Bændablaðið - 10.03.2022, Page 35

Bændablaðið - 10.03.2022, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 35 Skógræktin leitar að öugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og til að ea hagrænan, umhverslegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Þrjú störf skógræktarráðgjafa eru nú laus til umsóknar á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi með starfstöðvar í Hvammi Skorradal, á Akureyri og á Egilsstöðum Nánari upplýsingar um störn er að nna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna. Skanna má kóðann hér til hægri til að komast á síðuna. Markmið Skógræktarinnar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar sé starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og skógargeirans alls. Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnu- vikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhvers- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku. Viltu taka þátt í grænni framtíð? skogur.is Hlutverk og markmið: • Áætlanagerð og ráðgjöf ◦ Grunnkortlagning, gerð ræktunar- og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur • Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Háskólagráða í skógfræði er nauðsynleg • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Færni í að koma frá sér upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg • Færni í notkun Office-hugbúnaðar er nauðsynleg • Færni í notkun ArcGis-hugbúnaðar er æskileg • Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg • Þekking og reynsla af skógrækt er æskileg Umsækjandi þarf að geta hað störf sem fyrst Umsóknarfrestur er til 15. mars Skógræktarráðgja’ SKANNAÐU KÓÐANN C M Y CM MY CY CMY K Viltu taka þátt í grænni framtíð - þrjú störf mars 2022 þrídálkur í blöð.pdf 1 1.3.2022 09:55:01 Hvert korn skiptir máli! Einfaldur og sterkur dreifari, hannaður með það í huga að hvert korn skili sér í heilu lagi á þann stað sem því er ætlað. Verð með eftirfarandi búnaði: - Upphækun - Lok - Vökvaopnun Verð: 990.000 kr. + vsk. Verð: 1.130.000 kr. + vsk. Með jaðarbúnaði Verð: 2.490.000 kr. + vsk. Verð: 849.000 kr. + vsk. GPS og stjórntölvu Verð: 5.490.000 kr. + vsk. Verð: 4.790.000 kr. + vsk. Sýningarvél Mikil nákvæmni næst í dreifingu með samspili vigtar og GPS tengingar við Isobus. - Tvöföld upphækkun - Lok - 2D jaðarbúnaður - Isolink tenging við dráttarvél* * - Dráttarvél þarf að vera með Isobus kerfi og GPS til að virkja alla möguleika dreifarans. - Stjórntölva og GPS fæst sem aukabúnaður ef það er ekki til staðar. Verð með eftirfarandi búnaði: - GPS - Pilot stjórntölva - HR190 pinnatætari - Jöfnunarborð Verð með eftirfarandi búnaði: Skemmtilega hönnuð loftsáðvél sem reiknar út það magn sem sá skal á hvern stað og gætir þess að ekkert fari til spillis. DX30+WEIGHINGDX20 MASTER P30+HR190 PINNATÆTARI Subaru STI E-RA hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl. Mynd / Subaru Tecnica International Góður í gegningarnar: Ríflega þúsund hestafla rafknúin Subaru ofurkerra Nú er loksins að hilla undir almennilega rafmagnskerru á mark aðinn fyrir bændur og búalið þegar mikið liggur við yfir há bjarg­ ræðistímann í sveitinni. Subaru Tecnica International, mótor sportarmur Subaru, kynnti nefnilega í ársbyrjun nýjan hug­ myndabíl. Þetta er rafknúinn STI E­RA með fjórum mótorum sem geta skilað allt að 1.073 hest öflum. Hætt er við að gamli Land Roverinn sýnist kyrrstæður og jafnvel í bakkgír þótt fjölin sé negld í botn þegar Siggi á Næstabæ svífur hljóðlaust fram úr á ofsahraða út heimreiðina á splunkunýja STI E­RA bílnum. Slíkt farartæki var kynnt sem hugmyndabíll á Tokyo Auto Salon fyrir skömmu og er hugsað til að hjálpa Subaru Tecnica International að þróa rafbíla framtíðarinnar. Með smíði á svona ofurkerru hyggjast menn öðlast reynslu og þjálfun í nýrri tækni. Með stýringu á öllum Hugmyndabíllinn er með „stýringum á öllum hjólum“ til að hámarka grip og auka stöðugleika í akstri. Farartækið er búið liþíum­jóna 60 kW rafhlöðu. Hún á að duga til að knýja rafmótor­ ana fjóra sem eru þróaðir af Yamaha. Samkvæmt STI er mótorinn af því sem kallað er „high­torque high­revolution“ gerð og á að geta skilað hámarksafköstum upp á 1.073 hestöfl (789 kW). Til samanburðar er einn öflugasti rafbíllinn sem kynntur hefur verið til þessa, hugmyndabíll C_Two frá Rimac sem á að skila 1.914 hestöflum (1.408 kW). Einn mótor fyrir hvert hjól STI E­RA bíllinn er með fjóra mótora sem tengdir eru beint út í hvert hjól til að tryggja hámarks svörun. Þetta kerfi er hannað samkvæmt reglugerðum sem settar eru fyrir FIA E­GT, sem gæti bent til þess að ætlunin sé að nota bílinn í keppni. STI hefur nefnt nokkur markmið fyrir STI E­RA bílinn. Þar á meðal að klára 400 sekúndna hring í Nuerburgring. Fyrirtækið vonast til að þetta verði mögulegt á næsta ári, eftir prófanir á japönskum akstursbrautum á yfirstandandi ári. Rafmagns-Solterra jeppi á leiðinni Samhliða E­RA hugmyndabílnum sýndi Subaru STI­merkta útgáfu af Solterra jeppanum á Tokyo Auto Salon. Þessi útgáfa af alrafmagnaða jeppanum var með rauðum lita­ áherslum á spoiler að aftan og búnaði á yfirbyggingu. Solterra mun verða með 71,4 kWh rafhlöðu og verður fáanleg síðar á þessu ári. /HKr. Subaru STI Solterra rafmagnsjeppi. TÆKNI&VÍSINDI

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.