Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 42

Bændablaðið - 12.05.2022, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202242 Tófú er unnið úr hleyptum safa í sojabaunum eða sojamjólk eins og sumir vilja kalla safann og er vinnsla þess ekki ólík vinnslu á osti. Líkt og með ost er hægt að fá margs konar tófú sem er misþétt, hart eða mjúkt og með ólíku bragði eftir uppruna þess. Neysla á sojabaunum á sér langa hefð í Asíu en plantan er tiltölulega ný í ræktun á Vesturlöndum. Í dag er ræktun á sojabaunum mest í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku en slétturnar í Úkraínu þykja einnig vænlegur kostur til stórframleiðslu á sojabaunum í framtíðinni. Soja er mest erfðabreytta nytja- planta í heimi og fer ræktun á erfðabreyttu soja ört vaxandi. Afurðir úr sojabaunum er að finna í ótrúlega mörgum fæðutegundum. Í Asíu fer stærstur hluti sojauppskerunnar til manneldis en í Bandaríkjunum er henni breytt í sojamjöl og efni sem kallast hexane er unnið úr og það notað í dýrafóður sem og í blöndunarefni í matvæli fyrir fólk. Fræ sojaplöntunnar, eða baunirnar eins og okkur er tamt að kalla þau, eru verðmætasti hluti plöntunnar. Til manneldis á Asíu eru hálfþroskaðar og einnig lítið eitt spíraðar baunir borðaðar hráar auk þess sem þær eru matreiddar á ýmsan hátt. Úr þeim, auk próteins, er unnin olía og sojamjólk sem er meðal annars gefin ungbörnum eftir að þau hætta á brjósti og unnin er úr eins konar sojaostur eða tófú. Sojasósa er unnin úr baunum sem eru látnar gerjast og kaffilíki úr ristuðum sojabaunum. Uppruni og útbreiðsla tófú Elsta heimild um tófú er um 2000 ára gömul og frá Han-tímabilinu í Kína og samkvæmt henni var það prinsinn Liu An af Huainan-hreppi, sem var uppi 179 til 122 fyrir uppruna vestræns tímatals, sem fann upp á því að hleypa sojasafa í leit sinni að fæðu sem gerði ömmu hans ódauðlega. Tófú er þekkt í Japan og heimildir um það frá 710 til 794 eftir Krist. Aðrar heimildir segja að tófú hafi fyrir orðið til í Víetnam á tíundu eða elleftu öld. Elsta japanska heimildin um að tófú sé borinn fram sem réttur er frá 1183 og lýsir því þegar tófú er sett á fórnaraltari í Kasuga-hofinu í Nara. Í japanskri matreiðslubók, Tofu Hyakuchim, frá 1782, er að finna eitt hundrað uppskriftir til að matreiða tófú. Hver svo sem uppruni tófú kann að vera breiddist gerð og neysla þess hratt út um Asíu suðvestanverða. Hröð útbreiðsla tófús er talin tengjast útbreiðslu Austur-Asíu búddisma og veganisma sem honum tengist. Í bókinni Bencao Gangmu, sem er sögð vera undirstöðurit kínverskra grasalækninga og kom fyrst út á prenti árið 1596, lýsir höfundurinn Li Shizhen, sem var allt í senn læknir, náttúrufræðingur og grasafræðingur, hvernig á að hleypa tófú. Sagan segir að Bencao Gangmu hafi orðið til þegar Li Shizhen fór að lesa, leiðrétta og draga saman fróðleik úr gömlum lækningabókum sem hann hafði aðgang að. Bókin er á lista Unesco yfir rit sem teljast geyma mikilvægar upplýsingar um sögu mannkyns. Á listanum, sem á ensku kallast Memory of the World Ressources, er meðal annars að finna ýmis íslensk rit sem geymd eru á Stofnun Árna Magnússonar. Árið 1960 fannst við fornleifa- rannsóknir í Kína veggmynd frá Han-tímabilinu sem sýnir fólk vera að hleypa sojavökva í tófú og þykir það ýta stoðum undir þá kenningu að gerð þess hafi verið almenn á þeim tíma. Mjúkt tófú var látið gerjast í söltum grænmetis- eða fiskilegi. Lyktin var sögð minna á vel þroskaðan ost og aðeins fyrir lengra komna. Tófú er bæði klístrað og hart Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Japanskt silkitófu er léttpressað og með miklu vökvainnihald og líkist linsoðinni eggjahvítu. Tófú kjúklingalíki er afar vinsælt og kjúklingastaðurinn KFC hefur að sjálfsögðu sett það á matseðilinn. Ólíkar gerðir af tófú. Hart og mjúkt og allt þar á milli. Kóreskt tófumót.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.