Bændablaðið - 12.05.2022, Side 58

Bændablaðið - 12.05.2022, Side 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. maí 202258 Störf kúabænda eru margþætt, afar fjölbreytt og vissulega mismikilvæg en eitt af þeim verkum sem flokkast undir það að vera afar mikilvægt er oft ekki gert. Þetta er ekki eitthvað sem einungis á við um kúabú á Íslandi heldur er þetta tilfellið um allan heim. Ég hef sjálfur heimsótt kúabú í 23 mismunandi löndum og telja þessar heimsóknir á mismunandi kúabú nú vel á þriðja þúsundið en langflestir bændur sem ég hef sótt heim eiga það sameiginlegt að fáir þeirra vigta og mæla kálfa og geldneyti reglulega! Vissulega gera sumir það en allt of margir gera það ekki – en skiptir það einhverju máli? Já, klárlega, enda eru til ótal rannsóknir sem sýna það svart á hvítu að því betur sem tekst til með uppeldi gripanna fyrstu vikurnar á ævinni, því betur tekst til með heildareldi þeirra. Þannig liggur t.d. fyrir að hagkvæmasti burðaraldur hjá kvígu er 23 mánaða en margir ná ekki að ala sínar kvígur nógu vel svo þær séu nægjanlega þroskamiklar við svona ungan aldur. Fullyrða má að allar kvígur hafi í raun erfðalega burði til þess að bera 23 mánaða en það sem skýri það að þær séu of litlar þegar þeim aldri er náð felist einfaldlega í bústjórninni, þ.e. hvernig uppeldinu var háttað. Tilfellið er að það er afar auðvelt að missa sjónar af þungaaukningu smárra gripa og oft telja bændur kvígurnar vera að þyngjast meira en þær gera t.d. vegna kviðfylli. Þess vegna þarf að fylgjast gríðarlega vel með þyngingu kálfanna og bregðast hratt við sé þungaaukningin ekki að skila sér í samræmi við áætlanir búsins. Þess utan eru svona mælingar notaðar í auknum mæli erlendis beint inn í ræktunarstarfið, sem gæti einnig orðið tilfellið á Íslandi ef mælingar og nákvæmar skráningar á þunga og þyngdaraukningu væru almennt notaðar hjá kúa - bændum landsins. Hver á vaxtarhraðinn að vera? Hérlendis er miðað við að kvígurnar hafi náð um 55% af þyngd fullorðinna kúa þegar þær eru sæddar. Ef miðað er við að fullorðnar kýr hér á landi séu um 470 kíló ætti kvígan því að vera um 260 kíló á fæti þegar hún er sædd. En til þess að ná þessari þyngd nógu snemma á æviskeiðinu þarf að hlúa vel að kvígunni. Sér í lagi fyrstu vikur ævinnar eins og áður segir. Enda krefst þessi þungi að kvígan vaxi um 550-600 grömm á dag að jafnaði fram að sæðingu. Það sem of margir bændur, víða um heim, flaska á er að ná ekki nægum vaxtarhraða í kvígurnar strax fyrstu vikurnar. Margir telja að þær bæti sér síðar upp hægan vöxt á mjólkurfóðrunartímanum. Þær gera það hins vegar ekki nema að hluta til. Með öðrum orðum, ef maður missir af því tækifæri að láta kvígurnar fara bratt af stað, þá er það tækifæri runnið út í sandinn. Hvenær á að vigta? Þegar bændur spyrja mig út í það hvenær eigi að vigta kvígukálfana þá segi ég alltaf að það eigi að taka fæðingarþungann á öllum gripum og svo vigta alla gripi þegar þeir eru vandir af mjólk, oftast eftir 7-8 vikur. Kvígurnar eru enn nettar og viðráðanlegar á þessum aldri og bæði fljótlegt og auðvelt að vigta þær. Þá er þunginn ekki slíkur að hann kalli á mjög sérhæfðar vigtir heldur má leysa málið með einföldum og ódýrum vigtum. Eftir að mjólkurfóðrun lýkur tekur við afar mikilvægur kafli í lífi kálfanna og er alltaf ákveðin hætta á því að hér geti komið afturkippur í vaxtarhraðann. Til þess að forðast að slíkt gerist þarf kjarnfóðurátið að vera orðið mjög gott á sama tíma og dregið er úr mjólkurmagninu. En mín reynsla er sú að oft missa bændur af einstaka kálfum á þessu tímabili, þ.e. einn og einn nær að „fela sig“ og heltist aðeins úr lestinni. Það Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com KORNHORN Byggkynbætur voru stundaðar á Íslandi um áratugaskeið, fyrst við Rannsóknastofnun landbúnaðarins og síðar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Árangurinn lét ekki á sér standa. Úr þessu verkefni hafa verið skráð átta yrki síðan um aldamót. Íslenski stofninn þroskast fljótt og er að líkindum aðlagaður Íslandi, og því einstakur á heimsvísu. En plöntukynbætur á Íslandi, og byggkynbótaverkefnið þar með talið, eru ófjármagnaðar og engri stofnun hefur verið falið að annast þær. Þær eru orðnar olnbogabarn opinbers stuðnings við landbúnaðinn. Síðustu ár hafa öflugar byggrannsóknir verið stundaðar við LbhÍ, áður studdar af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og nú Matvæla - sjóði, en einnig Norrænu ráð- herranefndinni. Þessi rannsókna- verkefni hafa meðal annars lagt mikilvægan grunn að endurbættum og nútímavæddum kynbótaverkefnum t.d. með aukinni erfðafræðilegri þekkingu á byggi við íslenskar aðstæður. Til þess að hagnýta þá þekkingu og gagnasöfnun sem hefur átt sér stað þarf að tryggja plöntukynbótum fasta fjármögnun sem hluta af styrkjakerfi landbúnaðarins. Það liggur beinast við að fela LbhÍ þetta verkefni. Þar er nauðsynleg þekking, aðbúnaður og reynsla til staðar. Eitt helsta framfaraskref sem þarf að stíga í plöntukynbótum hér á landi er að innleiða erfðamengjaúrval í byggkynbótum með uppfærðum kynbótamarkmiðum í samstarfi við hagaðila. Því næst er að undirbúa erfðamengjaúrval í höfrum og fleiri plöntutegundum. Fyrsta skrefið til að hefja kynbætur í nýjum tegundum er að velja efnivið, hefja prófanir og safna gögnum um mikil- væga eiginleika. Til þess að framkvæma erfðamengjaúrval þarf að reikna erfðamengjaspár sem byggja á því að tengja saman gögn mældra eiginleika (t.d. uppskeru) og arfgerðargreininga til þess að þjálfa spálíkan. Líkanið getur síðan með ágætu öryggi spáð fyrir um kynbótagildi einstaklinga sem eru arfgreindir, þó þeir hafi ekki verið prófaðir í tilraunum. Kynbótamat sam- kvæmt arfgreiningum kallast erfðamengjaspá og val sam- kvæmt því erfðamengjaúrval. Gögnin um mælda eiginleika eru þegar til hjá LbhÍ fyrir bygg sem nota má til þess að þjálfa spálíkanið. Með þessari aðferð er hægt að spá fyrir um afkomu þúsunda einstaklinga á ári og velja einstaklinga með hæstu erfðamengjaspá til frekari prófana og/eða víxlana. Þannig er hægt að auka öryggi úrvalsins á afkvæmum víxlana ásamt því að margfalt fleiri byggarfgerðir fá kynbótamat en ella. Þessi aðferð getur aukið öryggi og úrvalsstyrk sem eykur árlegar erfðaframfarir. Innleiðing þessara aðferða hefur þegar skilað miklum árangri í kornkynbótum. Fjármagn í plöntukynbóta- verkefni þurfa að vera trygg frá ári til árs. Úrval þarf að eiga sér stað á hverju ári og glataðan tíma er örðugt að vinna upp seinna meir. Samhliða erfða- mengjaúrvali þyrfti að uppfæra kynbótamarkmið og helst setja saman kynbótaeinkunn sem byggir á hagrænu mati eiginleika, í samvinnu við hags- munaaðila. Slíkt hagrænt vægi á að endurspegla hvar mesta búbót er að sækja fyrir bændur með framför í eiginleikanum. Kynbótamarkmiðin ætti síðan að endurmeta reglulega, t.d. á tíu ára fresti. Ný kynbótamarkmið gætu til að mynda einblínt meira á gæði byggs án þess að slaka á kröfum um uppskerumagn. Samhliða kynbótaverkefni af þessu tagi verður áfram hægt, og raunar nauðsynlegt, að sinna sérstökum rannsóknaverkefnum í plöntukynbótum og jarðrækt, fjármögnuðum af samkeppnis- sjóðum. Gögnum sem var safnað í íslenska byggkynbóta verkefninu eru afar áhugaverð líka frá vísindalegu sjónarmiði. Enda er þetta stórt gagnasafn þar sem grastegund sem á uppruna sinn úr botni Miðjarðarhafs er lagt út í vísindalegar tilraunir við krefjandi aðstæður fyrir plöntuna. Þessi dýrmætu gögn veita merkilegt tækifæri til grunnrannsókna á erfðafræði og þróunarfræði plantna, fyrir utan hagnýtar rannsóknir sem geta nýst við leiðbeiningu bænda og þróunarverkefnum fyrir kynbótastarfið. Öflugt kynbótastarf á korni getur gjörbylt ræktunarmögu- leikum á Íslandi. Um nokkur hundruð ára skeið hafa Íslendingar valið að framleiða sjálfir dýraafurðir en flytja inn mestalla kornvöru. En nú er öldin önnur. Hér á landi er til þekking, aðstaða og vilji til að stunda öfluga kornrækt. Til þess að efla kornrækt í landinu þarf stjórnmálafólk og forysta bænda að vera framsýn og fjárfesta í plöntukynbótum. Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ Egill Gautason, doktorsnemi Erfðamengjaúrval í inn- lendum kornkynbótum Við kornkynbætur er plöntum víxlað með aðstoð mannsins sem ber frjó í öx sem þegar hafa verið geld með því að tína fræflana úr. Til hægri er frævan tilbúin til ásetnings, til vinstri hefur víxlunin heppnast og blendingurinn vex í axinu. Stórgripavigt. Oft má koma gangvigt fyrir með haganlegum hætti í fjósum. Eftirlit með þunga og stærð gripa er vanmetið bústjórnartæki Búnaður til þess að vigta smákálfa þarf alls ekki að vera flókinn og má jafnvel nota hefðbundna iðnaðarvigt, t.d. með því að setja litla grind ofan á flötinn sem vigtar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.