Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 7

Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 LÍF&STARF 17. júní 2022 Þessi opinberi þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga var fyrst haldinn sem almennur þjóðmenningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar þann 17. júní árið 1911, en hann var valinn stofndagur lýðveldisins árið 1944 á Þingvöllum. Þar var forseti Íslands kjörinn í fyrsta skipti og fluttir þeir þjóðhátíðarsöngvar er við þekkjum svo vel, „Land míns föður“ eftir Jóhannes úr Kötlum við lag Þórarins Guðmundssonar og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Huldu, við lag Emils Thoroddsen. Höfðu þessi lög bæði hlotið fyrsta sæti í samkeppni er haldin var við þetta tilefni. Áætlað hafði verið að Fjallkonan, íslensk kona í skautbúningi og tákngervingur landsins, myndi flytja ávarp og hylla fánann, en ekki varð úr því fyrr en árið 1947 er Alda Möller leikkona hlaut þann heiður. Var dagurinn þó ekki lögskipaður sem frídagur almennings fyrr en árið 1971, en fram að því voru tilmæli frá ríkisstjórninni þess efnis að vinnuveitendur gæfu hjúum sínum frí þann dag. /SP V ið síðustu þáttarskil varð ein vísa afgangs. Karl Kristjánsson, alþingismaður Þingeyinga, fékkst dálítið við vísnagerð, enda umvafinn hagyrðingum á Húsavík. Einhverju sinni hafði hann þau orð uppi, að sér þættu ljóð og lausavísur Egils Jónassonar á Húsavík daufari en oft áður. Karl var sem kunnugt er fæddur á bænum Kaldbak á Tjörnesi, en stundum kenndur við býlið Rauf í sömu sveit. Fossinn Mígandi fellur í landi Raufar. Egill Jónasson brást skjótt til varnar ummælum Karls: Þó að ljóð mín þyki dauf þeim mun enginn týna, meðan nokkur migu- rauf minning geymir þína. Í „bleytutíð“ með Bakkusi, áttu þeir tal saman, Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans (1925–1991), og Hjörtur Kristmundsson kennari (1907–1983). Stefán var að sönnu sonur Hilmars Stefánssonar bankastjóra við sama banka. Hjörtur kvartaði sáran yfir peningaleysi. Stefán taldi létt úr að bæta, ef hann leitaði bara til sín. Nokkru síðar leitar svo Hjörtur fyrirgreiðslu hjá bankanum, en fékk afgerandi neitun. Þá orti Hjörtur: Stefán á eina ættarfjöður, því er ‘onum búinn staður, en það er eitt að eiga föður, - annað að vera maður. Hálfdan Kristjánsson orti þessa mögnuðu meiningu: Ég vil rækta engi og tún svo allur grænki balinn, mér ef byggir menjarún mannfjölgunardalinn. Hálfdan Ármann Björnsson (1933– 2009) var fæddur í Hraunkoti í Aðaldal, en bjó sínu búi lengst á Hjarðarbóli í sömu sveit. Hálfdan var ágætur hagyrðingur, eða skáld væri réttara að segja, og gaf út nokkrar ljóðabækur. Úr bókinni Fjóshendur eru næstu stökur teknar: Bundinn lögum ljóðaarfs, í leit að svari spurnar, undir kúm í erli starfs orti ég Fjóshendurnar. Sveitarómantík nefnast tvær næstu vísur: Hún kærir sig ekkert um kvennaverk, en körlunum skákar með hraði og geislar af orku, svo ung og sterk, og ilmar af sauðataði. Á hestbaki allvel unir sér og örvast þá roði vara. En fegurst hún samt í fjósinu er, þegar flórinn hún er að skara. Bundinn átthögunum var Hálfdan alla tíð: Hvert sem gjóstur burt þig ber, um borg og hrjóstur svarðar, ilmur brjósta bestur er blíðrar fósturjarðar. Nýársdagur 1984: Svífur þöndum vængjum von að veröld batna megi. Einn hefur bjartan ennþá son alið Nótt með Degi. Og svona til að létta undir með deginum, hverfum þá til nútíðar með Þórarni Eldjárn og nýútkominni ljóðabók hans, Allt og sumt. Fyrst verður fyrir vísa er skáldið nefnir „Hér og nú“: Í núvitund ég nýt mín hér, nota tækifærin. Morgundagur enginn er, ennþá síður gærinn. Það er enginn litur jafn ljótur, jafn lítið höfundarvænn, jafn algjör ánægjubrjótur og öfundargrænn. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 300MÆLT AF MUNNI FRAM Hér að ofanverðu má sjá landsmenn fagna lýðveldisdegi okkar Íslendinga. Fánaberar, forseti, forsætisráðherra, og skrúðbúnar freyjur. Í tilefni dagsins er svo varla meira við hæfi en að gæða sér á þjóðarréttinum, einni með öllu. Myndir / Ragnar Th/Höfuðborgarstofa og aðsent. Sumarútgáfur • Næsta Bændablað, sem kemur út fimmtudaginn 7. júlí, mun verða í veglegra laginu af tilefni Landsmóts hestamanna. Upplag verður aukið og því dreift á hátíðinni. • Bændablað mun koma út þann 21. júlí og síðan 25. ágúst. • Ekki verður af útgáfu þann 11. ágúst vegna sumarlokunar og orlofs starfsmanna. • Skrifstofur Bændablaðsins verða því lokaðar frá 22. júlí næstkomandi til 12. ágúst. • Eftir sem áður verður haldið úti fréttaflutningi á vefsíðu blaðsins, www.bbl.is, í allt sumar. • Veffang Bændablaðsins er bbl@bondi.is - Með kveðju, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.