Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 57 Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur. Stærð: 65 x 65 cm eftir strekkingu Garn: Dís frá Uppspuna, 100% íslensk ull (í 100 g eru 440 m). Grunnlitur: 75 g Litur á kanti: 55 g Prjónar: 80 cm hringprjónn nr. 3,5. Prjónafesta í mynstri á miðju teppis: 22 L x 26 umf gera 10x10 cm. Byrjað er á því að prjóna miðju teppisins, fram og til baka. Síðan er prjónaður kantur utan um allt teppið. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er að prjóna. Skýringar: S prjónið slétt B prjónið brugðið Y slá uppá Uppfit Fitjið upp 101 L með grunnlit. Miðja Prjónað með grunnlit. Prjónað er fram og til baka þar til stykkið er u.þ.b. ferhyrnt eða ca 45 cm. Síðasta umferð er á réttunni. Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S *(3Bs, Y, 1B), 1S*. Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S (3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S. Skýringar: 3Bs, Y, 1B, í sömu lykkju = Þrjár lykkjur prjónaðar brugnar saman og búnar til þrjár nýjar um leið. Aðferðin er eftirfarandi: Prjónið 3 lykkjur brugnar saman en hafið þær áfram á vinstri prjóni, sláið uppá, prjónið síðan þessar 3 lykkjur brugnar saman aftur og sleppið upphaflegu lykkjunum af vinstri prjóninum. (Video á youtube, leitið að Daisy stitch). Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*. Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S. Taka upp lykkjur á hliðum Haldið áfram með grunnlit. Byrjið á því að auka út um 1L í enda prjónsins. Setjið prjónamerki. Takið því næst upp 102 L á hverri hlið og setjið prjónamerki á öll horn. Alls eru 408 L á prjóninum. Prjónið eina umferð slétt. Kantur Prjónað með lit fyrir kantinn. Önnur hver umferð (sléttar tölur) er prjónuð slétt. Affelling Fellt er af með tveimur þráðum af lit fyrir kantinn. Affelling er gerð á eftir- farandi hátt: Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að fram- anverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. Frágangur Gangið frá endum, þvoið teppið í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris og teygið laus- lega í uppgefin mál. Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg- sveinsdottir Barnateppið Jörð HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 5 3 2 4 5 7 1 8 4 8 9 6 2 1 7 1 9 5 8 6 4 6 9 3 6 8 9 2 4 9 7 3 7 1 5 3 Þyngst 7 4 2 5 8 2 6 9 5 6 1 4 1 3 5 8 1 6 7 8 9 6 9 8 2 1 7 4 5 3 5 6 1 8 5 7 3 1 2 4 9 8 7 2 2 1 4 6 3 6 3 9 7 8 3 5 6 2 5 8 3 2 1 5 6 9 3 5 7 1 9 4 8 3 6 7 2 9 3 8 5 Skemmtilegast í hringekju FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Dís er framleidd í Uppspuna, fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju í Lækjartúni við Þjórsárbrú. Ullin sem notuð er í dís er 100% íslensk, er yfirleitt alltaf af lömbum og klippt af okkar eigin kindum. Við einbeitum okkur að sauðalitunum eins og kindurnar gefa okkur, en litum aðeins líka. Dís má nota i margskonar verkefni og er vinsæl í sjöl eða fíngerðan fatnað. Prjónastærð fer eftir verkefninu sem hún er ætluð til. Allt frá 1,5 mm og upp í 5,0 mm. Dís má kaupa hjá okkur í Uppspuna, á www.uppspuni.is, á netfanginu hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199 Við sendum um allt land sem og út fyrir landsteinana. Brynhildur Katrín er fjörug hesta- stelpa sem býr í sveit og hefur gaman af dýrum og Youtube. Nafn: Brynhildur Katrín Franz­ dóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Ölvisholt í Flóahreppi. Skóli: Flóaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtileg­ ast að vera í hringekju. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar, sérstaklega folöld. Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish. Uppáhaldskvikmynd: Trolls World Tour. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 2 ára að hoppa í fangið á mömmu í sófanum. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, en mér finnst gaman að hlaupa og mig langar að læra á gítar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögga. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í FlyOver Iceland. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í rússíbana. Næst » Ég skora á Óla frænda minn að svara næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.