Bændablaðið - 12.05.2022, Page 44

Bændablaðið - 12.05.2022, Page 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202244 UTAN ÚR HEIMI Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshendi um hernumin svæði í Úkraínu. Hafi þeir m.a. stolið landbúnaðar- tækjum, korni og jafnvel byggingar- efni. En stórtækur þjófnaður á verðmætum landbúnaðartækjum endaði vandræðalega á dögunum. Fréttastöðin CNN birti frétt þess efnis að John Deere búnaður hafi verið fjarlægður frá umboðinu Agrotek í Melitopol, sem hefur verið hernumið af Rússum síðan í mars. Þýfið er metið á um 5 milljónir bandaríkjadala, þar á meðal voru tvær kornþreskivélar sem kosta um 300.000 dollara hver en samtals var um að ræða 27 búvélar. Vélarnar voru fluttar með herflutningabílum af svæðunum. Á meðan hluti vélanna var fluttur til nærliggjandi þorps fóru aðrar í langt ferðalag til sjálfstjórnarríkisins Téténíu um 1.130 kílómetra leið. Hátæknibúnaður landbúnaðarvéla er orðinn slíkur að hægt var að fylgjast með ferð vélanna með innbyggðum staðsetningarkerfum alla leið til þorpsins Zakhan Yurt. Kornþreskivélarnar sem ferjaðar voru til Téténíu bjuggu einnig yfir fjarstýribúnaði. Haft er eftir viðmælanda að þegar hermennirnir ætluðu að nota vélarnar á leiðarenda gátu þeir ekki einu sinni ræst þær, því þær höfðu verið fjarlæstar. Vélarnar sitja því sem fastast og ónotaður en líklegt þykir að ræningjarnir geti komið búnaðinum í verð sem varahlutir. Samkvæmt fregn CNN mun þjófnaðurinn líka hafa náð til stórra kornbirgða sem geymd voru í sílóum á svæði sem framleiðir mörg hundruð þúsund tonn af korni á ári sem hafa verið flutt til Krímskaga með herflutningum. /ghp Af vettvangi stríðsátaka: Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum Eftir að hafa verið flutt um 1.000 km leið gátu þjófarnir ekki ræst þýfið, kornþreskivélar frá John Deere, vegna þess að þeim hafði verið fjarlæst. Mynd / Darla Hueske Ríkisstjóri Bellinghamborgar í Washingtonríki Bandaríkjanna, Jay Inslee, hefur gefið út neyðar­ tilskipun vegna ágengrar tegundar krabba, carcinus maenas, eða bogkrabba. Hefur bogkrabbinn fjölgað sér allverulega á svæðum á borð við Makah Bay, Grays Harbor og Willapa Bay auk þess að hafa tekið yfir saltvatnstjörn á landsvæði Lummi ættbálks indíána sem ræður yfir nyrðri hluta ríkisins. Þegar í nóvember síðastliðnum lýsti ráð ættbálksins yfir neyðarástandi vegna málsins og hafa verkefnahópar í kjölfar yfirlýsingarinnar þegar handsamað um 70.000 bogkrabba og fjarlægt þá úr tjörninni – en þeir hafa síaukist síðan árið 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu Seattle Times en neyðartilskipun ríkisstjórans var gefin út í viðleitni til að uppræta ágengar ráðandi tegundir sem gætu með því að taka sér fastan bólstað, skaðað tegundir í útrýmingarhættu, í kjölfarið undið upp á sig og haft skaðvænleg áhrif á auðlindir Washingtonríkis. Kortleggja þarf yfirráðasvæði krabbans Neyðartilskipunin beinir tilmælum til umhverfisráðuneytis ríkisins að nýta það fjármagn sem er til staðar og setja í forgang neyðarráðstafanir er eiga að taka til málsins. Einnig hefur tilmælum verið beint á fleiri stöðvar ráðuneyta láðs og landverndar, sem hafa nú sett málið í athugun. Ætlunin er að kortleggja betur núverandi yfirráðasvæði krabbans og hvaða leiðum er hægt að beita til að draga úr framgangi hans. „Ágeng framandi tegund“ Bogkrabbinn, stundum kallaður strandkrabbi, hefur mikla aðlögunarhæfni, er talinn það sem kallast ágeng framandi tegund* og veldur usla og eyðileggingu á vistkerfum sjávar og árósa nálægt ströndinni. Krabbategundin, sem kallast á ensku „European green crab“, er grænleit, smávaxin krabbategund sem er algeng við Íslandsstrendur en hann finnst yfirleitt á grunnsævi og þolir vel bæði hita- og seltusveiflur. Prýðir annars einmitt fimmtíu króna pening okkar Íslendinga. Samkvæmt vefsíðu, er safnar saman upplýsingum varðandi ágengar framandi tegundir á heimsvísu, kemur fram að bogkrabbinn er á lista yfir 100 hættulegustu aðkomudýr sem geta náð fótfestu í öðrum löndum en útbreiðsla hans er á ýmsa vegu, til dæmis með kjölvatni skipa, pakkningum og hráefni til fiskeldis. Bogkrabbinn hefur ekki komist á svartan lista hérlendis, en þar trónar frændi hans grjótkrabbinn, sem í dag þekur um 70% af strandlengju Íslands, og hefur að nokkru leyti hrakið bog- og trjónukrabba frá beitilöndum. Bog- og trjónukrabbi, auk grjótkrabbans hafa þó allir komist í fréttir, m.a. vegna þess hve stórir stofnar þeirra eru, en nú virðist sem trjónukrabbinn finnist í mun minna mæli sunnarlega við Ísland og virðist vera frekar á undanhaldi eða að færa sig norðar. Þó var sú tegund víða þekkt hérlendis í gríðarlegu magni áður. Bogkrabbinn hins vegar er enn mjög algengur við suðurströnd Íslands en hefur einnig nýlega fundist í kaldari sjó við norðurströndina. /SP *Ágengar (framandi) tegundir eru þær sem valda neikvæðum áhrifum á aðrar tegundir svo og náttúru, ógn við líffræðilega fjölbreytni. Oftast innfluttar á einn eða annan hátt. (framandi). Washingtonríki: Bogkrabbar taka yfir ← ← ← Á kortinu má sjá Washingtonríki, borgina Bellingham, svæði Lummi ættbálksins, Grays Harbor og Willapa og Makah Bay flóana. Bogkrabbinn grænleiti, tákn íslenskra fimmtíu króna peninga. Mynd / Kelly Martin. Verslanamiðstöð nokkur, Global Harbour, í Sjanghæ brá á það ráð á dögunum að kynna til leiks svokölluð „geymsluhólf fyrir eiginmenn“. Þarna telja aðstandendur verslanamiðstöðvarinnar sig vera að koma til móts við þá karlmenn sem ekki hafa næga þolinmæði til að fylgja konum sínum eftir í verslunarleiðöngrum. Geymsluhólfin gegnsæju eru útbúin sjónvarpsskjáum, leðurnuddstólum og leikjatölvum, þ.e.a.s. ætluð til að hafa ofan af fyrir þeim seinheppnu eiginmönnum og kærustum sem neyðst hafa til að stíga fæti inn fyrir dyr miðstöðvarinnar – nú eða þeim sem eru algerlega komnir með nóg. Áhugavert er að þarna er sérstaklega tekið til þjáninga þeirra karlmanna er elta eiginkonur sínar og geymsluhólfin sérmerkt örmagna eiginmönnnum. Ekki fylgir sögunni hvort svipuð hólf séu útbúin fyrir kvenpeninginn, þá ef til vill með annarri skemmtan eða notalegheitum, en víst er að margur maðurinn hefur glaðst eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að ofan. Aðstandendur Global Harbour eru ánægðir með framtakið og segjast þess vissir að nú muni enn fleiri karlmenn vera opnir fyrir „sameiginlegum“ verslunarferðum með frúm sínum, vitandi það að hægt er að setja þá í geymsluhólf þegar þeir eru orðnir uppgefnir. Spennandi. /SP Sjanghæ, Kína: Geymsluhólf sérhönnuð fyrir örmagna karlmenn Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR gerðir dráttarvéla á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.