Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 55

Bændablaðið - 23.06.2022, Qupperneq 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Hlutverk stoðkerfis landbúnaðarins Á vordögum skipaði þá nýkjörin stjórn Bændasamtaka Íslands nýja stjórn fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hin nýja stjórn RML hefur nú komið tvisvar saman og er enn á fullu að átta sig á starfsemi og umfangi RML. Eins og eflaust flestir vita, a.m.k. þeir sem eru starfandi í landbúnaði, þá er RML að fullu í eigu BÍ. Samkvæmt samþykktum fyrir fyrirtækið er hlutverk þess að veita ráðgjöf í landbúnaði og stuðla að fræðslu í greininni. Eðlilegt er því að ætla fyrirtækinu að vinna þétt við hlið BÍ að framförum í landbúnaði og aðstoða bændur á sem flestum sviðum við að bæta sinn búrekstur. Jafnframt er eðlilegt að BÍ nýti þá miklu þekkingu sem er innan fyrirtækisins við störf sín við hagsmunagæslu hvers konar. Auk framangreindra meginverkefna er eðlilegt að gera kröfu til RML að fyrirtækið sé leiðandi í að koma ýmiss konar nýjungum í landbúnaði á framfæri og styðji frumkvöðla á því sviði á sinni vegferð. Allt þetta og margt fleira hafa verið verkefni RML frá stofnun fyrirtækisins árið 2013. Ljóst er að oft hefur verið í mörg horn að líta hjá starfsmönnum og stjórnendum samhliða því að byggja innviði starfseminnar upp. Margar og misumfangsmiklar áskoranir hafa orðið á vegferðinni til dagsins í dag. Mörg verkefnin hefur tekist vel til við að leysa og önnur misvel. Þannig hlýtur það alltaf verða þegar um svo fjölbreytta starfsemi er að ræða og hér um getur með nokkru sanni held ég að segja megi að sú staða sem landbúnaðurinn á Íslandi stendur nú frammi fyrir sé að mörgu leyti flóknari og meira krefjandi en oft áður. Nægir í því sambandi að nefna að ýmsar afleiðingar af Covid eru enn að gera greininni lífið leitt, gríðarlegar hækkanir á flestum ef ekki öllum aðföngum (orka, áburður, fóður, varahlutir o.m.fl.) og stríð í Evrópu sem margfaldar öll vandamál sem fyrir eru. Ofan á allt koma svo loftslagsmálin – stærsta áskorun mannkynsins næstu áratugina/ framtíðarinnar. Með því sem hér er sagt og upp talið er ekki verið að gera lítið úr verkefnum greinarinnar á undangengnum árum og áratugum. Núverandi staða held ég að sé flestum ef ekki öllum bændum nokkuð ljós – og raunar er talsverður hluti almennings einnig vel meðvitaður um a.m.k. hluta þeirra áskorana sem fram undan eru hjá landbúnaðinum og vonandi stjórnvöld líka. Til að leysa þær áskoranir sem við okkur blasa verður að virkja, að fullu, og styrkja allt stoðkerfi landbúnaðarins. Í þessu samhengi er alveg ljóst að öflugt hlutlaust ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda er ein verðmætasta gullgæs greinarinnar. Þessi staða er mjög krefjandi fyrir RML en þó ekki nærri eins krefjandi og hún er fyrir marga bændur. Besta og líklega eina raunhæfa leiðin í gegnum verkefnin er samstaða bænda og traustur aðgangur að góðri þekkingu og ráðgjöf. Þá ráðgjöf vill og mun RML bjóða upp á og veita þeim sem eftir henni leita. Þar á ekki að skipta máli hvaða ráðgjafar er leitað. Hvers konar matvælaframleiðslu á sviði landbúnaðar auk margvíslegrar annarrar landnotkunar og rekstrar getum við aðstoðað með. Vert er einnig að leggja áherslu á að RML getur og mun sinna leiðbeiningum viðkomandi loftslagsmálum þar sem þau tengjast landbúnaði og landnotkun. Þarna er líklega mikilvægasti hornsteinn að framtíð landbúnaðar og búsetu í dreifðum byggðum landsins. Innan örfárra ára eru allar líkur á því að hinn almenni bóndi verði bæði matvælaframleiðandi og kolefnisfangari/loftslagsbóndi. Það er von stjórnar RML að bændur nýti sem best þá þekkingu og þann mannauð sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Jafnframt óskum við eftir uppbyggilegum ábendingum frá bændum, til skemmri og lengri tíma, um hvað megi betur fara varðandi þjónustu og rekstur þessa mikilvæga hluta stoðkerfis landbúnaðarins. F.h. stjórnar RML, Björn Halldórsson, stjórnarformaður RML. Björn Halldórsson. Bændur eru hvattir til þess að skrá veltu samkvæmt framtali síðasta árs hið fyrsta inni á Bændatorginu. Veltuskráning þessi er forsenda fyrir félagsaðild í samtökin skv. samþykktum á síðasta Búnaðarþingi. Bændasamtök Íslands starfa í þágu landbúnaðarins í heild ! Fulltrúar BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Hægt er að senda skilaboð í gegnum Bændatorgið og á gudrunbirna@bondi.is. Það borgar sig að vera í Bændasamtökunum Snúum bökum saman og stöndum vörð um íslenskan landbúnað → →
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.