Bændablaðið - 12.05.2022, Side 37

Bændablaðið - 12.05.2022, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 2022 37 niður í 5-6 hólf og hleypum graðhesti í þær, um 15-20 hryssur hjá hverjum hesti. Um miðjan júlí tökum við graðhesta úr hólfum, rekum heim og þá hefst tímabilið fyrir alvöru,“ segir Bóel og vísar þá í 11 vikna tíð þar sem hryssurnar eru vikulega reknar heim í rétt í meðhöndlun. „Þá er farið í gegnum allan hópinn, blóð tekið úr þeim merum sem eru jákvæðar fyrir hormóninu og sýni tekið úr hinum. Þegar líður á tímabilið minnkar magn hormónsins í blóði og þá er blóðtökunni lokið það árið. Sumar fara í blóðtöku 2-4 sinnum og aðrar oftar.“ Hormónið sem sóst er eftir heitir „Equine Chorionic Gonadotropin“, skammstafað eCG, en hefur einnig verið kallað „Pregnant Mare Serum Gonadotrophin“, og hefur í umræðunni verið þekkt sem skammstöfunin PMSG. Hormónið mælist fyrst í fylfullum hryssum frá 35.–40. degi meðgöngunnar en styrkur þess vex hratt fram að degi 60. Eftir það lækkar hann smám saman fram að degi 120. Á blóðtökutímanum er einn virkur dagur notaður til að sinna starfseminni. „Við byrjum morguninn á að reka heim í rétt. Dýralæknir aðstoðar og sér um blóðtökuna sjálfa en auk mín eru venjulega þrír starfsmenn og börnin gjarnan með. Merarnar eru flokkaðar, sýni tekið úr sumum, blóð úr öðrum. Að lokinni meðhöndlun fara þær aftur í graslendi með greiðum aðgangi að vatni og saltsteini. Alls tekur dagsverkið um fjórar klukkustundir en það sem eftir lifir dags hef ég þær á beitarstykki nálægt húsinu svo ég geti fylgst með þeim fram á kvöld. Það eru aldrei nein læti eða æsingur í kringum þessa starfsemi hjá okkur,“ segir Bóel. Merarnar eru upp til hópar afar rólegar. „Þó flestar þeirra séu ekki tamdar til reiðar þá eru þær tamdar í þetta hlutverk. Þær kunna þetta og þær merar sem hafa verið hérna 10-15 ár eru blíðar og spakar merar þó ekki sé settur hnakkur á þær.“ Bóel líkir blóðtökutímabilinu við aðra tarnavinnu í landbúnaði. „Þetta er svona eins og þegar sauðfjárbændur fara í göngur og réttir. Þetta er góð tilbreyting frá daglegum bústörfum og í raun mjög skemmtileg upplifun. Það er ákveðin stemning í kringum tímabilið, þetta er bæði gaman og spennandi. Eitt af því skemmtilegra sem ég geri er að fara á hestbak og smala og þarna fæ ég tækifæri til þess. Svo vinn ég með dýralækni sem hefur með árunum orðið góður vinur sem ég hitti einungis á þessum tíma árs. Krökkunum þykir ótrúlega gaman að koma að þessu með okkur og það yrði mikil sorg á heimilinu ef starfsemin hætti.“ Bóel segir blóðbúskap almennt mjög góða hliðarbúgrein með mjólkurframleiðslunni. „Þetta stangast ekkert sérstaklega á við aðra álagstíma í búskapnum svo sem heyskap, jarðvinnslu og kornuppskeru.“ Af frjósemi og litadýrð Í ræðu sinni beinir hún sjónum að gagnrýni hestamanna og hrossaræktenda sem höfðu mælt gegn starfseminni. „Helstu rök þeirra eru, að mér skilst, ásýnd og markaðsmál íslenska hestsins. En ekki hefur hrossasala minnkað í framhaldi og útflutningstölur hafa aukist. Við höfum í grunninn sama markmið, hvort sem við erum blóðbændur, ölum folöld til slátrunar eða í reiðhestaræktun – það er að hugsa vel um hross. Ef fram kæmi myndband sem sýndi knapa berja hest sem væri tregur til að fara upp á kerru þá kæmi það ekki vel við nokkurt okkar. En að sama skapi vil ég sjá leiðir til að allir sem halda hesta vinni saman og hluti af því er að opna umræðuna og kynna málefnin. Hvað er til dæmis betra fyrir ásýnd íslenska hestsins en heilbrigð hryssa úti í haga með folaldið sitt sem fyljast á náttúrulegan hátt? Er það eitthvað slæmt fyrir markaðssetningu hans?” Hún tekur dæmi um hvernig reiðhestaræktun og blóðmerabúskapur getur unnið saman. „Nú eru engin frjósemislyf notuð í þessum búskap. Þarna er náttúran 100% að verki. Það er hins vegar staðreynd að frjósemisvandamál í landbúnaði eru að verða algengari, meira að segja meðal hrossa hér á landi sem þurfa þá aðstoð. Svo leika stóðbændur, með blóðmerar, sér oft með litafjölbreytileika og para hross saman á grundvelli þeirra. Litadýrð og frjósemi eru verðmæti sem eiga mögulega eftir að koma sér vel fyrir heildarræktunarstarfið ef við horfum fram í tímann.“ Þá nefnir hún að eigendur stóðhesta nýti sér merastóð bænda. „Við höfum oft verið með vel ættaða ungfola sem reynast svo farsælir kynbótahestar. Þarna fá þeir sína fyrstu reynslu, það kemur í ljós hvernig þeir haga sér í stóðinu og hvernig frjósemi þeirra er. Ég held það sé dýrmætt að nýta sér það.“ Framtíð blóðbúskapar Nokkur óvissa ríkir nú um framtíð blóðbúskapar á Íslandi. Starfshópur á vegum matvælaráðherra skoðar starfsemina, regluverkið og eftirlit í kringum hana og von er á lokaskýrslu með tillögum til ráðherra í þessum mánuði. Þá er frumvarp um bann við blóðmerahaldi í meðförum Alþingis. Nýlega birt skýrsla Matvæla- stofnunar, sem annast eftirlit með starfseminni, tiltekur að blóðtakan eins og hún er framkvæmd hér stangist ekki á við lög um velferð dýra. Engar vísbendingar séu um að blóðtakan hafi neikvæð áhrif á heilsu og blóðbúskap hryssnanna. Hins vegar sé tilefni til að auka eftirlit stofnunarinnar með blóðtökunni sem hefur nú þegar gert breytingar á skilyrðum starfseminnar. Bóel Anna vonar þó að blóðmerahald leggist ekki af. „Við höfum nóg af landsvæði á Íslandi og það er það sem blóðmerastóð þurfa. Þau geta nýtt land sem er annars illnýtanlegt og slíkum landsvæðum er ekki fyrir að fara í öðrum Evrópulöndum. Þetta er gott fyrir sveitirnar og allur búskapur styrkir búsetu á landsbyggðinni. Hins vegar þarf að athuga alvarlega stærð stóða. Ég myndi vilja að upplagið yrði þannig að blóðmerahald væri hliðarbúgrein með öðrum búskap. Ég vil ekki sjá mörg hundruð hryssur í einum hóp í ofbeittu landi í eigu fólks sem býr ekki á staðnum. Við þurfum að bæta ásýnd búskaparins og aðbúnaðinn við starfsemina og við fögnum bæði auknu eftirliti og rannsóknum á henni. Í grunninn held ég að allir sem stunda þennan búrekstur séu að reyna að gera sitt allra besta.“ Auk þess að vera í mjólkurframleiðslu ala Bóel og Birkir kálfa. Skepnunar á jörðinni telja um 500 og Bóel líkir því við að eiga 500 börn. Mynd / ghp Jarðrækt er hluti af búskapnum á Móeiðarhvoli og fjölskyldan yfirleitt með mörg járn í eldinum. Mynd / Einkasafn Rafrænt námskeið um rétta og örugga meðferð á hífibúnaði. Nánari upplýsingar og skráning eru á: isfell.is/course eða skannaðu kóðann. Þekking og þjónusta Óseyrarbraut 28 Sími 5200 500 GRUNNNÁMSKEIÐ í meðferð á hífibúnaði Það væsir ekki um kýrnar í fjósinu á Móeiðarhvoli. Mynd / ghp Bóel nýtur þess að fara á hestbak þegar hún fær tækifæri til. Hér hefur hún brugðið sér í sundreið á góðviðrisdegi. Mynd / Einkasafn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.