Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 30

Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 LÍF&STARF Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið. Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið. Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið. Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021. /VH Æðarbændur! Vantar æðardún til sölu Höfum aðgang að góðum og viðurkenndum hreinsunaraðilum. Stórhöfða 17, 110 Reykjavík 861 6264 elias@egheild.is egheild.is Útflutningur á æðardún: Mest flutt út til Þýska- lands og Japan Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér. Mynd / Helga María Jóhannsdóttir. „Varp og tínsla hefur gengið vel það sem af er og ég er ekki frá því að fuglarnir séu ívið fleiri hjá okkur en í fyrra,“ segir Helga María Jóhannesdóttir, æðarbóndi í Skáleyjum, og bætir við að tíðin hafi líka verið þeim hagfelld. „Við erum með varp í mörgum eyjum og hólmum og hreiðrin sem við heimsækjum yfir fjögur þúsund og það tekur rúma viku að fara yfir allt varpið. Fuglarnir kjósa að vera nálægt sjó og því eru oft fleiri hreiður á minni hólmum en á stærri eyjum og því fer talsverður tími í að fara á milli varpstöðvanna.“ Helga María segir að þar sem ekki sé búið að fara yfir allt varpið nema einu sinni sé fullsnemmt að segja hvert endanlegt magn af dúni fáist í ár en hún telji að tekjan verði svipuð og í meðalári. „Það hefur verið þurrt í vor og í slíkri tíð er hægara að tína og vinna dúninn og hann verður líka bæði betri og verðmætari. Eftirspurn og verð fyrir dún sveiflast talsvert á milli ára og það kemur fyrir að við sitjum uppi með tekjuna á milli ára. Á síðasta ári seldum við til dæmis tveggja ára birgðir sem við vorum með í geymslu þannig að afkoman af varpinu er ekki alltaf örugg.“ /VH Skáleyjar: Dúntekja svipuð og í meðalári Pása í Fagurey. Hildigunnur Jóhannsdóttir skyggnir æðaregg. Dúnn þurrkaður á grindum. Myndir / Helga María Jóhannsdóttir. Ungar í hreiðri. Gúmmítúttan Fagurey með hóp af fólki á leið í leitir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.