Bændablaðið - 07.07.2022, Side 31

Bændablaðið - 07.07.2022, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2022 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is STAURAHAMAR FRÁ HYCON ____________________ FRÁBÆRT VERKFÆRI TIL AÐ REKA NIÐUR GRIÐINGASTAURA á tómötunum. Nú er til dæmis tölvustýring á hitanum en áður var þessu öllu stjórnað með handafli. Fyrstu húsin voru miklu lægri og vegghæðin ekki nema 1,60–1,80 metrar kannski. Þegar ég byrjaði var plöntunum leyft að vaxa upp í vír sem lá í um þriggja metra hæð, þá var tekinn toppurinn af. Núna hins vegar set ég litlu plönturnar inn í húsin í febrúar og þegar ég hendi þeim út í nóvember eru þær orðnar um átta metra háar. Þá er plantan búin kannski að skila af sér 40-50 klösum á hennar líftíma. Ég held að það sé rétt munað hjá mér að uppskeran hafi í kringum 1960 verið um 16 kíló á fermetra, en hún er komin mest í 31 kíló núna á fermetrann í ólýstu húsunum. Ég er líka bara sáttur við það – maður er ekki með sama metnaðinn hvað þetta verðar í dag. Aðalatriðið er að halda í horfinu. Hjá þeim sem framleiða hvað mest hérna á Íslandi er framleiðslan yfir 100 kíló á fermetrann undir ljósum.“ Með elstu garðyrkjustöðvum landsins Sem fyrr segir kom Sveinn fyrst að ræktun og rekstri á Varmalandi 19 ára gamall árið 1964. Garðyrkjustöðin var reist árið 1938 og telst með elstu garðyrkjustöðvum landsins. Hún var að sögn Sveins byggð af nokkrum sauðfjárbændum í sveitinni sem lentu í mæðuveiki með sitt sauðfé og hjarðir þeirra voru skornar niður. Faðir hans var garðyrkju- skólagenginn og með reynslu frá annarri stöð þegar sauðfjár bændurnir fengu hann loks til að reka stöðina sína. „Þegar þeir voru komnir með kindur á ný vildu þeir losna út úr garðyrkjurekstrinum og þá keypti pabbi stöðina. Hann rak hana allt þar til hann féll frá 1971. Ég var ekkert endilega spenntur fyrir því að verða garðyrkjubóndi – og alls ekki þegar ég var yngri – en ég datt inn í það að taka við þessu og síðan þróaðist þetta bara svona. Ég kunni ekki verr við þetta en svo. Ég hafði unnið við ýmislegt annað eins og bílaviðgerðir, múrverk og byggingarvinnu – sem reyndar kom sér mjög vel þegar ég þurfti að fara að byggja mér hús árið 1973 og endurnýja gróðurhúsin. Það gerði ég alveg sjálfur og margir eiga erfitt með að trúa því, sérstaklega útlendingarnir. Þeir spyrja gjarnan hvaðan húsin komi – eins og það sé allt flutt inn frá Danmörku eða Hollandi. Ég fékk hins vegar alltaf teikningar frá Byggingastofnun landbúnaðarins. Ég fór alltaf að langmestu leyti eftir þeim, en gerði reyndar þær breytingar að gera byggingarnar alltaf aðeins sterkari en lagt var upp með í teikningunum. Það hefur komið sér til góða, því ég hef ekki lent í eins miklu tjóni og margir aðrir. Ég fékk góða hjálp hjá vinum og vandamönnum við að glerja húsin.“ Meiri vinna en margur heldur Sveinn er sáttur við sinn tíma sem tómataræktandi. „Þetta hefur ver ið margfalt meiri vinna en margir halda og mjög bindandi. Ég hef alltaf haft einhverja hjálp hjá mér, en það hefur verið misjafnt hversu mikinn mannafla ég hef þurft. Það þarf til að mynda alltaf meira starfsfólk ef verið er að pakka í neytendaumbúðir. Elsti strákurinn minn hefur alltaf hjálpað mér við sáningu og á fyrstu stigum ræktunarinnar. Síðan hefur Gunnhildur og kærastinn hennar komið síðustu ár til hjálpar. En ég hef átt í mjög góðu sambandi við norræna verkefnið Nordjobb – og fengið starfsfólk í gegnum það. Það hefur reynst mér mjög vel. Nú er ég bara glaður yfir því að hafa fengið Gunnhildi með mér inn í þetta.“ Garðyrkjustöðin á Varmalandi í Reykholti telst vera ein sú elsta á landinu. Hverinn Skrifla þjónar nú því einu hlutverki að veita heitu vatni í Snorralaug. Varmaland er í baksýn. Sveinn byggði eigin gróðurhús eftir teikningum frá Byggingastofnun landbúnaðarins, en hafði þau enn sterkari en þar var gert ráð fyrir. Meira járn er í húsunum, fleiri langbönd og sterkara gler.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.