Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 23.06.2022, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýtingin mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendings- rækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir. Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á góða dætra eiginleika þeirra nauta sem notuð hafa verið þar til uppbyggingar á Angusholdagripastofni hérlendis. Má þar nefna létta burði og kjötgæði að ógleymdum mæðra- eiginleikum. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029. Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Á árinu 2021 litu dagsins ljós kálfar undan Emil av Lillebakken sem og Jens av Grani NO74061. Hins vegar brá svo við að undan Emil komu bara kvígur og allir nautkálfarnir því undan Jens. Jens av Grani, f. 21. janúar 2014, hjá Kirsti Mæland og Harald Dahl í Holter í Nannestad í Akershus sem útleggja mætti á íslensku sem að Jens væri frá Holtum í Nönnustað í Akurhúsum. Faðir Jens er HIOE8 Ayrvale Bartel E8 frá Ástralíu og móðirin Evy av Grani undan Hovin Velixir NO74011 sem var aftur undan Ankonian Elixir frá Bandaríkjunum. Jens er gott alhliða kynbótanaut sem gefur léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, auk góðra kjötgæða- og mæðraeiginleika. Fæðingarþungi kálfa er undir meðallagi en vaxtar- hraði góður. Því eru fallþungatölur afkvæma Jens mjög góðar en holdflokkun um meðallag og gripirnir í feitari kantinum. Að þessu sinni er kynning nautanna aðeins ítarlegri en áður en birtar eru tölur úr línulegu mati sem Kristian Heggelund, ræktunarráðgjafi hjá TYR í Noregi, framkvæmdi nú í lok maí sl. Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum nýlega hafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Vegna innbyrðis skyldleika þessara nauta var ákveðið að þeir muni ekki allir koma til sæðistöku. Ekki verður tekið sæði úr Janusi 1662742-0033 þar sem hann hefur ekki til að bera jafnmikil lærahold og hin nautin þó þau séu með þeim hætti að hann sómir sér vel sem þarfanaut. Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021 Hér er nú kynntur fjórði árgangur Angus-holdanauta frá Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Þessir gripir eru tilkomnir með sæðingu hreinræktaðra Angus-kúa með sæði úr Jens av Grani NO74061 og því um að ræða sérvalda úrvalsgripi. Ekki þarf að fjölyrða um þær miklu og ströngu kröfur sem gerðar eru á einangrunarstöðinni á Stóra- Ármóti hvað smitvarnir varðar. Þessir gripir hafa nú lokið einangrun og fengið grænt ljós hvað snertir sæðistöku og dreifingu þess. Auk þessa er hérna einnig kynntur Skugga-Sveinn -ET 1662741-1585 sem fæddur er á Tilraunabúinu á Stóra-Ármóti eftir uppsetningu fósturvísis þar. Hann var keyptur á Nautastöðina á Hesti þar sem hann neitaði því miður að stökkva á önnur naut. Skugga-Sveinn -ET (1662741-1585) Fæddur 2. nóvember 2020 á Tilraunabúinu á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Draumur -ET 18402 M. Birna-ET IS1662742-0007 Ff. First-Boyd fra Li NO74033 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fm. Lita av Høystad NO49747 Mm. Letti av Nordstu NO100514 Fff. US15347911 Boyd Next Day Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U Ffm. NO29125 Mfm. Else fra Li NO30822 Fmf. Horgen Erie NO74029 Mmf. Dunder av Bognes NO74025 Fmm. Høystad NO32325 Mmm. Janne av Nordstu NO39302 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með miklar og vel holdfylltar herðar. Hásinn er stuttur, sver og vöðvamikill. Bakið breitt og hold- gróið, malir langar og breiðar og holdfylltar. Lærvöðvinn er mikill, djúpur og vel kúptur. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Skugga-Sveinn er vel gerður, langvaxinn og gerðarlegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við vigtun 1. október 2021 vóg Skugga-Sveinn 446 kg og hafði því vaxið um 1.225 g/dag frá fæðingu. Skugga-Sveinn hefur alla tíð sýnt mikla og góða vaxtargetu. Jeremías 21401 (1662742-0031) Fæddur 24. febrúar 2021 á Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Jens av Grani NO74061 M. Birna-ET IS1662742-0007 Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fm. Evy av Grani NO30798 Mm. Letti av Nordstu NO100514 Fff. AUVTMB219 Te Mania B. Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32 Mfm. Else fra Li NO30822 Fmf. Hovin Velixir NO74011 Mmf. Dunder av Bognes NO74025 Fmm. NO30796 Mmm. Janne av Nordstu NO39302 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með miklar og vel holdfylltar herðar. Hásinn er stuttur, sver og vöðvamikill. Bakið breitt og holdmikið, malir mjög langar, breiðar og holdfylltar. Holdfylling í lærum gríðarmikil og lærvöðvinn djúpur og vel kúptur. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Jeremías er ákaflega vel gerður, holdmikill og glæsilegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 35 kg. Við vigtun 20. apríl 2022 vóg Jeremías 621 kg og hafði því vaxið um 1.395 g/dag frá fæðingu. Jeremías hefur alla tíð sýnt mjög mikla vaxtargetu. Janus 1662742-0033 Fæddur 5. mars 2021 á Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Jens av Grani NO74061 M. Steina-ET IS1662742-0003 Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fm. Evy av Grani NO30798 Mm. Letti av Nordstu NO100514 Fff. AUVTMB219 Te Mania B. Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32 Mfm. Else fra Li NO30822 Fmf. Hovin Velixir NO74011 Mmf. Dunder av Bognes NO74025 Fmm. NO30796 Mmm. Janne av Nordstu NO39302 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögugóður, hálsinn stuttur sver og vöðvaður. Holdfylling um herðar góð. Bakið er breitt og vel holdfyllt. Malirnar langar, breiðar og holdmiklar. Góður lærvöðvi. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Vel gerður gripur með mikla holdfyllingu. Umsögn: Fæðingarþungi var 42 kg. Við vigtun 20. apríl 2022 vóg Janus 568 kg og hafði því vaxið um 1.280 g/dag frá fæðingu. Janus hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Jóakim 21403 (1662742-0034) Fæddur 13. mars 2021 á Nautgripa- ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Jens av Grani NO74061 M. Vísa-ET IS1662742-0006 Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fm. Evy av Grani NO30798 Mm. Lara av Høystad NO49943 Fff. AUVTMB219 Te Mania B. Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32 Mfm. Else fra Li NO30822 Fmf. Hovin Velixir NO74011 Mmf. Ivar fra Li NO74047 Fmm. NO30796 Mmm. Helle av Høystad NO34418 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og feikilega útlögumikill með stuttan, sveran og holdugan háls. Mikil holdfylling í breiðu bakinu. Malirnar eru breiðar og vel holdugar. Mikil og góð lærahold. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Breiðvaxinn, holdmikill og fallegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 28 kg. Við vigtun 20. apríl 2022 vóg Jóakim 552 kg og hafði því vaxið um 1.300 g/dag frá fæðingu. Jóakim hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Janssen 21404 (1662742-0039) Fæddur 3. maí 2021 á Nautgriparæktar- miðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Jens av Grani NO74061 M. Sveina-ET IS1662742-0004 Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fm. Evy av Grani NO30798 Mm. Letti av Nordstu NO100514 Fff. AUVTMB219 Te Mania B. Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32 Mfm. Else fra Li NO30822 Fmf. Hovin Velixir NO74011 Mmf. Dunder av Bognes NO74025 Fmm. NO30796 Mmm. Janne av Nordstu NO39302 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með stuttan, sveran og holdugan háls. Mikil holdfylling í breiðu bakinu. Malirnar eru ákaflega langar, breiðar og sérlega vel holdugar. Mikill og kúptur lærvöðvi. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Breiðvaxinn, holdmikill og fallegur gripur. Línulegt mat: Jeremías Boldýpt Herðabreidd Best 9 9 Mat 7 7 Malalengd Malabreidd Best 9 8 Mat 9 8 Lærabreidd Innralæri Best 8 9 Mat 8 8 Læradýpt Lærahold Best 9 9 Mat 7 8 Heildarmat Best 9 Mat 8 Línulegt mat: Janus Boldýpt Herðabreidd Best 9 9 Mat 7 6 Malalengd Malabreidd Best 9 8 Mat 8 7 Lærabreidd Innralæri Best 8 9 Mat 7 5 Læradýpt Lærahold Best 9 9 Mat 6 6 Heildarmat Best 9 Mat 6- Línulegt mat: Jóakim Boldýpt Herðabreidd Best 9 9 Mat 8 7 Malalengd Malabreidd Best 9 8 Mat 9 7 Línulegt mat: Jóakim frh. Lærabreidd Innralæri Best 8 9 Mat 7 7 Læradýpt Lærahold Best 9 9 Mat 7 7 Heildarmat Best 9 Mat 7 Línulegt mat: Janssen Boldýpt Herðabreidd Best 9 9 Mat 8 7 Malalengd Malabreidd Best 9 8 Mat 9 8 Lærabreidd Innralæri Best 8 9 Mat 8 7 Læradýpt Lærahold Best 9 9 Mat 7 8 Heildarmat Best 9 Mat 8- Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mundi@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.