Bændablaðið - 23.06.2022, Side 71

Bændablaðið - 23.06.2022, Side 71
71Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2022 Samstarfsaðili Motul Feitin sem bændur og verktakar vilja Um allt land!! Notið vefverslun okkar og fáið vöruna senda. Frír sendingakostnaður ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr. Heyrið í okkur í síma 462-4600 Motul á íslandi www.motulisland.is sími 462-4600 „Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Mikið hefur verið um að vera hjá safninu og því borist góðar gjafir. „Mjög gestkvæmt hefur verið hjá okkur og líflegt, þannig að óhætt er að segja að sumarið byrji mjög vel og við sjáum fram á að svo verði áfram,“ segir Anita. Skipulagðar heimsóknir ferðamanna ná allt fram til loka októbermánaðar. „Hvern einasta vikudag frá fyrri hluta maímánaðar og til loka október eru bókaðar leiðsagnir um safnið og önnur þjónusta fyrir gesti, allt frá einum hóp og upp í fimmtán þegar mest er yfir daginn. Að auki verður sitthvað um viðburði hjá okkur í sumar; tónleikar, listasýningar, kvikmyndasýning svo sitthvað sé nefnt.“ Þá segir Anita að mikið sé um ferðafólk á Siglufirði á eigin vegum sem einnig heimsæki safnið án þess að bóka fyrir fram. „Það má segja að hér verði eiginleg síldarvertíð hjá okkur í allt sumar, það er búið að bóka um það bil 70 síldarsaltanir, en til samanburðar fóru fram 27 síldarsaltanir síðastliðið sumar, þannig að umfangið hefur aukist til muna.“ Anita nefnir að maímánuður hafi verið sá allra besti í sögu safnsins, safngestir voru þá 33% fleiri en í sama mánuði fyrir kórónuveirufaraldur. Bæði var mikil aukning meðal gesta í skipulögðum hópum, sem og annarra safngesta. „Erlendir ferðamenn voru í miklum meirihluta í maí, um 80%, þannig að allt útlit er fyrir að ferðaþjónustan sé að taka vel við sér eftir síðustu tvö ár,“ segir hún. Stöðugt bætist á safnkost Síldarminjasafnsins en í byrjun sumars komu meðlimir í öldungaráði Landhelgisgæslunnar færandi hendi með togvíraklippur af Ægi meðferðis sem safnið hefur nú til varðveislu. Togvíraklippur voru eitt helsta vopn Íslendinga í þorskastríðunum og var fyrst beitt í byrjun september árið 1972, fyrir hartnær 50 árum. Einn þeirra sem tók þátt í fyrstu klippingunni, Sigurbjörn Svavarsson, var á meðal þeirra sem afhentu togvíraklippurnar. Þá voru í hópnum aðrir sem beittu slíkum klippum meðan á þorskastríðum stóð. Á árabilinu 1972 til 1975 var klippt aftan úr 147 togurum og var áhöfnin á Ægi afkastamest, klippti alls aftur úr 51 togara. Nýverið fékk safnið einnig að gjöf síðustu síldartunnuna sem svo hefur verið nefnd. Tunna þessi átti upphaflega að koma til landsins fyrir tæpum 40 árum, en féll frá borði skömmu eftir að Suðurlandið lagði úr höfn frá Dale í Noregi og í hendur ævintýramannsins Petters Jonny Rivedal frá Noregi, sem varðveitt hefur hana upp frá því. Þetta verkefni hefur að sögn Anitu verið í undirbúningi frá árinu 2019, fyrst var stefnt á afhendingu sumarið 2020 en heimsfaraldurinn frestaði ferðalaginu um tvö ár. „Þessi afhending og öll athöfnin í kringum hana var mjög táknræn fyrir sameiginlega sögu Íslendinga og Norðmanna hvað síldina varðar og var góð áminning um hve stór þáttur Norðmanna er í síldarsögu okkar Íslendinga,“ segir hún. „Rétt eins og sjálft síldarævintýrið er þessi saga um tunnuna sem féll útbyrðis og rataði í hendur Petters Jonny ævintýraleg og að hann hafi gætt hennar vandlega í nær hálfa öld þar til hún loksins kemst á leiðarenda.“ /MHH LOFTFRÍ DEKK Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ · s. 787 9933 vpallar.is · vpallar@vpallar.is Háþrýstidælur í mörgum stærðumÞað er líf og fjör alla daga á Síldarminjasafninu og stefnir í að alls verði saltað 70 sinnum yfir vertíðina. Mynd / Aðsend Siglufjörður: Líflegt hjá Síldarminjasafninu – Síðasta síldartunnan táknræn gjöf Skráðu smáauglýsinguna þína á bbl.is/smaauglysingar LÍF&STARF

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.