Bændablaðið - 10.03.2022, Page 1

Bændablaðið - 10.03.2022, Page 1
5. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 10. mars ▯ Blað nr. 606 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Hestamótið Mývatn Open fór fram í blíðskaparveðri um liðna helgi. Keppt var í A- og B-flokki gæðinga, tölti og skeiði í tveimur styrkleikaflokkum knapa. Að sögn Friðriks Jakobssonar mótshaldara var um að ræða besta mótið í tuttugu ára sögu viðburðarins. „Veðrið var gott og ísinn eins og best verður á kosið. Yfir 90 skráningar voru á mótið og fjöldinn allur af áhorfendum. Það virðast allir ótrúlega kátir að mega loksins hittast og gera eitthvað saman eftir Covid-faraldurinn,“ segir Friðrik. Hér má sjá hryssuna Blædísi frá Króksstöðum og knapann Guðmund Karl Tryggvason, sem vöktu athygli fyrir fas og vasklega framgöngu og stóðu uppi sem sigurvegarar í B-flokki gæðinga hjá meira vönum keppendum. Mynd / Helga Árnadóttir Garðyrkjumenn stækka, hækka og breyta: Hugur í gróðurhúsabændum Þrátt fyrir óveðrið sem gekk yfir landið fyrir skömmu með talsverðum látum og eignatjóni eru gróðurhúsabændur bjartsýnir og stefna sumir þeirra á að stækka gróðurhúsin eða breyta þeim til að auka framleiðsluna. Gróðurhús og ræktun gróðrar­ stöðvarinnar Jarðarberjalands eyði­ lagðist í óveðrinu og að sögn eigenda stöðvarinnar er ekki að vænta afurða frá þeim á þessu ári. Þau eru þrátt fyrir það ekki af baki dottin og stefna að því að endurreisa stöðina og hefja ræktun að nýju. 4.800 fermetra stækkun Hafberg Þórisson, sem kenndur er við garðyrkjustöðina Lambhaga, hefur á síðustu árum byggt um 7.000 fermetra gróðurhús að Lundi í Mosfellsdal. „Fljótlega verður hafist handa við að reisa 4.800 fermetra gróðurhús á Lundi og ég geri ráð fyrir að það hús verði tekið í notkun 2023.“ Að sögn Hafbergs gerir hann ráð fyrir að reisa 10.000 fermetra til viðbótar undir gleri á staðnum í framtíðinni. Spírunarklefi eykur framlegð Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjumaður í Ártanga, segir að í sumar ætli hann að stækka hjá sér og byggja 300 fermetra viðbót. „Hluti af því verða kæliklefar og spírunarrými fyrir kryddjurtir. Spírunarklefinn gerir okkur kleift að nýta borð í gróðurhúsi sem notuð hafa verið undir sáningu og spírun undir ræktun og ná þannig fram meiri framlegð á ræktunarfermetra í gróðurhúsinu,“ segir Gunnar. Hækkun á Laugalandi Þórhallur Bjarnason, garðyrkju­ bóndi að Laugalandi í Borgarfirði, segir að um miðjan maí verði hafist handa við að hækka 1.200 fermetra gúrkugróðurhús hjá honum og að á sama tíma verði allar leiðslur og annað í húsinu endurnýjað, auk þess sem húsið hefur sigið og verður það rétt af í leiðinni. „Ég fæ til mín menn frá Hollandi sem ætla að hækka húsið um tæpa tvo metra og eftir hækkunina verður hliðahæðin fimm metrar. Ástæðan fyrir framkvæmdunum er sú að það er komin ný kynslóð af gróðurhúsalömpum sem eru 1.000 vött og gefa frá sér mikinn hita. Fjarlægðin frá lömpunum og niður að plöntunum þarf að vera um einn og hálfur metri til að plönturnar brenni ekki.“ Að sögn Þórhalls næst betri ljósdreifing með því að hækka lampana, auk þess sem nýju lamparnir eru 15 til 20% nýtnari á rafmagn en eldri lampar og því umhverfisvænni. „Með því að auka ljósmagnið má gera ráð fyrir að uppskeran í húsinu aukist um 20% og þá sérstaklega yfir vetrartímann.“ /VH Mikil bjartsýni er ríkjandi meðal gróðurhúsabænda og margir þeirra stórhuga í breytingum til að auka framleiðslugetuna. Mynd / BBL Skinnauppboð: Markaðurinn botnfraus Ekki horfir vel í markaðsmálum framleiðenda loðskinna. Sama dag og uppboð á loðskinnum hófst í Kaupmanna höfn gerðu Rússar innrás í Úkra ínu og mark­ aðurinn hrein lega botnfraus. Rússland er annar stærsti kaupandi loðskinna í heiminum á eftir Kína, en kaup Kínverja á skinnum dróst verulega saman eftir að Covid­19 fór að herja á heiminn. Skinnin sem voru í boði í Kaupmannahöfn núna eru frá 2020 og gamlar birgðir sem geymdar hafa verið í frosti. Loðdýrabændur gerðu sér vonir um að skinnamarkaðurinn væri farinn að rétta úr kútnum eftir mörg ár þar sem verð hefur verið lágt. Á síðasta ári hækkaði verðið lítillega, eða í að það stóð að minnsta kosti undir framleiðslukostnaði. Þrátt fyrir að verð á uppboðinu núna hafi haldið frá síðasta ári seldust ekki nema 13% þeirra skinna sem voru í boði. /VH Uppboð á loðskinnum hjá Kopen- hagen Fur varð nánast að engu við innrás Rússa í Úkraínu. Samstíga landbúnaður 2–10 12 Ísland í fararbroddi alþjóðlegrar stefnumótunar Ætlar að rækta vindmyllupálmatré og trefjabananatré úti með hita í sumar 32–33

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.