Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 26

Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202226 LÍF&STARF Nýverið tókust samningar milli sveitarstjórnar Eyjafjarðarhrepps og aðstandenda Freyvangs- leikhússins sem lengi hafa velt möguleikum þess efnis á milli sín. Útlit er fyrir að allir séu jákvæðir í garð nýs samnings og er ekki annað að sjá en að bjart sé fram undan. Blaðamaður heyrði í formanni leikhúss Freyvangs, Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, og kannaði stöðuna. Hvað felst í samningnum? „Þetta er tveggja ára rekstrar­ leigusamningur, gildir til 1. júní ársins 2024. Við tökum við húsinu 1. maí, en þurfum ekki að byrja að borga af því fyrr en 1. október þar sem samningurinn tekur gildi þá.“ Teljið þið ykkur geta staðið undir rekstrarkostnaði á ársgrundvelli? „Já, þetta byggir náttúrlega svolítið á því að við höfum alltaf verið að borga leigu til sveitarfélagsins, 15% af hverjum seldum miða, og þá hefur það rokkað frá 600­1200 þúsund fyrir veturinn, á meðan rekstrargjöldin eru áætluð 1,6 milljón. Svo var ákveðið að setja í samninginn að þeir myndu styrkja okkur um það, sem í raun nemur fasteignagjöldunum, eða 500.000 kr. á ári. Þannig við fáum fasteignagjöldin ekki niðurgreidd, en fáum þau endurgreidd. Rekstrar­ kostnaðurinn dettur þá niður í 1,1 milljón á ári. (Þarna er munurinn á rekstrarleigu og almennri leigu.) Okkar hagur er í því að með þessu borgum við svipað og við höfum verið að gera sl. ár en höfum húsið allt árið um kring, í stað maí til september. Eðlilega borgum við þá leigu fyrir alla mánuði ársins í stað þess hluta sem við höfum gert áður, en á móti kemur að við högnumst af útleigu hússins yfir sumarið, þá til dæmis fyrir þær helgar sem eru leigðar vegna brúðkaupa eða annarra skemmtana. Slík tekjuöflun yfir sumarið hefur áður alltaf farið til sveitarinnar, en nú fellur hún í okkar vasa – en á móti borgum við, eins og áður sagði, okkar mánaðarlegu leigu.“ Í viðtali við Halldór Sigurgeirsson, fyrrverandi formann, sem birtist í 3. tbl. Bændablaðsins nú í febrúar, kom fram að áður hefði Freyvangur gjarnan verið leigður undir skemmtanir á borð við sveitaböll eða tónleika. Er einhver áhugi á að taka slíkt upp aftur? „Það eru allar hugmyndir í gangi,“ segir Jóhanna og hlær, „ég veit ekki alveg hvort slíkt verði gerlegt þetta sumarið, ásóknin hefur verið svo mikil í leigu. Nú er t.d. búið að leigja Freyvang allar helgar í júlí undir veisluhöld, en samkvæmt húsverðinum sem hefur verið á staðnum sl. 4 ár er það afar óvanalegt. En að sjálfsögðu væri gaman að endurskapa slíka stemningu er fylgir sveitaböllum eða harmonikkuskemmtan og í raun hverju sem er. Hér er allt til alls, svið, hljóðkerfi og meira að segja bar og léttvín­ veitingaleyfi! Þannig það er ýmislegt sem hægt væri að koma í gagnið hér í Freyvangi. Svo þætti okkur skemmtilegt að efla samstarfið við sveitina, halda til dæmis leiklistarnámskeið eða annað sem tengist leikhúsinu, gaman væri að auka samstarfið við grunnskólann, þá ef til vill bjóða upp á leiklist sem valfag fyrir unglingastigið í skólanum á veturna og þá setja upp leikrit í lokin. Jafnvel væri hægt að bjóða þeim að halda árshátíðina sína hérna ef þeir vildu. Við fáum, eins og áður sagði, allt húsið, en þá er í samningnum líka íbúð húsvarðarins sem verður áfram. Þannig stendur reyndar á hjá henni að önnur dætra hennar, sú eldri sem er fjórtán ára, greindist nýverið með eitlakrabbamein og héldum við styrktarsýningu henni til handa vegna meðferðar sem hún stendur í núna. En við viljum auðvitað að allt hvað varðar húsnæði þeirra og heimili sé áfram öruggt og er það niðurneglt innan samningsins.“ Eins og kom fram í fréttum Bændablaðsins 10. febrúar síðast- liðinn, hefur alltaf verið í um- ræðunni að samningurinn sé tvö ár í senn. Er staðan þannig enn þá? „Jú, það kemur því fram í samningnum að við getum byrjað viðræður vegna endurnýjunar hans, hálfu ári áður en hann rennur út. Nú eru sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí, oddvitinn að hætta og því uppstokkun yfirvofandi. Það er vonandi að nýr oddviti verði jákvæður í okkar garð þegar kemur að endurnýjun eftir tvö ár, en við erum bara bjartsýn. Svo viljum við hvetja sem flesta til að koma og kynnast leikfélaginu, en fyrir utan kristileg samtök er áhugaleikstarf eina starfið – einu félagasamtökin sem eru ókeypis og allir velkomnir. Félagsstarf kostar nefnilega – ef farið er í íþróttir t.d., en áhugaleikhúsið er ókeypis og opið öllum,“ endurtekur Jóhanna sem hlakkar til að takast á við komandi mánuði og vill hvetja fólk til að hafa samband ef áhugi er fyrir að nýta sér húsið – nú eða ganga til liðs við leikfélagið. Innsk. blm. - Almenn ánægja ríkir hjá Freyvangsfólki, sérstaklega með tilliti til þess að er samningaviðræður hófust fyrir nokkrum mánuðum var stefnan sú að leikhúsfólk yrði annaðhvort að kaupa húsnæðið með 65 m króna verðmiða ella hverfa frá. Greint hefur verið frá því að samningurinn sé liður í undirbúningi sveitarfélagsins er kemur að fjárfestingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla, en með honum dregur sveitarfélagið úr umsýslu í kringum eignina sem þá fer yfir á aðstandendur Freyvangs. - Sveitarstjórnarkosningar eru í vændum og því ekki seinna vænna en að ganga vel frá málum er varða rótgróin málefni sveitarinnar. - Ekki hefur eignarhluti hússins enn verið negldur niður og því var gerður rekstrarleigusamningur í stað almenns leigusamnings. /SP Sverðin slíðruð fyrir sveitarstjórnarkosningar – Freyvangsleikhúsið: Rekstrarleigusamningur undirritaður Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, formaður Freyvangsleikhússins, og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, takast kumpánlega í hendur og horfur eru fyrir ánægjulegri samvinnu næstu árin. Mynd / Aðsend Fyrir þá sem eiga leið til Lundúna er fátt skemmtilegra en að hlæja svolítið, sérstaklega ef rigningarsuddi er úti eða grátt yfir. Hér eru tillögur að sýningum sem eru tilvaldar til hressingar. 1. Margir þekkja teiknimyndaþættina South Park, skrifaða af höfundunum Trey Parker og Matt Stone. Þeir standa nú fyrir söngleiknum „Mormónsbók / Book of Mormon“ í Prince of Wales leikhúsinu nálægt Leicester Square og fjallar um tvo mormónatrúboða sem sendir voru til hættulegs þorps í Úganda. Mælt er með því að kynna sér húmor höfundanna áður en miðakaup fara fram en hann þykir bæði svartur og oft óviðeigandi en jafnframt sprenghlægilegur. Söngleikurinn hefur þó hlotið Tony verðlaunin þannig þarna er um einhvern gimstein að ræða. 2. The Cornley Drama Society setur upp morðgátu frá 1920 í Duchess leikhúsinu, er kallast „Leikritið sem fer miður vel“, eða „The Play That Goes Wrong“. Eins og titillinn gefur til kynna fer ekki allt eins og það á að fara og hefur leikþátturinn hlotið lof fyrir mikinn hlátur áhorfenda sem drukknar í ringulreið og bráðfyndnum atriðum leikaranna. 3. Önnur sýning með svipuðu nafni fer fram í Appollo leikhúsinu nálægt Piccadilly Circus en hún kallast „Töfrar sem fara illa“, eða á frummálinu „Magic Goes Wrong“. Þetta er sýning sem sett var saman af töframönnunum alræmdu Penn & Teller og fjallar um ógæfulega klíku töframanna sem reyna að heilla áhorfendur á góðgerðarviðburði. Penn & Teller eru nokkuð þekkt nöfn í geiranum og allir sem hafa séð verk þeirra vita að best er að búast við hinu óvænta – enda er það eina sem er alveg öruggt að allt verður vitlaust! Miða er hægt að finna í leikhúsunum eða á vefsíðunni www. visitlondon.com. /SP Lundúnaborg: Tilefni hláturs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.