Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 18

Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Innflutningur og verðþróun á hráefnum til fóðurframleiðslu Árið 2021 voru flutt inn um 88 þús. tonn af hráefnum til fóðurframleiðslu sem var um 5% minna magn en árið áður. Stærstu vöruflokkarnir eru hveiti, maís og soja (kaka). Árið 2021 voru flutt inn 25,7 þús. tonn af hveiti, 19,2 þús. tonn af maís og 13,2 þús. tonn af soja (köku). Þá voru árið 2021 flutt inn um 78,8 þús. tonn af tilbúnu fóðri, þar af 61,7 þús. tonn af fiskifóðri og 17,1 þús. tonn af öðru fóðri. Hér fyrir neðan má sjá hlutfallslega verðþróun innflutnings eftir mánuðum fyrir hveiti, maís og soja (blá lína) upplýsingar eru fengnar frá Hagstofu Íslands. Til samanburðar er hér þróun á heimsmarkaði (rauð lína) – gögn fengin frá Alþjóðabankanum (Worldbank) umreiknuð í íslenskar krónur. Gröfin að neðanverðu sýna hlutfallslega verðþróun á einingaverði innfluttra hráefna til fóðurframleiðslu síðustu 12 mánuði. /USS Verðþróun matvæla á heimsvísu Hveiti 60 80 100 120 140 160 180 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 2021 2022 Hveitiverð helst áfram hátt. Áfram ríkir óvissa um uppskeru og viðskipti með hveiti frá Úkraínu og Rússlandi. Útflutningsbann á hveiti frá Indlandi hefur leitt til hækkunar á verði. Ásamt því að leiðandi framleiðslulönd hafa gefið upp áætlun um samdrátt í uppskeru. 1 mán - 3,8% 12 mán +36,5% Soja Verð á soja hefur hækkað mikið að undanförnu. Hitar í Bandaríkjunum ógna uppskeru þar á sama tíma og eftirspurn á heimsvísu eykst og framleiðsla dregst saman. Hátt áburðarverð hefur dregið úr ræktun í S-Ameríku. Maís Verð á maís hefur farið hækkandi að undanförnu. Rússland og Úkraína eru umfangsmiklir útflytjendur á maís og staðan þar veldur óvissu á markaði. Þá eru Kínverjar í samningaviðræðum um viðskipti með maís, við Brasilíu, sem mun hafa áhrif á framboð á markaði. 1 mán +14,6% 12 mán +30,6% 60 80 100 120 140 160 180 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 2021 2022 1 mán +16,8% 12 mán +38,9% 60 80 100 120 140 160 180 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 2021 2022 70 80 90 100 110 120 130 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 4 5 2021 2022 FAO Food Price Index (FFPI) Matvælaverðsvísitala FAO (FFPI) er mælikvarði á mánaðarlegar breytingar á alþjóðlegu verði á matarkörfu. Það samanstendur af meðaltali fimm vöruflokkaverðsvísitalna sem vegið er með meðalútflutningshlutdeild hvers flokks á árunum 2014-2016. Matvælaverðsvísitala FAO (FFPI) var að meðaltali 157,4 stig í maí 2022, sem er 0,9 stig (0,6 prósent) lækkun frá apríl, sem markar aðra mánaðarlega lækkunina í röð, þó enn 29,2 stigum (22,8 prósent) yfir gildi hennar í samsvarandi mánuði í fyrra. Lækkunin í maí stafaði af lækkunum á jurtaolíu- og mjólkurverðsvísitölum, en sykurvísitalan lækkaði einnig í minna mæli. Á sama tíma hækkuðu verðvísitölur fyrir korn og kjöt. 1 mán - 0,6% 12 mán +22,8% Innflutt Heimsmarkaður

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.