Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Nýverið var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „Kvægkongres“, en þeir sem til þekkja vita að þetta er einn helsti vettvangur þekkingarmiðlunar varðandi naut - griparækt í norðanverðri Evrópu. Á fagþinginu koma ávallt fram margs konar gagnlegar upplýsingar, aðallega fyrir bændur, ráðunauta og dýralækna, sem vert er að gefa gaum. Venju samkvæmt voru þar flutt mörg áhugaverð og framsækin erindi og þó svo að mörg þeirra lúti sér í lagi að danskri nautgriparækt og eigi þar með ekki beint erindi til íslenskra bænda og fræðafólks, þá eru alltaf margir fyrirlestrar sem eiga ekki síður erindi við alla þá sem stunda nautgriparækt hér á landi. Alls voru flutt 70 erindi að þessu sinni í 11 málstofum og verður hér gerð grein fyrir nokkrum af þeim fróðlegu erindum sem flutt voru í einni málstofunni. Kraftmikill rekstur – fyrsta málstofa Öll erindin 10 í þessari málstofu, sem var langumsvifamest á þessu fagþingi, fjölluðu um rekstur kúabúa með einum eða öðrum hætti. Í Danmörku, og reyndar öllu Evrópusambandinu, er nú gríðarlega mikil áhersla lögð á umhverfismál og að landbúnaðurinn sé starfræktur í sátt við þjóðina og því hafa verið sett af stað nokkur verkefni sem taka á þessum þáttum. Þetta verkefni tengist beint við ESG skýrslugerð búa en skammstöfunin stendur fyrir Environmental, Social and Gover- enance þ.e. Umhverfis-, félags- og stjórnskipulagsmál en í fáum orðum snýst verkefnið um það að hver rekstraraðili útbýr skýrslu sem fjallar um þessi þrjú meginatriði. Hingað til hafa það fyrst og fremst verið stórfyrirtæki sem hafa verið að gera svona skýrslur fyrir rekstur sinn en nú eru bæði stærri og minni búin í Danmörku farin að gera svona skýrslu um rekstur sinn. Þetta er ekki enn orðin krafa fyrir bú í Danmörku en flestir gera ráð fyrir því að svo verði innan fárra ára. Erfitt að breyta hefðum Það þarf mikið til að breyta venjum og hefðum í landbúnaði, það hefur m.a. komið í ljós að margir danskir bændur virðast eiga erfitt með að breyta sínum háttum hvað varðar umhverfismálin. Þannig hafa margir danskra bænda bara helst viljað halda sínu striki með sama hætti og gert hefur verið jafnvel í áratugi á viðkomandi búi. Til þess að ná tökum á þessu eru því nú í gangi margs konar verkefni til þess að vekja danska bændur til meðvitundar um mikilvægi þess að horfa í auknum mæli til umhverfisins þegar búskapur er annars vegar. Að því koma stjórnvöld, félagasamtök, bankar og fleiri fagaðilar og var m.a. komið inn á þetta áhugaverða samstarf í þessari málstofu Þannig hafa t.d. fjármálastofnanir stutt við þróunarvinnu við umhverfisreiknilíkön og stutt við námskeiðahald svo bændurnir geti endurmenntað sig á þessu sviði og fræðst um það hvernig breyta megi á búunum án þess að það bitni á afkomunni. Þá er áhugavert hvernig fjármála- stofnanir eru einnig að mennta sitt eigið starfsfólk í umhverfismálum og sjálfbærni í þeim eina tilgangi að gera það betur hæft í því að meta rekstrarforsendur búa í dönskum landbúnaði. Þá hefur danska lánastofnunin Nykredit ákveðið að fyrir árslok næsta árs þá muni stofnunin reikna út sótspor allra lántakenda og birta með ársuppgjöri sínu, en Poul Erik Jørgensen, framkvæmdastjóri landbúnaðardeildarinnar, flutti einmitt erindi í málstofunni! ESG skýrslugerð Eins og oft er með opinberar kröfur, og mögulega sérstaklega þegar gerð er krafa um skýrslugerð, þá hafa margir bændur sett sig upp á móti þessari þróun í átt að ESG skýrslugerð búa. Það eru þó ekki allir sem það hafa gert og sumir bændur hafa tekið ESG skýrslugerðina föstum tökum og fagnað henni. Kúabóndinn Per Aagaard Nielsen er einn þeirra. Hann greindi frá því hvernig hann lítur á verkefnið fyrst og fremst sem tæki til að efla búskapinn með því að fara í alvarlega skoðun á því hvernig hann rekur búið og stýrir því. Hann fékk ráðgjafarfyrirtækið SEGES í lið með sér og útbjó fyrstu ESG skýrslu kúabús síns og sagði í erindi sínu að skýrslan væri mjög góður grunnur fyrir framtíðina, því með því að gera hana árlega fæst yfirsýn yfir stöðu mála eins og t.d. ætlað sótspor við framleiðsluna sem hjá Per eru 1,11 kg CO2 ígilda á hvert framleitt kíló mjólkur og 7,50 kg CO2 ígilda á hvert framleitt kíló af kjöti. Þá gefur skýrslan einnig yfirlit yfir uppgufun ammoníaks frá ábornum ökrum og fjósunum og hver fosfórstaða búsins er. Margt annað áhugavert er í þessari skýrslu, eins og yfirlit um dauðfædda gripi, neyðarslátrun, bráðadauða, nýgengi júgurbólusmita og margt fleira mætti nefna. Greinarhöfundur, sem þekkir allvel til mála í Danmörku, getur fullyrt að þetta er í fyrsta skipti sem danskir kúabændur hafa getað fengið jafn gott yfirlit yfir bú sín og nú með þessari skýrslugerð sem um leið gefur afar mikilvægar upplýsingar um m.a. umhverfismál. Ekki þarf að koma á óvart að gerð verði svipuð krafa á Íslandi á komandi tímum þ.e. að allir sem stunda landbúnað þurfi að gera svona ESG-skýrslu árlega. Hópfjármögnun kúabúa? Af annars mörgum fínum erindum í þessari málstofu var erindið um hópfjármögnun (e. crowd funding) kúabúa einkar áhugavert. Það hafa líklega margir Íslendingar heyrt um hópfjármögnun en vita mögulega ekki alveg hvernig hún virkar. Þetta er í raun leið fyrir einkafjárfesta til þess að lána fjármagn í samkeppni við banka og fjármálastofnanir! Nú hefur verið komið upp sérstakri leið til hópfjármögnunar í dönskum landbúnaði og það er danska þróunarfyrirtækið SEGES sem stendur fyrir þessu. Vettvangurinn heitir InGreen og er hægt að skoða nánar á vefsvæðinu ingreen.dk. Þar geta einstaklingar einfaldlega farið inn og lánað Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Á FAGLEGUM NÓTUM Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti Per Aagaard Nielsen er með 130 kúa lífrænt vottað kúabú. InGreen er sérstök heimasíða fyrir hópfjármögnun í landbúnaði. Reyniviður, Sorbus aucuparia, er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyniviður hvergi samfellda skóga þótt hann hafi verið á Íslandi frá því löngu fyrir landnám. Sú tilgáta er ekki rétt að reyninn skorti sambýli við jarðvegsörverur og því þurfi hann að lauma sér milli annarra trjáa til að þrífast vel. Hjá reynivið og mörgum öðrum lauftrjám eru þessar örverur inni í rótunum frekar en utan á. Líklegra er að þetta tengist dreifingarmáta hans með fuglum eða sjúkdómum á borð við reyniátu, sem geta magnast upp í köldum árum þar sem reynitré vaxa þétt saman. Reyniviður þroskar ber sem eru heldur beisk og ókræsileg í munni mannfólks en þeim mun eftirsóttari hjá þeim fuglum sem hafa ávexti að eftirlætisfæðu, sérstaklega skógarþrestinum og þeim frændum hans sem nú fjölgar í landinu, svartþresti og gráþresti. Þessum fuglum er helst að þakka aukin útbreiðsla reyniviðar á Íslandi ásamt lengri sumrum og minnkandi beit. Ræktaðir skógar eru kjörin svæði fyrir fræ úr reyniberjum að spíra og vaxa upp. Þangað sækja fuglarnir og losa sig við fræin með driti sínu. Latneska tegundarheitið aucuparia er dregið af orðunum avis sem þýðir fugl og capere sem þýðir að fanga. Reyniviður hlaðinn berjum þótti veiðimönnum upplagður til að laða að fugla og fanga á haustin. Reyniviður er oftast fremur smávaxið tré, en nær allt að 15 metra hæð hérlendis. Vaxtarlagið er fjölbreytilegt, allt frá margstofna runna upp í beinvaxin, einstofna tré með mjög misbreiða krónu. Mismunandi vaxtarlag getur stafað af erfðum en líka þeim aðstæðum sem tréð vex upp við, hvort það verður fyrir áföllum og greinist í marga stofna eða fær frið til að vaxa beint upp í loftið. Í skógi vex ungur reyniviður gjarnan hratt og beint upp til að teygja sig í ljósið. Reyniviður þakkar vel fyrir sig ef hann fær að vaxa í frjósömum jarðvegi. Hann fer snemma að blómstra, gjarnan um tíu ára aldur, en þar með dregur úr vexti hans því blóm á greinaendum taka fyrir vöxt úr viðkomandi sprota. Vaxtarþrótturinn geldur fyrir orkuna sem fer í að þroska blóm og aldin. Jafnframt ýtir blómgunin undir að greinar skipti sér og tréð þéttist. Reyniviður vex um allt land en þar sem hann er af rósaætt þykir beitardýrum hann afar gómsætur. Tegundin var því sárasjaldgæf á Íslandi um aldir en tórði helst þar sem skepnur náðu ekki til, í gilskorningum, á klettasnösum og í stórgrýttum urðum. Frægur er reyniviðurinn í Nauthúsagili undir Eyjafjöllum og sömuleiðis reynirinn í Möðrufellshrauni í Eyjafirði sem mikil helgi var á í katólskum sið. Hugsanlegt er að þessar tvær hríslur hafi verið einu reyniviðirnir á Suður- og Norðurlandi í byrjun 19. aldar og að önnur reynitré hafi einungis leynst í kjarrinu á Vestfjörðum og Austurlandi. Möðrufellsreynirinn var einhvers staðar sagður formóðir flestra reynitrjáa norðanlands og reynitré af þeirri ætt eru sögð hafa verið gróðursett við Alþingishúsið. Sunnanlands eiga mörg tré í görðum ættir að rekja í Nauthúsagil. Reyniviður hefur verið ræktaður í görðum hérlendis frá 1824 en á upphafsárum skógræktar á Íslandi kringum aldamótin 1900 var talsvert flutt inn af dönskum og norskum reyniviði. Þetta eykur á erfðafjölbreytni tegundarinnar, sem var takmörkuð fyrir, vegna fárra trjáa sem eftir tórðu í náttúrunni. Ekki er að sjá að danski og norski reyniviðurinn sé frábrugðinn þeim íslenska í aðlögun, enda uppruninn sá sami, þ.e. fræ frá norðurhluta Skandinavíu sem þrestir bera með sér suður á bóginn í fari sínu að hausti. Þótt farið stefni nokkurn veginn beint suður, flækjast fuglar oft til Íslands, t.d. allstórir hópar gráþrasta flest haust. Styrkleikar reyniviðar eru margir. Hann þolir vel vind og frost, hefur talsvert þol fyrir salti og til styrkleika verður líka að telja blómin snemmsumars og berin og litadýrðina á haustin. Viðurinn er harður en tiltölulega léttur, hefur sérstæðan lit og er góður til smíða þótt ekki hafi að ráði verið hugað að því að rækta beinvaxin og uppkvistuð reynitré á Íslandi til að uppskera alvöru smíðavið. Helsti veikleiki reyniviðar er áðurnefnd reyniáta sem tegundin er útsett fyrir, ekki síst þegar trén taka að feyskjast og eldast. Vert er að klippa ekki reynivið frá síðsumri og fram á vetur heldur síðla vetrar eða snemma vors til að hindra smit. Úr reyniberjum og eplum til helminga má búa til hlaup sem er gott meðlæti með hátíðarmat. Skógræktin. Reyniviður Haustlitir á reyniviði geta verið mjög fjölbreytilegir og nokkuð misjafnt hvenær einstök tré klæðast haustlitum. Þetta getur skapað mikla litadýrð þar sem mörg reynitré standa í nágrenni hvert við annað. Myndir /Pétur Halldórsson SKÓGRÆKT Reyniviður blómstrar í lok maí eða í júnímánuði eftir aðstæðum og árferði. Blómklasarnir eru til mikillar prýði á trjánum og blómin ægifögur í návígi einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.