Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202124 KPMG bókað er bókhaldsþjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Bókaðu fund á www.bokad.is Vertu í skýjunum með bókhaldið Þú færð yfirsýnEkkert pappírsvesen Allt í skýjunum Guðmundur Lárus Skúli Jóhannesson gefur út sína fyrstu ljóðabók í sam- starfi við barnabarn sitt, Jóhann Skúla Björnsson, um komandi helgi. Bókin heitir „Lýsi stjörnur upp veg hafsins víða“ og er gefin út af tilefni afmæl- is Guðmundar en hann verður níræð- ur á laugardaginn, 18. desember. „Afi hefur í gegnum árin ort ótal ljóð og vísur sem hann hefur geymt í koll- inum á sér. Fyrir um þremur árum hittumst við í kaffi og hann spyr hvort við ættum ekki að koma þessu saman niður á blað. Hann er alveg blind- ur svo það var ekki möguleiki fyrir hann að skrifa þetta sjálfur en ég get vel skrifað,“ segir Jóhann Skúli. „Við hittumst nokkrum sinnum þar sem ég mætti með tölvuna og símann og afi rifjaði upp. Svo komu alltaf upp fleiri og fleiri ljóð, vísur og kvæði sem urðu á endanum yfir 50 talsins. Þetta er í raun samtímasaga sjómanns á Vest- urlandi,“ segir Jóhann í samtali við Skessuhorn. Útgáfuhófið verður á Höfða á Akranesi á afmælisdaginn sjálfan. „Mér skilst að hver íbúi megi fá einn ættingja í einu í heimsókn á Höfða og ég hef sjálfskipað mig sem gest- inn í útgáfuhófið,“ segir Jóhann og hlær. Fyrsta upplag af bókinni kem- ur í 50 eintökum en til greina kemur að prenta fleiri eintök verði eftirspurn eftir því. Hægt er að hafa samband við Jóhann ef áhugi er á að fá bókina. arg/ Ljósm. aðsend Ljóðabókin „Lýsi stjörnur upp veg hafsins víða“ eftir Jóhann Skúla og Guðmund Lárus. Gefur út ljóðabók á afmælisdaginn Jóhann Skúli Björnsson með afa sínum Guðmundi Lárusi Skúla Jóhannessyni. Sjómenn athugið! S K E S S U H O R N 2 02 1 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Aðalfundur sjómannadeildar verður haldinn miðvikudaginn 29. des mbe kl. 14:00 í fundarsal Verkalýðsfélags Akraness að Þjóðbraut 1 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Staða kjaramála • Önnur mál Sjómenn eru eindregið hvattir til að mæta. Þjóðbraut 1 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.