu kostnaðarhækkana í aðföngum og þeim stuðningi sem veittur er. Að lokum vil ég hrósa starfshópnum fyrir skelegga vinnu á mjög stuttum tíma og fínum tillögum sem ráðherra hefur gert að sínum. Þá vil ég þakka sérstaklega fyrir þá vinnu sem unnin var af hendi Bændasamtakanna en þar fóru fyrir Vigdís og Unnsteinn. Í þessari vinnu fundum við þó fyrir því að nauðsynlegt er að efla hagtölusöfnun innan samtakanna og stendur til að efla þá þekkingu á næstunni. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Skýr framsetning Flækjustig háir oft fjölmiðlaumræðu um mikilvæg fyrirbæri, eins og fæðuöryggi. Í fæðuöryggi felast marglaga tengingar ólíkra þátta, umfangið er mikið og erfitt getur reynst að ná utan um það í einfaldri grein sem ætluð er að upplýsa á skýran máta. Manninum er tamt að vilja flokka og einfalda til þess að skilja. Um leið og búið er að klæða flókin fyrirbæri í einfaldan búning ná þau loks flugi. Plast er eitt dæmi. Margir leggja sig fram við að minnka plastnotkun, sem er vel. Skilaboðin um afleiðingar plastmengunar eru orðin skýr. Hún varð til að mynda rótgróin eftir birtingu mynda af villtum fugli með bjórkippuplast fast utan um hálsinn. Undirstaða fæðuöryggis veltur á grundvallarþáttum frumframleiðslunnar. Í tilfelli íslenskrar landbúnaðarframleiðslu felst það í þeim aðföngum sem bóndinn þarf til að vinna úr landgæðum sínum mat í einhvers konar mynd. Sú er staðan að landbúnaðurinn er háður eldsneyti, áburði, fóðri, sáðvöru og ýmsum framleiðslutækjum, svo sem rúlluplasti – sumsé aðföng sem koma að utan. Skýrsla spretthóps um stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur það, fram yfir margar skýrslur um málefnið, að vera vel framsett. Það skiptir nefnilega sköpum hvernig efni eru lögð á borð. Mestu skiptir að fólk meðtaki. Í tilfelli skýrslunnar er hún skorinort og samantektir fela í sér upplýsingar sem auðvelt er að skilja. Tölur tala sínu máli. Í sem fæstum orðum er niðurstaða skýrslunnar sú að það kostar 8,9 milljörðum krónum meira að framleiða sama magn af landbúnaðarvörum og í fyrra. Innan þessarar tölu eru eftirfarandi upplýsingar; áburðarverð hefur hækkað um 3 milljarða kr., fóður um 4,5 milljarða kr. og olía og plast um 1,4 milljarða kr. Til að bregðast við þessum hækkunum hefur ríkið nú lofað um 2,5 milljörðum í sérstakan stuðning. Áætlað er að hækkanir á afurðaverði muni skila 3,6 milljörðum í auknar tekjur. Eftir standa rúmir 2 milljarðar kr. af óbrúuðum vanda, sem bændur, afurðafyrirtæki, verslunin og neytendur þurfa að horfast í augu við. Enn önnur lýsandi framsetning, sem sýnir stöðu landbúnaðarframleiðslu hér á landi, er samantekt sem BÍ sauðfjárbændur birtu á Facebook-síðu sinni á dögunum. Þar sést að það kostar sauðfjárbóndann 2.000 kr. að búa til 1 kg af kjöti. Þrátt fyrir boðaðan stuðning ríkis í samræmi við tillögur spretthóps og þrátt fyrir að hækkað afurðaverð sé sett inn í myndina, þá slagar verð til bóndans rétt í 1.600 kr. fyrir kílóið. Semsagt; bóndinn mun þurfa að borga með framleiðslunni sinni 400 kr. fyrir hvert kíló að óbreyttu. Þetta er ekki nýlunda, tekjur í sauðfjárrækt hafa ekki svarað kostnaði í nokkur ár. Forsendur sauðfjárbúskapar eru brostnar skv. skýrslu Byggðastofnunar um stöðu búgreinarinnar. Svo stefnir jafnvel í að það verði raunveruleg vöntun á nautakjöti í búðir líka. Þar hafa fjölmargir bændur ákveðið að minnka verulega eða jafnvel hætta framleiðslu í ár vegna þess að framleiðslan einfaldlega borgar sig ekki. Horfir í að framleiðslan muni ekki mæta áætlaðri eftirspurn. Það verður ekki til nóg. Þótt alifugla- og svínabændur fagni stuðningi sem lagt er til í skýrslu spretthóps undirstrika forsvarsmenn þeirra að hann svari einungis fjórðungi af kostnaðarauka við framleiðslu þeirra. Í einfaldaðri útgáfu getum við því gert ráð fyrir litlu íslensku kjöti í búðum í náinni framtíð. Mörgum gæti þótt það vel – við getum bara borðað eitthvað annað. En málið er bara flókið og afleiðurnar svo margar. Bjórkippuplast þeirrar dæmisögu gæti nefnilega birst okkur sem landsbyggð í niðurníðslu, næringarsnauðu og búfjárlausu landi og þjóð með brostið fæðuöryggi. /ghp Af mönnum og matvælum Myndin frá Tilraunastöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð, neðan við Fljótshlíðarveg, sennilega haustið 1935, í kornakri, virðist vera hafraakur kominn að uppskeru. Svartklæddi maðurinn með kúluhattinn er Metúsalem Stefánsson, búnaðarmálastjóri frá 1926-1935, og þar með forystumaður Búnaðarfélags Íslands á þeim árum. Klemens Kristjánsson, fyrsti tilraunastjórinn á Sámsstöðum, kom þangað 1927 og var þar til 1967. Hann endurvakti kornrækt hér á landi og er sennilega gráklæddi maðurinn til vinstri í akrinum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0318 – Blaðamenn: Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Frá Embluverðlaununum. Mynd / Espen Solli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.