Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 8

Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 FRÉTTIR Söfnin á Eyrarbakka Húsið er heillandi og sögufrægt kaupmannsheimili þar sem sögð er meira en 200 ára gömul saga verslunar og menningar. Sjóminjasafnið hýsir hið merka árskip Farsæl og undraveröld fugla og eggja er í Eggjaskúr. Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er sýning um byltingartíma- na þegar rafljós kom í hús og fólk eignaðist útvarp og gúmmístígvél. Opið alla daga í sumar frá kl. 11–18. sími 483 1504 • info@byggdasafn.is www.byggdasafn.is Eyrargata Túngata Búðarstígur HÚSIÐ EGGJASKÚRINN KIRKJUBÆR SJÓMINJASAFNIÐ Ratleikur um allt safnasvæðið er í boði fyrir alla fjölskylduna. Hvernig væri að leggja leið sína á Eyrarbakka og heimsækja söfnin? Óásættanlegt er fyrir kúabændur að ekki sé hægt að kalla saman fund verðlagsnefndar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Verðlagsnefnd búvara: Óstarfandi vegna formannsleysis Formaður verðlagsnefndar búvöru sagði af sér eftir síðasta fund nefndarinnar, 30. mars síðastliðinn. Nefndin hefur ekki fundað síðan þá en samkvæmt lögum skal verðlagsgrundvöllur kúabúa reiknaður fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember. Nefndarmenn voru skipaðir til tveggja ára. Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður NautBÍ, segir að síðasti fundur verðlagsnefndar búvara hafi verið haldinn 30. mars síðastliðinn þegar verðlagsgrundvöllur fyrir marsmánuð var tekinn fyrir. Verðlagsgrundvöllur kúabúa er uppreiknaður fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember, þegar teknar eru fyrir kostnaðarbreytingar sem hafa átt sér stað frá því að síðasti grundvöllur var reiknaður. Formaðurinn segir sig frá störfum „Til stóð að halda fund verð- lagsnefndar 26. maí til að taka fyrir verðlagsgrundvöllinn í júní en þegar nefndarmenn óskuðu eftir fundartíma tilkynnti formaðurinn, Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, nefndinni að hann hefði sagt sig frá störfum í nefndinni. Í framhaldinu tilkynnti starfs- maður matvælaráðuneytisins að fundum nefndarinnar yrði frestað þar til nýr formaður yrði skipaður eða þar til nefndin yrði endurskipuð í september næstkomandi.“ Óvissa um greiðslur til kúabænda Herdís segir frestun fundarins bagalega og skapi óvissu um greiðslur til kúabænda en samkvæmt búvörulögum skal nefndin halda fund óski nefndarmenn eftir því og samkvæmt því ræður ráðuneytið því ekki hvenær nefndin fundar. „Verðlagsnefnd búvöru hafði stefnt að því að funda í lok maí til að taka fyrir júnígrundvöllinn enda sjaldan verið jafn nauðsynlegt að nefndin fundi með reglubundnum hætti og um þessar mundir. Eins og flestir vita hafa gríðarlegar aðfangahækkanir í kjölfar heimsfaraldursins og stríðsins í Úkraínu reynst landbúnaðinum erfiðar en áður hafði versnandi rekstrarstaða kúabúa þegar verið okkur áhyggjuefni. Það skiptir bændur miklu máli að verðlagsnefnd búvara starfi eðlilega og að lágmarksverð til bænda sé ákveðið með reglubundnum hætti og þar sé tekið mið af þróun framleiðslukostnaðar hverju sinni. Það er því óásættanlegt fyrir kúabændur að ekki sé hægt að kalla saman fund verðlagsnefndar og von mín að matvælaráðherra bregðist hratt og vel við þeirri stöðu sem upp er komin svo að nefndin geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum.“ BÍ vill nýjan formann strax Bændasamtök Íslands hafa farið fram á að matvælaráðuneytið skipi þegar í stað nýjan formann nefndarinnar sem og að boðað verði strax til fundar þar sem verðlagsgrundvöllur fyrir júnímánuð er tilbúinn. Herdís segir að í svari frá ráðuneytinu 8. júní segi að unnið sé í málinu og að formaður verði ekki skipaður fyrir 10. júní. „Ráðuneytið mun þó reyna að hraða skipuninni eins og unnt er.“ Að sögn Herdísar hefur ekkert heyrst frá ráðuneytinu eftir það. Í búvörulögum segir að formaður verðlagsnefndar búvöru sé skipaður af matvælaráðherra og sama gildir um varaformanninn, en svo virðist sem skipun varaformanns hafi gleymst. /VH Herdís Magna Gunnarsdóttir, for- maður búgreinadeildar nautgripa- bænda, NautBÍ. Mynd / H.Kr Embluverðlaunin: Danir og Norðmenn sigursælastir Norrænu matvælaverðlaunin Embla voru afhent við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu DogA í Osló þann 20. júní sl. Óhætt er að segja að Danir og Norðmenn hafi verið sigursælir í ár en hvort land um sig fékk þrenn verðlaun, auk þess sem Svíar unnu í einum flokki. Sigurvegarar í ár Norrænn mataráfangastaður: Kvitnes gård, Noregi Norræn matvæli fyrir börn og ungmenni: Geitmyra Credo, Noregi Norrænn matarfrumkvöðull: Undredal stølsysteri, Noregi Norrænn matur fyrir marga: The Junk Food Project, Danmörku Norrænn matvælamiðlari: Det Grønne Museum, Danmörku Norrænn matvælalistamaður: Brӓnnlands Cider, Svíþjóð Norrænn matvælaframleiðandi: Fredriksdals Kirsebærvin, Danmörk Bændasamtök standa að baki Emblunni Sjö afar frambærilegir matvæla- fulltrúar voru tilnefndir fyrir Íslands hönd að þessu sinni sem voru Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar. Sex norræn bændasamtök, þar á meðal Bændasamtök Íslands, standa að baki norrænu matvæla- verðlaununum Emblunni, sem haldin er annað hvert ár og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins. /ehg Frá afhendingu verðlaunanna í Osló. Mynd / Espen Sollli Skipun fulltrúa verðlagsnefndar Verðlagsnefnd búvara er skipuð og starfar skv. ákvæðum búvörulaga. Nefndin er skipuð sex mönnum og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skal annar þeirra tilnefndur af stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hinn af stjórn Alþýðusambands Íslands. Stjórn Bændasamtaka Íslands og stjórnir búgreinasamtaka, sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt 4. grein búvörulaga og starfa fyrir búgreinafélög þeirra afurða sem verðlagðar eru hverju sinni, tilnefna tvo fulltrúa í nefndina sameiginlega. Skal annar þeirra tilnefndur til að fjalla eingöngu um verðmyndun til framleiðenda. Skal hann víkja úr nefndinni fyrir fulltrúa samtaka afurðastöðva í nefndinni þegar fjallað er um verðmyndun hjá afurðastöðvum. Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skulu þeir tilnefndir þannig að í nefndinni starfi hverju sinni fulltrúar frá þeirri vinnslugrein sem um er rætt hverju sinni. Annar þessara fulltrúa skal tilnefndur til að starfa aðeins í nefndinni þegar nefndin fjallar um verðmyndun hjá afurðastöðvum og kemur í stað fulltrúa framleiðenda sem víkur sæti. Matvælaráðaherra tilnefnir einn fulltrúa í nefndina og er hann formaður hennar. Einnig tilnefnir ráðherra fulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur sem áheyrnarfulltrúa í nefndina og hefur hann tillögurétt. Varamenn eru tilnefndir á sama hátt og aðalmenn. Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd skal lokið 15. júní ár hvert. Nefndin skal fullskipuð 1. júlí ár hvert. Hagstofa Íslands er verðlagsnefnd til aðstoðar. byggir á

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.