Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 37

Bændablaðið - 23.06.2022, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 og gerði útslagið að því hvernig fór. Það hafi verið sárt að missa hótelið, en þýði samt ekki að tapa þurfi gleðinni. „Við verðum bara að draga lærdóm af þessu,“ segir hún. Halldóra segir að stjórn BÍ fari reglulega yfir stöðuna í landbúnaði og reyni að bregðist við aðstæðum á hverjum tíma. Breytingin á félags kerfi bænda hefur verið krefjandi, en spennandi verkefni og nú undanfarið hafi tími farið í að aðlaga sig að nýju kerfi. „Ég er ótrúlega stolt af félags- mönnum BÍ, í þessum breytingum sá maður sanna samvinnu og samhug þar sem markmið allra var að láta hlutina ganga upp. Mér fannst breytingin hafa lukkast vel þannig að ég ákvað að gefa kost á mér aftur til að fylgja þessum breytingum eftir. Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum næstu árin en í nýrri og öðruvísi stöðu skapast alltaf tækifæri.“ Þurfum að endurskoða samkeppnislögin Hún segir stöðuna miserfiða eftir búgreinum, sauðfjárrækt eigi erfitt uppdráttar og sömuleiðis nautakjötsframleiðsla. „Við verðum að horfast í augu við að sauðfjárræktin þarf bæði beinan og óbeinan stuðing og rekstrarumhverfið þarf að vera með þeim hætti að bændur geti unnið saman að sínum afurðasölumálum án þess að Samkeppnisstofnun þrengi óeðlilega að þeim mögu- leikum sem felast í hagræðingu. Því er það mitt mat að við þurfum að endurskoða samkeppnislögin hvað íslenskan landbúnað varðar. Landbúnaður er mjög sérstakur og um hann verða að gilda aðrar reglur en þær sem gilda um hreina iðnaðarvöruframleiðslu. Það er viðurkennt í flestum okkar nágrannalöndum. Slíkt skipulag getur dregið úr bæði matarsóun og óþarfa flutningum,“ segir Halldóra að lokum. LÍF&STARF Halldóra og synir hennar, Hrafn og Haukur, með nýfædda hænuunga. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² Vel valið fyrir húsið þitt VH /2 1- 02 44 mm bjálki / Tvöföld nótun                                                 www.volundarhus.is GARÐHÚS 4,7m² GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m²     ­            €‚ƒ „ƒ LOKSINS · LOKSINS · LOKSINS Vorsendingin okkar er loksins komin í hús Nú eigum við öll garðhúsin okkar og minni gestahúsin til á lager - Takmarkað magn FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR - EKKI MISSA AF ÞESSU www.volundarhus.is Horfið var frá búreldi og farið í vistvæna framleiðslu til að aðlaga starfsemina breyttu regluverki. Hænurnar í Sveinbjarnargerði verpa 18-20 kg af eggjum á ári og hafa aðgang að fóðri og vatni allan sólarhringinn.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.