Bændablaðið - 10.02.2022, Síða 17

Bændablaðið - 10.02.2022, Síða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 17 Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um er að ræða landeldi á sæeyrum í lokuðu kerfi og hefur starfsleyfi einnig verið gefið út. Í tilkynningu MAST kemur fram að Sæbýli rekstur hafi sótt um skrán- ingu vegna 20 tonna hámarkslífmassa í matfiskeldi á sæeyrum (haliotis discus hannai og haliotis rufescens). Umsókn um skráningu var móttekin þann 28. desember 2021. Hefur sú skráning nú verið sam- þykkt, en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar sem þegar hefur verið gefið út og gildir til 24. janúar 2038. Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um skráningu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Þá segir einnig í staðfestingu Matvælastofnunar að óheimilt sé að flytja eldistegundir, sem ekki eru tilgreindar í skráningu milli fiskeldisstöðva, og lifandi fisk og hrogn milli ótengdra vatnasvæða. Matvælastofnun getur bannað flutn- ing á fiski milli tiltekinna fiskeldis- stöðva eða um tiltekin svæði nema að uppfylltum vissum skilyrðum sem lúta að því að draga úr hættu á að sjúkdómar dreifist. Bóluefni og sýklalyf óheimil Notkun bóluefna og sýklalyfja í fisk- eldi er óheimil nema með samþykki Matvælastofnunar. Óheimilt er að meðhöndla eldis- dýr með sýklalyfjum nema að undangenginni sjúkdómsgrein- ingu dýralæknis eða viðurkenndrar rannsókna stofu. Varúðar skal gætt við notkun lyfja og annarra efna í fiskeldisstöð til að koma í veg fyrir að efnin berist út í umhverfið. /HKr. SELHELLU Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 NYTJAR HAFSINS Sæbýli rekstur ehf. fær heimild fyrir landeldi á sæeyrum við Grindavík – Umhverfisstofnun hefur einnig gefið út starfsleyfi sem gildir til 2038 Lifandi sæeyra, sem á latínu er nefnt „haliotis discus hannai“ og „haliotis rufescens“. Það er á erlendum mál- um nefnt ýmsum nöfnum eins og ear shells, sea ears, abalone, mutt- onfish eða muttonshells í hluta Ástr- alíu, ormer í Bretlandi, perlemoen í Suður-Afríku eða pāua að hætti Maori-fólks á Nýja-Sjálandi. Mynd / Wikipedia Unnin sæeyru. Mynd / Paladin International

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.